Margt framundan í Selfosskirkju

Þó vorið sé komið og fermingum í Selfosskirkju lokið er nóg framundan hjá okkur.

Fimmtudaginn 12. maí kl. 18:00, boðum við til fundar vegna fermingarfræðslu næsta árs. Á fundinn mæta foreldrar verðandi fermingarbarna, foreldrar barna fædd 2009 sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig við byggjum fræðsluna upp. Við opnum líka fyrir skráningar í fermingarfræðsluna þar sem fermginardagurinn er einnig valinn. Það er alltaf spennandi að taka á móti og kynnast nýjum hópi fermingarbarna. Fundurinn er fyrir öll börn sem vilja fermast í Árborgarprestakalli eða í Selfosskirkju, Stokkseyrarkirkju, Eyrarbakkakirkju, Gaulverjabæjarkirkju, Villingholtskirkju, Hraungerðiskirkju og Laugardælakirkju. Fyrir þau sem ekki komast á fundinn birtast upplýsingar um fræðsluna hér inn á heimasíðunni undir fermingarstörfin.

Framundan er einnig kóranámskeið fyrir 1.-2. bekk. Á námskeiðinu er farið í tónlistarleiki og mikið sungið. Kennarar á námskeiðinu eru Kolbrún Berglind Björnsdóttir og Edit A. Molnár. Námskeiðið verður dagana 17. og 20. maí kl. 17:00-17:45 og 24. maí kl. 17:15-18:00. Skráð er á námskeiðið á netfangið edit@simnet.is

Sunnudaginn 15. maí verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00. Það verður gott að koma í kirkjuna, hlusta á fallega sálma og ná sér niður eftir fjörugar kosningar og Eurovision.

Velkomin í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta

Verið velkomin í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta og takið þátt í skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna.

Hægt er að koma á milli kl. 11 og 13 og fara í ratleik og þau sem taka þátt fá smá verðlaun að lokum.

Vegabréfsstimipill fyrir þau sem eru að safna stimplum í Vor í Árborg leiknum

Umsjón hafa Sjöfn, Gunnar og Guðbjörg

Samtal um sorg og áföll

Það er gerir mörgum gott sem hafa gengið í gegnum sorg eða áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum og rætt í trúnaði og einlægni um líðan sína.
Í apríl og maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. 
Byrjað verður á stuttu erindi um sorg og áföll, síðan er boðið upp á samtal.
Samveran verður í Safnaðarheimili Selfosskirkju, hún hefst kl. 18:00 og stendur yfir í um klukkutíma
Samveran verður miðvikudagana 13. og 20. apríl og 4. og 11. maí.
Umsjón hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 865 4444 eða á netfanginu gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is.

Helgihald í dymbilviku og páska

Nú getum við með mikilli gleði sagt að helgihald í dymbilviku og um páska verði með hefbundnum hætti og mikið verður gott að hittast þessa daga. Hér er yfirlit yfir það sem verður í Selfosskirkju og sömuleiðis öðrum kirkjum prestakallsins.

Selfosskirkja
10. apríl, pálmasunnudagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11:00 og 13:00.

Athugið að engin sunnudagaskóli verður þennan sunnudag.

Selfosskirkja
14. apríl, skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11:00 og 13:00

17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 08:00, kirkjukórinn syngur, organisti Edit A. Molnár, prestur Gunnar Jóhannesson. 
Sóknarnefnd Selfosskirkju býður í morgunkaffi að messu lokinni.

Laugardælakirkja: 14. apríl, skírdagur
Messa í Laugardælakirkju kl. 14:30, almennur safnaðarsöngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Pílagrímaganga í Árborgarprestakalli: 15. apríl, föstudagurinn langi
Byrjað verður með helgistund í Eyrarbakkakirkju kl. 11:00 og gengið í Stokkseyrarkirkju þar sem endað verður með helgistund. Umsjón Guðbjörg Arnardóttir

Eyrarbakkakirkja: 17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 08:00, kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Arnaldur Bárðarson

Stokkseyrarkirkja: 17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 11:00, kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Arnaldur Bárðarson

Hraungerðiskirkja: 17. apríl, páskadagur
Hátíðarmessa kl. 13:30, kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Arnaldur Bárðarson

Villingaholtskirkja: 18. apríl, annar páskadagur
Hátíðarmessa kl. 11:00, kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Gaulverjabæjarkirkja: 18. apríl, annar páskadagur
Hátíðarmessa kl. 14:00, kirkjukórinn syngur, Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir

Kvöldmessa í Selfosskirkju

Kvöldmessa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 27. mars kl. 20:00.
Unglingakórinn syngur og fær liðsstyrk frá fyrrum félögum Unglingakórsins sem dusta rykið af raddböndunum og koma aftur syngjandi í kirkjuna okkar. Þetta verður falleg og góð stund. Stjórnandi og undirleikari verður auðvitað Edit A. Molnár og prestur Gunnar Jóhannesson.
Ætla má að fyrrum kórfélagar dragi fram krossinn sinn og beri um hálsinn.

Sunnudagaskóli verður sama sunnudaginn á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Umsjón með stundinni hefur Sjöfn Þórarinsdóttir ásamt leiðtogum.

Bendum einnig á messu sem verður í Stokkseyrarkirkju sama sunnudag kl. 11:00.

Frétt af kóranámskeiði

Mikið sem var gaman að fá hann Magnús Hlyn fréttamann í heimsókn til okkar á kórnámskeið. Námskeiðið gekk heldur betur vel og gaman að sjá þessa flottu krakka prófa að vera í kór, þau eru sko efnileg. Þær eru líka frábærar í þessu Edit og Kolbrún Berglind og ætla þær að bjóða aftur upp á svona námskeið í maí í kirkjunni okkar.

https://www.visir.is/g/20222236311d/stanslaust-stud-a-koranamskeidum-i-selfosskirkju?fbclid=IwAR3TUDLSLSAaF92je8lyiUDDkNKsDVoPjyJcWTBoYZHY3cruRzA90tqyVqA