Uppstigningardagur og næsti sunnudagur

Uppstigningardagur 18. maí og dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Hörpukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

Messa sunnudaginn 21. maí kl. 11:00 í Selfosskirkju.  Kirkjukórinn syngur. 

Sunnudagaskóli kl. 11:00, öll börn alltaf velkomin!

Morgunbænir þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15.

Minnum á opna söngstund í Selfosskirkju fimmtudaginn 23. maí kl. 19:30.

Sunnudagurinn 14. maí 2023

Selfosskirkja

Sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn alltaf velkomin.

Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kirkjukór syngur.

Minnum á morgunbænir þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 9:15.

Uppstigningadagur 18.maí- og dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 11. Hörpukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.

Eyrarbakkakirkja

Fermingarmessa kl. 11. Kirkjukór leiðir söng. Haukur Arnarr Gíslason organisti.

Messa og sunnudagsskóli á öðrum sunnudegi eftir páska. Og súpa.

Messa og sunnudagsskóli verður í Selfosskirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 11. Prestsþjónustu sinnir sr. Gunnar Jóhannesson. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng og Ester Ólafsdóttir spilar á orgelið. Sunnudagsskólinn í umsjá Sjafnar Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa.
Súpa verður í safnaðarheimilinu eftir messuna og þá gegn vægu gjaldi. Verið velkomin.

Mögnuð tónlist í Selfosskirkju

Kirkjukór Selfosskirkju, undir stjórn Edit Anna Molnár, tók þátt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju í annað sinn. Fyrst á jólatónleikum þess í desember sl., og síðan 8. apríl á páskatónleikum hljómsveitarinnar „Magnificat“.
Einsöngvarar á þessum tónleikunum voru Helga Rós Indriðadóttir sópran, Gunnlaugur Bjarnason barítón. Auk þeirra komu þrir kórar fram með hljómsveitinni. Þetta voru Kirkjukór Selfosskirkju, Kammerkór Norðurlands og Skagfirski kammerkórinn. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson.
Seinni hluti tónleikanna var helgaður hinu magnaða verki Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter.
Takk fyrir frábæra frammistöðu og ógleymanlega tónleika.

Myndbandið lítur upp yfir kirkjubekkinn og sýnir frá æfingu fólksins.

Kórfólkið í Selfosskirkju og reyndar allt tónlistarfólkið lagði mikla undirbúningsvinnu í verkið eins og heyra mátti af flutninginum.

Frá samæfingu kórsins
Kóranir og hljómsveitin stillir strengi.

Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson ávarpar áheyrendur

Edit Anna Molnár kórstjóra þakkað fyrir og klappað lof í lófa eftir ríkulega sáningu og uppskeru.

Helgihald um bænadaga og páska í Árborgarprestakalli

6. apríl – skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11 og 13.
Messa í Laugardælakirkju kl. 15:00. Að messu lokinni fer aðalsafnaðarfundur sóknarinnar fram í kirkjunni.

7. apríl – föstudagurinn langi
Pílagrímaganga kl. 9:45. Gengið verður frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju. Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju og verður staldrað við á leiðinni til stuttra hugleiðinga.

8. apríl – Laugardagur fyrir páska
Magnificat – Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju kl. 16 (miðasala á tix.is).

9. apríl – páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkja kl. 08:00. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum til morgunverðarborðs í safnaðarheimilinu.
Hátíðarmessa í Eyrarbakkakirkja kl. 08:00
Hátíðarmessa í Stokkseyrarkirkja kl. 11:00
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkja kl. 11:00

10. apríl – annar páskadagur
Messa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00
Messa í Gaulverjabæjarkirkja kl. 14:00

Gleðilega páska og verið öll hjartanlega velkomin til góðra og gefandi kirkjustunda yfir páskanna.

Pílagrímaganga á föstudaginn langa – Golgataganga 2023

Föstudaginn langa, föstudaginn 7. apríl nk, verður gengin pílagrímaganga frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju.

Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju kl. 9:45.  Gengnir verður síðan þessi 3 km áleiðis að Selfosskirkju. Staldrað verður víða við á leiðinni til stuttra hugleiðinga. Stundum verður gengið í þögn og stundum ekki. Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og dr. Guðmundur Brynjólfsson, djákni.  

Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni.  Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nestisbita. Þessi ganga gæti hent öllum og ekki síst börnum. Verið velkomin.

mynd frá föstudeginum langa 2019 er gengin var svipuð pílagrímaganga

Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar

Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar er boðaður og verður haldinn að lokinni messu á skírdag 6. apríl 2023. Messan hefst kl. 15 og fundurinn því laust fyrir kl. 16.

Sóknarnefnd boðar til aðalsafnaðarfundar með minnst viku fyrirvara og skal greina frá
dagskrá fundarins í fundarboði. Sóknarnefnd skal í samráði við starfandi sóknarprest og/eða
starfandi prest boða til aðalsafnaðarfundar sóknarinnar. Fundinn skal auglýsa með þeim hætti
sem venja er til um messuboð.
Þar skal taka fyrir eftirfarandi:

Gera grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Gera grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og
varamanna þeirra til árs í senn.
Kosning sóknarnefndar, sbr. 6. gr. starfsreglna þessara.
Kosning í aðrar nefndir, ráð og trúnaðarstörf.
Önnur mál.

Hjálagt eru starfsreglur um söfnuði og sóknarnefndir

Hátíðarguðsþjónustur í Árborgarprestakalli    Verið velkomin til kirkju á helgum jólum 2022

Aðfangadagur 24. desember 

Selfosskirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Stokkseyrarkirkja – Aftansöngur kl. 18:00 
Eyrarbakkakirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30
Selfosskirkja – Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30     

Jóladagur 25. desember 

Hraungerðiskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Laugardælakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13:00 
Gaulverjabæjarkirka – Hátíðarguðsþjónusta kl. 15:00   

Annar dagur jóla 26. desember 

Villingaholtskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 
Ljósheimar – Helgistund kl. 13
Móberg – Helgistund kl. 14  

Gamlársdagur 31. desember 

Selfosskirkja – Guðsþjónusta kl. 17:00   

Guð gefi öllum gleðilegra og friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár.