Myndir í Selfosskirkju

Fyrsta mynd: yfir predíkunarstólnum: Hið allt sjáandi auga Guðs, sem sér alla heima og alla tíma í senn. Hann horfir yfir heiminn, sér neyð hans og ákveður að senda son sinn.

Önnur mynd: Til undirbúnings komu sonarins, sendi Guð spámennina. Þau kunngerðu: „Sjá, konungur þinn kemur til þín“.

Þriðja mynd: Sonurinn er kominn, María situr með hann, vitringarnir koma til að veita honum lotningu og færa honum gjafir.

Fjórða mynd:

Fastann. Fjólublái liturinn táknar syndavitund og iðrun. Skálin undir krossinum, táknar svölun sálarinnar við lind Guðs náðar. Krossarnir fimm til beggja hliða táknar fimm sár Drottins á krossinum.

Fimmta mynd: Pálmasunnudagur – Innreið Krists í Jerúsalem.

Sjötta mynd: Gömul saga segir, að fugl hafi í bjargarskorti haldið ungum sínum lifandi með því að næra þá á sínu eigin blóði. Fuglinn dó að lokum en ungarnir lifðu. Því hefur fuglinn verið tekinn á kristninni sem tákn friðþægingarinnar. Kristur lét líf sitt til lausnargjalds fyrir mennina. Umhverfis fuglin sjást píslartólin, þyrnikórónan, naglar, spjót og fleira.

Sjöunda mynd: Andspænis hinni sjöttu- Liljan táknar páskar og dúfan táknar hvítasunnan.

Áttunda mynd: Fiskidrátturinn mikli, sem minnir á að öruggt er að breyta eftir orði Drottins.

Níunda mynd: Kornöx á grænum akri. Hún táknar að sumar Guðs ríkis er gengið í garð. Guð býr mitt á meðal vor í orði sínu og sakramentum. Á miðri myndinni eru tveir þríhyrningar fléttaðir saman. Þeir eru tákn eilífðarinnar, því að lífi í Guðs ríki er líf í eilífðinni.

Tíunda mynd: Lækningakraftaverkið þar sem konan snart klæðafald Drottins og varð heil af meini sínu.

  1. mynd: Hin hvíta lilja er tákn hreinleikans. Til hliðar er starfurinn M af því að þessi lilja er tákn Maríu meyjar, hinnar mestu móður á jörðu.
  1. mynd: Kóróna, sem er gegnum stungin með sverði. Hún er á fjólubláum grunni, sem táknar synd og sorg. Kórónan merkir konungdóm Krists. Hún er umkringd geislabaug, sem stafar í allar áttir. Hann minnir á að Kristur er ljós heimsins og berst gegn öflum syndarinnar og læknar öll vor mein. Yst í hornum reitsins eru tákn guðspjallamannanna, en þeir bera ljós sannleikans um allan heim.
  1. mynd: Við súluna er Maríu mynd eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Hún skar myndina í Hollywood í Kaliforníu. Tréð er nefnt Bolsawood. Listakonan var hér við messu sumarið 1958. Í þeirri messu predíkaði síra Friðrik Friðriksson og var þá orðinn blindur. Varð hún svo gagntekin af predikun hans og persónu, að hún ákvað að gefa þessari kirkju myndina.
  1. mynd: Á veggnum baka við altarið er ekki krossfestingarmynd, heldur mynd hins upprisna Drottnis, sem stendur fyrir framan krossinn og breiðir faðminn móti söfnuði sínum. Hann er klæddur spámanns kirtli af því að hann hefur kunngjört allan sannleikann. Yfir kirtilinn er hann skrýddur hökli af því að hann er hinn æðsti prestur, sá er færði hina einu algildu syndafórn og er sjálfur á bak við alla prestlega þjónustu og gefur henni gildi. Á höfði ber hann kórónu af því að hann er konungur sannleikans og honum er gefið allt vald á himni og jörðu. Fyrir nafni Jesú skal hvert kné beygja sig, þeirra, sem eru á himni, og þeirra, sem eru á jörðu, og þeirra, sem undir jörðinni eru, og sérhver tunga viðurkenna, að Jesús Kristur er drottinn, Guði föður til dýrðar.