Helgihald í Árborgarprestakalli á hvítasunnu

Messa verður við Hellinn í Hellisskógi á hvítasunnudag 8. júní kl. 11:00.
Kirkjukórinn syngur fallega sumarsálma, kórstjóri Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Fermingarmessa verður í Gaulverjabæjarkirkju á hvítasunnudag 8. júní kl. 14:00

Fermingarmessa verður í Villingaholtskirkju á hvítasunnudag 8. júní kl. 14:00

Fermingarmessa verður í Hraungerðiskirkju á anna hvítasunnudag 9. júní kl. 14:00

Vorhátíð Selfosskirkju

Vorhátíð Selfosskirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11:00.

Fjölskyldumessa þar sem Barna- og Unglingakórinn syngja, Stjörnukórinn kemur einnig fram.  Elsti árgangur Unglingakórsins útskrifast og þær sem kveðja fá kross að gjöf frá kirkjunni.  Að lokinni messu verður boðið upp á grillaðar pylsu og ýmislegt skemmtilegt hægt að gera fyrir stóra sem smáa.  Verið velkomin til skemmtilegar fjölskyldustundar í kirkjunni okkar.

Barokkmessa klukkan 20:00

Sunnudaginn 11. maí verðum við með Barokkmessu, þar sem ReykjavíkBarokk sér um tónlistina. Þetta verður skemmtilegt og í raun visst framhald af tónleikum þeirra í kirkjunni fyrr um daginn. Einnig mun Guðný Einarsdóttir organisti leika undir í þeim sálmum sem kirkjukórinn okkar leiðir. Þetta verður hugljúf og nærandi stund. Prestur verður Ása Björk Ólafsdóttir.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað klukkan 11:00, undir leiðsögn Sjafnar og leiðtoganna. Öll eru innilega velkomin!

Skírdagur í Árborgarprestakalli

Á skírdag 17. apríl verður fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00. 25 börn verða fermd svo það er eftirvænting í loftinu enda hátíðleg og fallega stund í lífi þeirra.

Í Laugardælakirkju verður messa kl. 14:00. Organisti Guðmundur Eiríksson, almennur safnaðarsöngur og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Í Eyrarbakkakirkju verður messa kl. 20:00. Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Guðný Alma Haraldsdóttir og prestur Ása Björk Ólafsdóttir.