5. Fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn þriðjudaginn 26. jan. 2021. kl. 17.30
Mætt voru: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason, Guðrún Guðbjartsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Petra Sigurðardóttir, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr. Gunnar Jóhannesson og Guðrún Tryggvadóttir sem ritaði fundinn .
Dagskrá.
1. Fundur settur. Björn Ingi setti fundinn
2. Ráðning æskulýðsfulltrúa staðfest.
Tveir einstaklingar sóttu um starfið, bæði voru tekin í viðtal. Sjöfn Þórarinsdóttir var ráðin og hefur hún hafið störf.
3. Ákvörðun um Aðalsafnaðarfund.
Stefnum á að hafa aðalsafnaðarfund 3. mars ef samkomutakmarkanir leyfa.
4. Tiltektardagur í vor, tillaga.
24. apríl ætlum við að endurtaka tiltektardag sóknarnefndar. Klippa á alla runna, hreinsa beð og bjóða upp á veitingar.
5. Önnur mál.
Guðmundur kynnti fyrir okkur drög að ársreikningum 2020 fyrir kirkjuna, hjálparsjóð Selfosskirkju og kirkjugarðinn.
Þórður hefur skoðað kostnað við að skipta um járn á þak á safnaðarheimilinu og einnig á turninum. Þórður og Guðmundur ætla að fara í að ræða við verktaka um að gera þetta á þessu ári.
6. Fundargerð lesin. Fundi slitið kl 19:10. Fundaritari Guðrún Tryggvadóttir