1. fundur sóknarnefndar 2012 haldinn á rislofti safnaðarheimilis
17. janúar kl. 1700 .
Eysteinn formaður setti fund.
1. Formaður greindi frá geymsluhólfi í Landsbankanum. Ekki lengur talin þörf á að vera með slíkt geymsluhólf. Samþykkt að segja því upp.
2. Rætt um áætlun vegna viðhalds mannvirkja 2012. Fyrir liggur að m.a. þyrfti að ráðast í viðhald á þaki en kostnaðaráætlun liggur fyrir (eins og fram kemur í 4. lið 14. nóv. 2011 EÓJ). Áfram verður unnið að viðhaldsáætlun samhliða vinnu að fjárhagsáætlun 2012.
3. Gjaldkeri kynnti fyrstu drög ársreikninga 2011 sem og drög fjárhagsáætlana 2012.
4. Inn á fundinn komu fulltrúar ÆSKÞ, þau Sigríður Tryggvadóttir og Sigurvin Jónsson. Færðu þau Selfosskirkju bestu þakkir sínar fyrir frábærar móttökur á landsmóti ÆSKÞ sem haldið var á Selfossi í október sl. Tóku þau jafnframt fram að eftirtektarvert væri hve góð þátttaka er jafnan frá Selfosskirkju í viðburðum á vettvangi ÆSKÞ. Gestirnir viku af fundi að því búnu og voru þeim þakkaðar hlýjar kveðjur.
Hér yfirgefur Grímur Hergeirsson fundinn en hann ritaði fundargerð fram að því. Sigurjón tekur við fundarritun en hann gat ekki mætt á fundinn fyrr en kl. 1730 .
5. Teknar voru upp umræður um drögin að ársreikningi sem gjaldkeri lagði fram undir lið 3 . Rætt var um ýms þætti í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, starfmannahald, viðhaldsþætti ofl. .
6. Eysteinn ræddi um fyrirkomulag á kosningu til sóknarnefndar á næsta aðalsafnaðarfundi.
7. Sr. Kristinn óskaði eftir að bókuð yrði athugasemd hans varðandi fundargerð 15. des. sl. en hann þurfti að yfirgefa fundinn. „Sr. Kristinn Ágúst þurfti að yfirgefa fundinn strax í upphafi fundar vegna neyðarútkalls“.
8. Guðmundur gjaldkeri lagði fram beiðni frá Edit Molnár um styrki vegna kórastarfs, ferðalög ofl. Samþykkt að styðja kórastarfið um 300 – 350 þús. kr.
9. Rætt var um áframhaldandi stuðning við ferðakostnað fermingarbarna í Skálholt og útgáfu fréttabréfs.
Fundi slitið kl. 1915 .
Eftirtaldir sátu fundinn: Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Kristinn Á. Friðfinnsson, Ninna Sif Svavarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson og fundarritarar Grímur Hergeirsson og Sigurjón Erlingsson.
2. fundur sóknarnefndar 2012 haldinn í rislofti safnaðarheimilis
21. febr. 2012 . Hófst kl. 1700
1. Eysteinn formaður setti fund. Hann ræddi um tilhögun á kosningu í sóknarnefnd og kosningu varamanna á næsta aðalsafnaðarfundi. Þá ræddi hann einnig um kosningu safnaðarfulltrúa og varamanns hans. Eysteinn kynnti einnig bréf sem hann hafði ritað prófasti og svarbréf prófasts um þessi mál.
2. Gunnþór kirkjuvörður kynnti útboð sem hann hefir gert um hirðingu beða, slátt og aðra nauðsynlega hirðingu kirkjulóðar og kirkjugarðs. Eftirfarandi bilboð bárust:
Frá Evu Björk Kristjánsdóttur skrúðgarðafræðingi og Ásgeiri G. Hilmarssyni garðyrkjumanni kr. 2.244.944,- m.vsk.
Frá sláttu og garðaþjónustu Suðurlands – Ingunni Magnúsdóttir – tvö tilboð – annað kr. 1.643.600,- m.vsk., hitt 1.789.200 m. vsk.
„Samþykkt samhljóða“ að taka tilboðinu kr. 1.643.600,- .
Gunnþór kynnti bréf frá Kolbrúnu Karlsdóttur sem biður um að fá frí afnot af kirkjunni 4. júlí nk. fyrir tónleikahald. Þetta gerir hún í nafni líknarfélagsins Bergmáls. Samþykkt samhljóða.
Þá óskaði Gunnþór eftir að láta fella 3 grenitré í kirkjugarði. „Samþykkt að fela Eysteini, Gunnþóri og prestum að athuga málið“.
Þá taldi Gunnþór þörf á að setja slitlag á stíga í nýjasta hluta kirkjugarðsins. „Samþykkt að athuga málið nánar“. Síðan vék Gunnþór af fundi.
3. Rætt var um væntanlega útgáfu á fréttablaði Selfosskirkju, en það er í undirbúningi í sama formi og áður.
Hér þurfti Ninna Sif Svavarsdóttir að víkja af fundi.
4. Guðmundur Gjaldkeri lagði fram tillögu að reikningum kirkju, kirkjugarðs og hjálparsjóðs. Reikningarnir eru áritaðir af skoðunarmönnum.
Með reikningunum er fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. Rætt var um reikningana og hvort möguleikar væru á sparnaði í rekstri á einhverjum liðum framar en gert var á sl. ári.
5. Samþ. að greiða ráðstefnugjald v. ferðar Eyglóar Gunnarsdóttur á ráðstefnu djákna í Noregi.
Fundi slitið kl. 1910.
Undir fundargerð rituðu Óskar Hafsteinn Óskarsson, Kristinn Ág. Friðfinnsson, Grímur Hergeirsson, Þórður Stefánsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Bára Kr. Gísladóttir, Guðmundur Búason, María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Björn Ingi Gíslason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.
3. fundur sóknarnefndar 2012 sem er: Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar fyrir árið 2011, haldinn í sal safnaðarheimilis Selfosskirkju sunnudaginn 4. mars 2012 að lokinni messu. Fundur hófst kl. 1230 .
Formaður sóknarnefndar Eysteinn Ó. Jónasson setti fund og gerði tillögu um Grím Hergeirsson sem fundarstjóra og Sigurjón Erlingsson sem fundarritara. Ekki komu aðrar tillögur og voru þeir sjálfkjörnir.
1. a) Skýrsla formanns sóknarnefndar sem Eysteinn flutti. Hann nefndi niðurskurð tekna sem er yfir 20% og rakti hvernig brugðist hefur verið við því með ýmsum aðgerðum til lækkunar rekstrarkostnaðar. Það hefur verið rætt í sóknarnefnd hvar hægt yrði að beita frekari niðurskurði án meiri skaða fyrir kirkjustarfið en orðið er.
Þá sagði hann að æskulýðsstarf okkar kirkju skilaði mjög öflugu starfi á landsvísu. Hann sagði frá Æskulýðslandsmóti Þjóðkirkjunnar sem haldið var á Selfossi 28. – 30. október s.l. en á því voru rúmlega 500 unglingar af öllu landinu undir stjórn Ninnu Sifjar. Þá nefndi Eysteinn kvenfélag kirkjunnar sem hefur allt frá upphafi verið ákveðin kjölfesta í innra starfi kirkjunnar.
Þá minntist hann á fréttabréf Selfosskirkju „Kirkjufréttir“ sem komið hefur út s.l. 5 ár.
Skráðir fundir sóknarnefndar eru 18 á árinu auk fjölda funda, sérstakra nefnda sóknarinnar svo sem byggingarnefndar.
Þá taldi Eysteinn upp gjafir sem færðar voru kirkjunni á árinu. Útfararstofnunin „Fylgd“ hefur allt liðið ár og fram til þessa dags gefið blómaskreytingar á altari við athafnir. Flutti hann þakkir fyrir það. „Landform“ á Selfossi hefir gefið kirkjunni eintak af öllum teikningum sem Landform hefur unnið fyrir kirkju og kirkjugarð á liðnum árum.
Soroptimistafélagið hefir gefið skjávarpa sem nýst hefur við barnastarf og hina ýmsa fundi í kirkjunni.
Þá gat Eysteinn þess að Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni lét af störfum á sl. vori og þakkaði henni góð störf. Sigríður Bergsteinsdóttir þurfti af persónulegum ástæðum að hætta í sóknarnefnd. Í hennar stað færðist Erla Rúna Kristjánsdóttir úr 1. varamannssæti upp í aðalnefnd. Á síðari hluta ársins var Ninna Sif vígð til prests en hún er ráðin áfram sem æskulýðsfulltrúi í 75% starf.
Keyptur var á árinu eldtraustur skjalaskápur fyrir kirkjubækur ofl. og hann settur upp í skjalageymslu.
Á sl. ári var stofnaður „Tónlistar- og menningarsjóður Selfosskirkju“ og honum sett skipulagsskrá. Settar voru á árinu vinnureglur sem bera nafnið „Selfosskirkja – vakandi gegn kynferðislegu ofbeldi.“
(Þar sem sóknarpresti seinkaði vegna athafnar bað formaður sr. Óskar um skýrslu . (EÓJ)
b) Sr. Óskar H. Óskarsson prestur flutti skýrslu um kirkjustarfið, sagði frá messum og tónlistarflutningi, en hann hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í messuhaldi, þ.á.m. messu upp á Ingólfsfjalli, messum í samstarfi við félagasamtök svo sem Ungmennafélagið, Lionsmenn ofl. Hann gat þess að fermingarbörn yrðu milli 90 og 100 í vor. Sr. Óskar þakkaði ölum fyrir gott samstarf.
c) Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson (sem hér var kominn) flutti í skýrslu um messugjörðir og aðrar athafnir í Selfosskirkju á árinu 2011. Kirkjuguðsþjónustur á sunnudögum og öðrum helgidögum 65. Viðstaddir eru 8.629. Altarisganga 1.675. Aðrar almennar safnaðarguðsþjónustur- athafnir =169. Viðstaddir 2.706 . Barnaguðsþjónustur 39. Viðstaddir 1.820. Aðrar guðsþjónustur, bæna og helgistundir – athafnir 164 viðstaddir 9.170 .
Fjöldi fermdra 106. Fjöldi skírna 108. Viðkomur alls um 22 þúsund. Þá sagði sr. Kristinn Ágúst frá æskulýðs, kóra, og sálgæslustarfi og þakkaði fyrir gott samstarf.
c) Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og æskulýðsfulltrúi flutti skýrslu um æskulýðsstarfið þ.á.m. landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar sem haldið var á vegum Selfosskirkju. Þá sagði hún frá foreldramorgnum, sunnudagaskóla, kirkjuskóla, samstarfi við grunnskóla, lífsleikni í framhaldsskólum, aðventu heimsóknum og leiðtogaskóla. Þá þakkaði hún gott samstarf.
d) Edit Molnár kórstjóri sagði frá barna- og unglingakórastarfinu en hún hefir nú stjórnað barnakórastarfinu í 6 og unglingakórastarfinu síðustu 4 árin. Hún sagði m.a. frá tónleikaröð sem samanstóð af fjórum tónleikum í haust og bar nafnið „Franz Liszt 200 ára“, en komið var m.a. fram í Salnum í Kópavogi og Selfosskirkju. Kórinn hefir fengið 5 sinnum styrk frá Menningarráði Suðurlands, en síðast kom Garðar Thor Cortes fram með kórnum. Fyrirhugað er sunnlenskt barnakóramót 17. mars n.k. . Þá þakkaði Edit fyrir allan stuðning í gegnum árin.
Fundarstjóri þakkaði fyrir skýrslurnar og gaf orðið laust.
Eygló Gunnarsdóttir djákni þakkaði fyrir góða samvinnu á liðnum árum.
Hafsteinn Þorvaldsson þakkaði fyrir kirkjustarfið og sérstaklega fyrir tenginu kirkjunnar við ungmenna og æskulýðstarfið í bænum og héraðinu.
2. Guðmundur Búason gjaldkeri flutti síðan reikninga ársins 2011.
Rekstrarreikningur Selfosskirkju : Tekjur 38.527.586,-kr. Gjöld : 37.478.463,-kr.
Tekjuafgangur með fjármunatekjum 1.096.724,-kr.
Efnahagsreikningur Skuldir og eigið fé 324.528.502,-kr.
Hjálparsjóður Selfosskirkju : Tekjur 288.473,-kr., Gjöld 157.660,-kr., Tekjuafgangur 195.287,-kr.
Eignir hjálparsjóðs – bankainnistæður 3.631.234,-kr.
Tónlistar og menningarsjóður Selfosskirkju. Tekjur: Stofnframlag frá Selfosskirkju 250.000,-kr. Gjöld 75.000,-kr. Tekjuafgangur 175.000,-kr.
Kirkjugarður Selfosskirkju. Rekstrarreikningur: Tekjur 7.978.336,-. Gjöld 11.502.024,-kr.
Gjöld umfram tekjur: 3.263.185,-kr. Framkvæmdakostnaður er 3.200.000,-kr. vegna útiframkvæmda við kirkju.
Efnahagsreikningur kirkjugarðs: Eignir 11.898.208,-kr.
Þá lagði Guðmundur fram fjárhagsáætlanir kirkju, kirkjugarðs og hjálparsjóðs fyrir árið 2012.
Reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Þeir eru áritaðir af sóknarnefnd og skoðunarmönnum.
3. Eysteinn Ó. Jónasson formaður flutti skýrslu um starfsemi héraðsnefndar og rakti ýmis mál frá héraðsfundi Suðurprófastsdæmis á Kirkjubæjarklaustri 26. mars 2011. Fundargerð þessa héraðsfundar lá frammi fjölfölduð á aðalsafnaðarfundinum. Fulltrúar Selfosssóknar á héraðsfundi voru Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, sr. Óskar H. Óskarsson og Sigríður Bergsteinsdóttir.
4. Kosning í sóknarnefnd:
A) Einn aðalmaður til 3ja ára í stað Sigríðar Bergsteinsdóttur. Tilnefning kom um Höllu Dröfn Jónsdóttur. Ekki komu fleiri tillögur og var hún því sjálfkjörin.
B) Kosning fjögurra aðalmanna til 1 árs. Eftirfarandi aðalmenn gefa kost á sér áfram: Eysteinn Ó. Jónasson, Sigurjón Erlingsson, Þórður Stefánsson og Erla Rúna Kristjánsdóttir. Fleiri tilnefningar komu ekki og voru þau því sjálfkjörin.
C) Sigríður Bergsteinsdóttir var síðan sjálfkjörinn varamaður.
D) Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir, þau Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theodórsson. Varamenn þeirra voru einnig endurkjörnir þeir Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.
5. Önnur mál:
Kjartan Björnsson flutti þakkir fyrir gott samstarf kirkju og skóla. Hann taldi að utanhússlýsing kirkjunnar mætti vera meiri þá hvatti hann til þess að teknar væru myndir af kirkjunni, umhverfi hennar og starfinu.
Guðmundur Búason ræddi um viðhald kirkjunnar. Þar nefndi hann m.a. leka sem kemur frá bakhlið turns inn í nýju tengibygginguna og þarfnast viðgerðar. Lekinn er vafalaust röskun sem varð í jarðskjálftanum á sínum tíma. Viðgerð verður að framkvæma. Guðmundur nefndi fleiri þætti í viðhaldi s.s. þakmálningu sem fresta verður á þessu ári.
Róbert Guðmundsson í Hveragerði ræddi um nýlega afgreitt útboð á umhirðu og slætti kirkju og kirkjugarðslóðar Selfosskirkju og kvaðst hafa kynnt garðaþjónustu sína. Nefndi hann lágar tölur í þeirri vinnu.
Eysteinn Ó. Jónasson bað Maríu Kjartansdóttur, sem nú lýkur löngu starfi í sóknarnefnd – eða um 30 ár, að taka við blómvendi frá kirkju og samstarfsfólki með þakklæti fyrir langt og gott starf.
María Kjartansdóttir flutti nokkur þakkarorð.
Sr. Óskar H. Óskarsson þakkaði starfsfólki kirkjunnar og öllu því fólki sem kemur í kirkjuna í ýmsum erindum fyrir gott starf. Þar nefndi hann sérstaklega Maríu Kjartansdóttur, Erlu Rúnu Kristjánsdóttur, Halldór Magnússon, Eygló Gunnarsdóttur o.fl.
Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson bauð Höllu Dröfn sérstaklega velkomna í sóknarnefnd og þakkaði öllum fyrir gott starf.
Grímur Hergeirsson fundarstjóri flutti Maríu þakkir og bauð Höllu Dröfn velkomna.
Eysteinn þakkaði fyrir góðan fund. Grímur sleit síðan fundi.
Fundarmenn voru um 55 . Fundi slitið kl. rúmlega 15 .
4. fundur sóknarnefndar 2012 haldinn í rislofti safnaðarheimils þriðjudaginn 6. mars 2012.
Hófst kl. 1800.
Eysteinn Ó. Jónasson setti fund. Fundarefni er verkaskipting sóknarnefndar og aðrar skyldugar kosningar eftir aðalsafnaðarfund.
1. Formaður var kjörinn samhljóða Eysteinn Ó. Jónasson. 1. varaormaður var kjörinn Björn Gíslason og 2. varaormaður Bára Gísladóttir. Ritari var kjörinn Sigurjón Erlingsson og vararitari Halla Dröfn Jónsdóttir (nýr fulltrúi í sóknarnefnd EÓJ) . Gjaldkeri var kjörinn Guðmundur Búason. Safnaðarfulltrúi var kjörinn Þórður Stefánsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir varamaður hans. Þessar kosningar voru allar samhljóða. Kjör varamanna frá 22. mars 2011 er áfram í gildi.
2. Árshátíð kirkjukórsins er fyrirhuguð 17. mars nk. Samþykkt að kirkjan bjóði starfsfólki Selfosskirkju til þessarar árshátíðar.
3. Lögð var fram tillaga að útboði á þakmálningu sem þeir gerðu, Gunnþór (kirkjuvörður) og Sigurjón Erlingsson, ásamt kostnaðaráætlun frá Verkfræðistofu Suðurlands. Þessu verki verði frestað.
Fundi slitið kl. 1845
5. fundur sóknarnefndar 1012 haldinn 20 mars í rislofti safnaðarheimilis.
Hófst kl. 1700
1. Eysteinn formaður setti fund og lagði fram nýútkomið fréttabréf Selfosskirkju : „Kirkjufréttir útg. í mars. Þá lagði hann fram nýja skrá yfir sóknarnefndarmenn Selfosskirkju, varamenn og aðra starfsmenn kirkjunnar ásamt heimilisföngum, síma og netföngum.
2. Þá lagði Eysteinn fram bréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar 14/3 2012 þar sem þökkuð er velvild og stuðningur og sagt frá ýmsu í hjálparstarfinu.
3. Þá lagði Eysteinn fram bréf til Héraðssjóðs Suðurprófastdæmis b.t. Halldóru Þorvarðardóttur prófasts. Bréfið er undirritað af Eysteini ásamt sr. Kristni Ágústi og sr. Óskari. Sótt er um styrk vegna verkefna og þjónustu prests – Ninnu Sifjar við framhaldsskóla – að upphæð 1. millj. kr.
4. Eysteinn kynnti bréf sem hann sendi Viðlagatryggingu fh. sóknarnefndar þar sem óskað er samstarfs vegna leka á turni kirkjunnar o.fl. sem vafalaust er afleiðing af jarðskjálftanum 2008. Skoðunarmenn komu í gær 19. mars og er að vænta bréfs frá þeim.
5. Samþykkt að veitingar verði í safnaðarheimili að lokinni páskamessu.
6. Samþykkt að kjósa 4 úr sóknarnefnd til að yfirfara rekstrarliði kirkjunnar. Tilnefndir voru: Guðmundur Búason, Eysteinn Ó. Jónasson, Grímur Hergeirsson og Halla Dröfn Jónsdóttir.
7. Samþykkt að greiða styrk vegna æskulýðdagsins í Selfosskirkju.
8. Samþykkt að fela Eysteini að flytja kirkjukórnum þakkir fyrir að bjóða sóknarnefnd að taka þátt í ársháðíð kórsins.
9. Sr. Óskar H. Óskarsson setti fram hugmyndir um tónlistar og menningarstarf í Selfosskirkju
Fundi slitið kl. 1800 og undir fundargerð skrifuðu: Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Bára Kr. Gísladóttir, Ninna Sif Svavarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.
——————————————————————————-
6. fundur sóknarnefndar 2012, 17. apríl í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl. 17
Eysteinn setti fund.
1. Hann sagði frá svari frá Héraðssjóði Suðurprófastsdæmis vegna óskar sóknarnefndar sbr. 3. lið síðustu fundargerðar um styrk. Héraðssjóður hefir samþykkt kr. 800 þús. vegna þessa.
2. Þá sagði Eysteinn frá starfi þeirrar nefndar sem kosin var á síðasta fundi, sbr. 6. lið síðustu fundargerðar, til að yfirfara rekstrarliði kirkjunnar. Hann lagði fram minnisblað : „Hugleiðingar um sparnað í Selfosskirkju“. Umræður voru um fjölmarga kostnaðarliði í rekstrinum. Samþykkt að ræða þessar hugmyndir frekar í samráði við prestana.
Fundi slitið kl. 1845 .
Undir fundargerð skrifuðu : Eysteinn Ó. Jónasson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson, Grímur Hergeirsson, Bára Kr. Gísladóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.
7. fundur sóknarnefndar haldinn í rislofti safnaðarheimilis 24. apríl . Hófst kl. 17:00.
Eysteinn formaður setti fund.
1. Rætt var um starf þeirrar 4. manna nefndar sem kosin var 20. mars til að fara yfir rekstrarliði kirkjunnar með tilliti til mögulegs sparnaðar. Allir sóknarnefndarmenn og prestarnir þrír ræddu málið.
2. Erla Rúna sagði að kirkjukvenfélagið hefir ákveðið að gefa 1 millj. kr. fyrir hurðum í nýbygginguna.
Fundi slitið kl. 19:10 og eftirfarandi undirrituðu fundargerð:
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Bára Kr. Gísladóttir, Guðmundur Búason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson, Björn Ingi Gíslason, Eysteinn Ó. Jónasson, Grímur Hergeirsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.
8. fundur sóknarnefndar 2012 í rislofti safnaðarheimilis 15. maí , hófst kl. 17:00
Eysteinn setti fund.
1. Eysteinn las svarbréf frá Viðlagatryggingu dags. 4. maí sl. Er það svar við bréfi sóknarnefndar sem getið er um í fundargerð frá 20. mars s.l. þar sem óskað er kostnaðarþátttöku vegna jarðskjálftatjóns. Viðlagatrygging fellst á greiðslu að upphæð 668.040,- kr. Sóknarnefnd gerir ekki athugasemdir við niðurstöður Viðlagarsjóðstryggingar.
2. Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson kynnti sóknarnefnd að hann færi í námsleyfi frá 1. október næstkomandi í 9 mánuði. Við þann tíma bætist síðan sumarleyfi, þ.a. hann kemur aftur til starfa 1. september 2013. Hann sagði að sr. Axel Árnason héraðsprestur kæmi til starfa í Selfossprestakalli skv. nánara samráði við prófastinn sr. Halldóru Þorvarðardóttur. Sr. Óskar gegnir starfi sóknarprests þennan tíma.
3. Eysteinn kynnti bréf sem sr. Gísli Jónasson prófastur Rvk. prófastsdæmis ritaði fjármálaráðherra um fjármál þjóðkirkjunnar. Sr. Kristinn Ágúst hafði áður sent sóknarnefnd bréfið til kynningar.
4. Sr. Óskar kynnti starfsáætlun fyrir sumarið.
5. Sr. Kristinn Ágúst skýrði frá því að hjónin Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson hefðu afhent kirkjunni „GONG“- bænaskál. Sóknarnefnd færir þeim hjónum bestu þakkir.
6. Rætt var um hurðirnar fyrir nýbygginguna, sem þarf að sníða – sbr. 2. lið síðustu fundargerðar. Bygginganefnd kirkjunnar, Guðmundi, Þórði og Sigurjóni falið að sjá um málið.
7. Hjörtur Þórarinsson kynnti upplýsingamöppu sem félag eldri borgara hefir sett saman um nærþjónustu í Árborg, fyrir eldri borgara.
Fundi var slitið kl. 18:16 og eftirtaldir undirrituðu fundargerð. : Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Grímur Hergeirsson, Kristinn Ágúst Friðfinnsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.
9. fundur sóknarnefndar 2012,
haldinn í rislofti safnaðarheimilis 21. ágúst. Hófst kl. 1700
Formaður Eysteinn setti fund.
1. Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá kirkjustarfinu þ.á.m. fermingarfræðslunni sem nú er hafin. Hann sagði frá messu sl. sunnudag á Silfurberginu vestast í Ingólfsfjalli og frá mótorhjólamanna messu sama dag.
2. Eysteinn kynnti ósk frá Eygló Gunnarsdóttur um styrk vegna tólf spora námskeiðanna sem ætlunin er að halda áfram. „Stuðningur er samþykktur“.
3. Guðmundur Búason sagði frá því að verið væri að smíða innihurðirnar í nýbygginguna og myndu þær væntanlega verða tilbúnar um miðjan september. Þá hefir Guðmundur Kr. Ingvarsson múrarameistari lokið endurlögn á eldri útitröppurnar og búið að setja lögn fyrir vatnshita í þær í stað rafhitunar sem áður var.
4. Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson sagði frá fyrirhuguðu námsleyfi sínu sbr. 2. lið í fundargerð 15. maí sl.
5. Hjörtur Þórarinsson vakti máls á þeim niðurskurði sem verið hefir á fé til kirkjunnar. Umræður voru um málið og á hvern hátt væri hægt að bregðast við.
6. Björn Gíslason taldi að þörf væri á námskeiði fyrir það fólk sem ver í sóknarnefndum. Eysteini er falið að ræða málið við prófastinn.
7. Sr. Óskar minnti á að eftir er að taka ákvörðun um hugsanlega gjaldtöku varðandi barnakórana. Samþ. að fela Eysteini, sr. Óskari og Höllu Dröfn að athuga málið nánar.
8. „Samþykkt að greiða kr. 70 – 80 þús. vegna fermingarfræðslu.“
Fundi slitið kl. 1801 Eftirtaldir mættir og undirrituðu fundargerð:
Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Hjörtur Þórarinsson, Björn Ingi Gíslason, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Gunnþór Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson
10. fundur sóknarnefndar 2012 í rislofti safnaðarheimilis 18. sept. Hófst kl. 17:08
Eysteinn formaður setti fund.
1. Hann kynnti ályktun sem samþykkt var á kirkjuþingi 2011 um kjör til kirkjuþings og verða þær starfsreglur teknar fyrir á kirkjuþingi 2012.
2. Þá kynnti Eysteinn bréf frá Margréti Jónsdóttur kirkjuþingsfulltrúa um þingmálafundi í Suðurprófastdæmi vegna komandi kirkjuþings.
3. Eysteinn sagði frá því að gengið hefði verið frá ráðningarsamningi við Ninnu Sif Svavarsdóttur.
4. Umræður voru um gjaldtöku í barnakórastarfi.
5. Eysteinn sagðist hafa haft samband við prófastinn um námskeið fyrir sóknarnefndarfólk. sbr. lið 6 í síðustu fundargerð. Hefði prófastur tekið vel í þetta erindi.
6. Sigurjón Erlingsson afhenti Selfosskirkju að gjöf eintak af ritgerð sinni „Kirkjugarður Selfoss 1943 – 2012“ . Ritgerð þessi er 12 bls. með myndum og skipulagsuppdráttum og er gerð í 40 eintökum. Prestarnir, starfsfólk og sóknarnefnd fá eintak.
Fundi slitið kl. 18:05 og eftirfarandi undirrituðu fundargerð: Halla Dröfn Jónsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Hjörtur Þórarinsson, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson, Óskar Hafsteinn Óskarsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.
11. fundur sóknarnefndar 2012 í rislofti safnaðarheimilis 16. okt. 2012 .
Eysteinn formaður setti fund kl. 1700 og bauð sérstaklega velkominn sr. Axel Árnason sem gegnir störfum í Selfossprestakalli í fjarveru sr. Kristins Ág. Friðfinnssonar. Sr. Axel þakkaði fyrir góðar móttökur.
1. Eysteinn ræddi um hjálparsjóð kirkjunnar og hlutverk hans.
2. Eysteinn vakti máls á viðtali við sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson sem birtist í blaðinu Fréttatíminn – helgarblaði 12. – 14. okt. sl. .
3. Þá var rætt um væntanlega útgáfu Fréttabréfs Selfosskirkju.
4. Sr. Óskar lagði fram „Starfsáætlun veturinn 2012 – 2013“ .
5. Hjörtur Þórarinsson kynnti aðventutónleika 9. desember nk.
Guðmundur Búason færði kirkjukvenfélaginu sérstakar þakkir fyrir að gefa fé til að smíða fjórar hurðir í nýbygginguna, sem nú eru komnar í.
Fundi slitið kl. 1815 . Eftirtaldir rituðu undir fundargerð : Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Bára Kr. Gísladóttir, Hjörtur Þórarinsson, Axel Á. Njarðvík, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Ingi Gíslason, Ninna Sif Svavarsdóttir og fundarritari, Sigurjón Erlingsson.
12. fundur sóknarnefndar 2012 haldinn í rislofti safnaðarheimilis 20. nóvember.
Hófst kl. 1703.
1. Eysteinn formaður setti fund og minntist á heimsókn vígslubiskups í Skálholti sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, en hann hitti sóknarnefnd að máli 4. nóv. sl. áður en messa hófst í kirkjunni, þar sem sr. Kristján prédikaði.
2. Þá þakkaði Eysteinn þeim sem stóðu að útgáfu nýjustu kirkjufrétta í nóvember 2012.
3. Rædd voru ýmis mál varðandi kirkjustarfið og væntanlegum fundi með biskupi.
4. Halla Dröfn kom því á framfæri að Bergsveinn Theodórsson myndi halda styrktartónleika í Hótel Selfoss til styrktar fyrir „Sjóðinn góða“ sem Selfosskirkja er aðili að.
5. Sr. Óskar sagði frá kirkjustarfinu, „sálmafossi“, landsmóti Æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar og fyrirhugaðri dagskrá á aðventunni.
Fundi slitið kl. 1845 undirritað af eftirfarandi: Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Bára Kr. Gísladóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir,
sr. Ninna Sif sat fundinn en varð frá að víkja skömmu áður en honum lauk. Fundarritari var Sigurjón Erlingsson.
13. fundur sóknarnefndar 26. nóvember sem er 13. fundur á árinu 2012 .
Hófst kl. 1800.
1. Eysteinn formaður setti fund, en gestir fundarins eru starfsfólk kirkjunnar. Á síðasta fundi sóknarnefndar var ákveðið að hafa þennan fund með starfsfólki, m.a. með í huga væntanlega heimsókn biskups. Starfsfólk var innt eftir því hvort það óskaði eftir fundi með biskupi. Starfsfólkið taldi ekki sérstaka ástæðu til þess. Þeir starfsmenn sem sátu fundinn voru Gunnþór Gíslason kirkjuvörðu, Jörg Sondermann organisti, Edit Molnár kórstjóri og Valdimar Bragason aðstoðarkirkjuvörður.
Síðan viku starfsmenn af fundi, en sr. Óskar H. Óskarsson kom til fundar. Voru þá rædd ýmis mál sem framundan eru í kirkjustarfinu.
2. Sr. Óskar ræddi um samveru starfsfólks og sjálfboðaliða í desember.
Fundi slitið kl. 1915 og undir fundargerð rituðu : Guðmundur Búason, Halla Dröfn Jónsdóttir, Björn Ingi Gíslason, Bára Kr. Gísladóttir, Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.
14. fundur sóknarnefndar 6. des. 2012 í rislofti safnaðarheimilis,
hófst kl. 10:30
Gestir fundarins eru biskup Íslands sr. Agnes M. Sigurðardóttir og biskupsritari, Þorvaldur Víðisson. Áður en fundur hófst sátu biskup og biskupsritari morguntíð í kirkjunni.
Eysteinn formaður setti fund og bauð gesti velkomna, en sóknarnefndarmenn kynntu sig fyrir gestunum.
Eysteinn sagði ástæðu fundarins þá helsta að ræða um viðtal við sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson í blaðinu Fréttatíminn ásamt kvikmyndinni „Hreint Hjarta“ sem er um sr. Kristinn og nýlega hefir verið sýnd. Sóknarnefndarfólk gerði grein fyrir áliti sínu og umræður voru um málið.
Fundi slitið kl. 11:30 og auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar rituðu eftirfarandi undir fundargerðina.: Agnes M. Sigurðardóttir, Þorvaldur Víðisson, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Bára Kr. Gísladóttir, Þórður Stefánsson, Grímur Hergeirsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Björn Ingi Gíslason og Erla Rúna Kristjánsdóttir.