Kvöldmessa með Unglingakórnum

Sunnudaginn 9. febrúar verður fjölbreytt helgihald í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00.

Í Stokkseyrarkirkju verður hefðbundin messa kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Um kvöldið verður spennandi kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00. Unglingakórinn syngur og með þeim kemur fram hljómsveitin Villingarnir frá Tónlistarskóla Árnesinga, stjórnandi þeirra er Vignir Ólafsson.  Kórinn mun syngja nokkur Disney lög, við heyrum fallega lestra og biðjum saman.  Kórstjóri Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  

Tilraunamessa!

Messa með nýja forminu ásamt altarisgöngu klukkan 11 sunnudaginn 2. febrúar.

Við erum búin að sitja yfir tillögum að nýju messuformi, sem miðar að því að sleppa þéringum og gera messuna aðgengilegri okkur sem byggjum Ísland í dag. Nú er loksins komið að tilraunamessunni og rúsínan í pylsuendanum er að við munum ræða saman eftir messuna yfir kaffibolla eða vatnssopa, til þess að sjá hvað mætti betur fara og hvað okkur líkar sérlega vel við! Prestur er Ása Björk, organisti er Adit Molnár og kirkjukórinn leiðir sönginn. Þú ert velkomin/n og allt þitt fólk.

Sunnudagaskóli klukkan 11 í safnaðarheimilinu. Umsjón hafa Sjöfn og leiðtogarnir. Öll eru innilega velkomin!

Helgihald í Árborgarprestakalli 19. janúar

Sunnudaginn 19. janúar verður helgihald með fjölbreyttum hætti í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11:00

Í Eyrarbakkakirkju verður messa kl. 11:00, Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, orgnaisti verður Guðný Alma Halldórsdóttir og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Í Gaulverjabæjarkirkju verður messa kl. 14:00. Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Í Selfosskirkju verður kvöldmessa kl. 20:00. Kirkjukórinn syngur og spilar, tónlistin verður létt og ljúf. Kórstjóri Edit A. Molnár og prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Bænastundir í Selfosskirkju

Við viljum vekja athygli á vikulegum bænastundum í Selfosskirkju.
Á þriðjudögum kl. 12:00 er kyrrðarbæn, setið er kirkjunni í bæn, þögn og íhugun í 20 mínútur.
Á miðvikudögum kl. 10:00 er bænastund inni í kirkjunni og eftir bænastundina sem er í kringum 15 mínútur er boðið upp á kaffisopa og gott samtal í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið velkomin til samveru í kirkjunni okkar!

Barnakór Selfosskirkju

Barnakór Selfosskirkju auglýsir eftir fleiri söngelskum börnum! Í kórnum er fullt af kátum krökkum í 2.-4. bekk sem ætla að syngja m.a. í messum, á skemmtikvöldum og vortónleikum. Svo verður vorferð og aldrei að vita nema við syngjum og skemmtum okkur með fleiri barnakórum!
Starfið hófst aftur þriðjudaginn 7. janúar og kóræfingar eru á milli klukkan 16:00-16:45 á þriðjudögum. Allt kórastarf í Selfosskirkju er ókeypis og hægt er að skrá sig á selfosskirkja.skramur.is eða hafa samband við Bergþóru Kristínardóttir í berg.runars@gmail.com

Blá messa og fleira sunnudaginn 15. desember

11:00 Sunnudagaskóli undir leiðsögn Sjafnar og leiðtoganna

15:00 Jólasöngstund sem unglingakórinn okkar leiðir og kaffisala til styrktar kórnum í lok stundarinnar. Gestasöngvari er Maríanna Másdóttir og kórstýra/meðleikari er Edit A Molnár

20:00 Blá jólamessa, hugljúf stund sniðin að þeim sem hafa misst, finna til saknaðar eða kvíða í aðdraganda jóla. Séra Ása Björk leiðir stundina og tónlistina leiða kirkjukórinn ásamt Edit organista

Öll eru innilega velkomin í allar stundirnar