Fundargerðir maí 2005 – des 2008

Fundur sóknarnefndar 12 maí 2005 í skrifstofu sóknarprests. Hófs kl. 18:00.

Nýkjörinn formaður Jóna Bára Jónasdóttir setti fund.

1.          Í upphafi fundar flutti fyrrv. formaður Eysteinn Jónasson þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginkonu sinnar. Einnig óskaði hann nýjum formanni velfarnaðar í sínu starfi.

2.          Formaður sagði frá samtali sínu við prófast sr. Úlfar Guðmundsson um ýmsa þætti varðandi væntanlegan héraðsfund 29. maí nk. á Selfossi. Fulltrúar sóknarnefndar verða þau María Kjartansdóttir og Ólafur Ólafsson.

3.          Garðar Einarsson lagði fram teikningu og kostnaðaráætlun um framkvæmdir í kirkjugarði þe. malbikun á göngustígum og uppsetningu ljósastólpa ofl. Kostnaðaráætlun er kr. 3.449.450,-. Áætlunin er gerð af Landformi. Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi samþykkt: „Sóknarnefnd felur Garðari Einarssyni að sjá um, í samstarfi við „Landform” að verk þetta verði framkvæmt með útboði sem fyrst. Sú breyting verði þó gerð að göngustígur 54,7m2 í nýrri garðinum falli brott og einu ljósi verði bætt við á vesturenda malbikaðs stígs sem er 297,7m2 . Núverandi hellulagður stígur þvert yfir eldri garð verði lagfærður.” Samþykkt samhljóða.

4.          Garðar lagði fram fundarboð um aðalfund Kirkjugarðasambands Íslands sem verður haldinn á Hótel Selfossi þann 28. maí nk. og mun Selfosssóknarnefnd sjá um ýmsa þætti svo sem venja er þar sem fundur er haldinn. Fulltrúar sóknarnefndar verða : Eysteinn Jónasson, Jóna Bára Jónasdóttir og Garðar Einarsson

5.          Eygló Gunnarsdóttir sýndi fundarmönnum borðfána sem kirkjunni var gefinn af Íþróttafélagi aldraðra í Kópavogi er félagsmenn voru hér á ferð.

Fundi slitið kl. 19:10 en eftirtaldir sátu fundinn.:

Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Jósefsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Garðar Einarsson, Gunnar Á. Jónsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.



Fundur sóknarnefndar 2. október 2005 í skrifstofu sóknarprests að lokinni messu. Hófst klukkan 1200

1.        Formaður, Jóna Bára, setti fund og kynnti þakkarbréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir að fá að halda fund stofnunarinnar í kirkjunni 9. apríl s.l.

2.        Kynnt bréf frá kirkjugarðaráði dagsett 6. júní s.l. um nýjar reglur um greiðslu kostnaðar við útfarir.

3.        Erindi vegna væntanlegrar Færeyjaferðar í júní n.k.   Samþykkt að greiða farið fyrir Glúm og einleikara og er fargjald kr. 70 þúsund á mann. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál:

4.        Ólafur Ólafsson lagði til að hamlað verði gegn mannvirkjum í kringum einstök leiði og farið að lögum.

5.        Sigurjón Erlingsson sagði frá gangi mála varðandi nýjan kirkjugarð í Fossnesi. Samþykkt að fela Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt að taka að sér skipulagsvinnu á nýja garðinum.

6.        Garðar sagði frá útboði á stígagerð og lagfæringum á núverandi kirkjugarði. Fjögur tilboð bárust. Lægstbjóðandi var Vélgrafan ehf. 4.374.000,-. Verkið hefst á næstu dögum og lýkur í október.

            Fundi slitið kl. 1300 en fundinn sátu : Gunnar Björnsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson.
Eysteinn Ó. Jónasson, Garðar Einarsson, Gunnar Á. Jónsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 27. nóvember eftir messu
hófst kl. 1300 í skrifstofu sóknarprests.

Form. Jóna Bára Jónasdóttir setti fund.

1.            Bréf frá Landssambandi andi Gídeonfélaga sem óskar eftir 10 þús. kr. fjárstuðningi. Samþykkt.

2.            Rætt um 50 ára afmæli Selfosskirkju 25. mars nk. og hvernig það verði haldið hátíðlegt. Stefnt skal að afmælisfagnaði. Til að undirbúa málið, fyrir hönd sóknarnefndar, eru tilnefndir Jóna Bára, María Kjartansdóttir og Eysteinn Ó. Jónasson. Samþykkt.

3.            Oddur Hermannsson landslagsarkitekt sýndi sóknarnefnd vinnu sem hann hefir gert um nýjan kirkjugarð í Fossnesi. Hann hefir nú mælt garðinn upp og gert útreikninga á rýmisþörf til næstu 60 – 70 ára. Á þeim grunni hefir nú verið sent bréf til Tækni og veitissviðs Árborgar dagsett 22. nóvember þar sem sóknarnefnd sækir um stækkun á garðinum þannig að það landsvæði, sem skv. aðalskipulagi er sýnt sem 4,7 ha. og boðið er nú undir kirkjugarð, verði stækkað í 9,1 ha.

                Fundi slitið eftir kynninguna en eftirtaldir sátu fundinn.

                Jóna Bára Jónasdóttir, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Garðar Einarsson, Eysteinn Ó. Jónasson og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.



Fundur sóknarnefndar 15. janúar 2006 að lokinni messu. Haldinn í skrifstofu prests og hófst kl. 1220.

Eysteinn Jónasson setti fund skv. ósk formanns og sagði frá Gunnari Á Jónssyni sóknarnefndarmanni sem er forfallaður vegna sjúkrahúsvistar.

1.        Fram kom að formaður, Jóna Bára, hefir óskað eftir að létta af sér vinnu vegna heilsufars. Þar sem láðst hefir að kjósa varaformann var það gert nú. Tillaga kom fram um Eystein Jónasson. Samþ. samhljóða.

2.        Rætt um undirbúning vegna 50 ára afmælis Selfosskirkju þann 25. mars n.k. Samþykkt að boðið verði upp á kaffidrykkju í Hótel Selfoss að aflokinni messu.

3.        Guðmundur Búason kynnti drög að ársreikningi kirkjunnar. Þá gat hann þess að greiðslur til kirkjukórs hefðu staðið í stað síðan 1999 og lagði til hækkun, 20 þúsund kr. fyrir messu og 40 þúsund fyrir jarðarför. Samþ. samhljóða og taki þessi hækkun til ársins 2005. Þá var samþykkt samhljóða að eftirleiðis fylgi þessar greiðslur launavísitölu.

4.        Glúmur Gylfason sagði að verið væri að vinna að útgáfu geisladisks með Kirkjukór Selfoss í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar. Samþykkt að greiða allan kostnað við útgáfu disksins, enda komi tekjur af sölu hans aftur til tekna.

5.        Rætt var um undirbúning að afmælishátíð kirkjunnar. Sr. Gunnar kynnti drög að dagskrá sem ætlað er að verði bæði laugardag og sunnudag 25. og 26. mars. Þá verði einnig messa 2. apríl í tilefni afmælisins.

            Fundi slitið kl. 1320 en mættir voru: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Björnsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Guðmundur Búason, Jóna Bára Jónasdóttir, Ólafur Ólafsson, Garðar Einarsson og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 9. mars 2006 í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 2100.

Eysteinn setti fund.

1.        Guðmundur Búason reikningshaldari kirkjunnar kynnti reikningana. Samþ. að þeir fari til aðalfundar.

2.        Kynnt svarbréf frá Einari Njálssyni bæjarstjóra við bréfi sóknarnefndar um nýjan kirkjugarð dags. 22. nóvember. Bréf bæjarstjóri er dagsett 16. janúar, þar kemur m.a. fram að ekki er orðið við þeirri ósk sóknarnefndar um stækkun fyrirhugaðs garðs til norðurs. Skv. upplýsingum frá Þorvaldi Guðmundssyni formanni skipulagsnefndar bæjarins að Skipulag ríkisins er nú með nýju aðalskipulagstillöguna til skoðunar og samþykkt hennar því ekki lokið.

Fundi slitið kl. 2210.

Fundinn sátu Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir,Guðmundur búason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.



Aðalsafnaðarfundur árið 2006 haldinn í safnaðarheimili eftir messu, sunnudaginn 12. mars. Hófst klukkan 1220.

Eysteinn Jónasson varaformaður setti fund og bað Hjört Þórarinsson að stýra fundi og Sigurjón Erlingsson að skrifa fundargerð.

1.        Eysteinn flutti skýrslu sóknarnefndar um það sem helst hefir gerst á liðnu starfsári. Síðan bað hann Glúm Gylfason organista að segja frá söngmálum á vegum kirkjunnar, barnakór, unglingakór kirkjunnar ásamt útgáfumálum.

2.        Sr. Gunnar Björnsson flutti skýrslu sóknarprests um starfið á árinu og sagði frá fyrirhuguðu 50 ára afmæli kirkjunnar sem fagnað verður um helgina 25. – 26. mars nk. Þar má helst telja að guðsþjónustur voru 67. Aðrar almennar safnaðarguðsþjónustur 206. Barnaguðsþjónustur 21. Aðrar guðsþjónustur, bæna og helgistundir 16. Tala fermdra 91. Tala altarisgesta 1929. Greftranir innan prestakalls 25 en utan prestakalls 21. Fermingarbörn 91. Skírnir 40. Hjónavígslur 17. Heimsóknir grunnskólabarna á aðventu 19.
Þvínæst flutti Eygló Gunnarsdóttir djákni sína ársskýrslu. Þar er helst að telja: Kirkjuskóla í félagsmiðstöð, helgistundir á Ljósheimum, tíðarsöngvar í kirkju, foreldramorgna, sunnudagaskóla, 20 heimsóknir á Kumbaravog og 8 á Sólvelli. Eygló lét þess getið að Guðbjörg Arnardóttir starfaði með henni að þeim athöfnum sem fram komu í hennar máli.

3.        Guðmundur Búason reiknishaldari og gjaldkeri kirkjunnar flutti reikningana.
Rekstrarreikningur Selfosskirkju                                    Niðurstöðutölur:                          29.475.439,-
Tekjuafgangur:                                                                       2.802.445,-
Efnahagsreikningur     “                                                      Eignir alls:                                      213.686.234,-

            Hjálparsjóður               “                                                        Tekjur á árinu:                                 1.047.361,-
Gjöld:                                                     754.000,-
Tekjuafgangur:                                   445.461,-
Efnahagsreikningur hjálparsjóðs                                   Eignir alls:                                          3.019.297,-

Kirkjugarður Selfoss                                                            Tekjur:                                             10.096.062,-
Gjöld:                                             10.928.9976,-

                                            Með fjármunatekjum eru tekjur umfram gjöld:                                   1.678.335,-
Efnahagsreikningur kirkjugarðs                                      eign:                                                  39.613.583,-

Með reikningum fylgdi rekstraráætlun fyrir árið 2006 fyrir kirkju og kirkjugarð.
Eysteinn sagði frá því að fyrirhuguð væri málun kirkjunnar og etv. viðgerðir á komandi sumri.

4.        Eysteinn sagði frá starfi héraðsnefndar, en héraðsfund sátu f.h. kirkjunnar Eygló Gunnarsdóttir og Ólafur Ólafsson.
Eysteinn og Sigurjón Erlingsson sögðu frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð og ráðningu Odds Hermannssonar landslagsarkitekts til skipulagningar garðsins.
Magnús Hlynur Hreiðarsson spurði um hvenær ætla mætti að nýr kirkjugarður yrði tilbúinn. Þá óskaði hann eftir meiri upplýsingum um kirkjustarfið t.d. með útgáfu fréttabréfs. Hann óskaði eftir að tónlistarfólk yrði fengið í meira mæli en nú er til að lífga upp á athafnir í kirkjunni. Þá lagði Magnús til að kirkjan gæfi sýslumannsembættinu fíkniefnahund sem nú vantar og kostar um 2 miljónir króna. Yrði það gert í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar.
Eysteinn svaraði hugmyndum og ábendingum Magnúsar.
Ólafur Ólafsson taldi að ríkissjóður ætti að kosta fíkniefnahund.

            Hjórtur Þórarinsson sleit fundi kl. 1340                         Fundarritari: Sigurjón Erlingsson

Fundur sóknarnefndar 3. apríl 2006
Haldinn í safnaðarheimili, hófst kl. 1930.

Eysteinn Jónasson setti fund.

Kosning aðal- og varafulltrúa á kjördæmisfund í 9. kjördæmi sem er Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnesprófastdæmi.

Kjörnir voru:

                Aðalfulltrúi: Ólafur Ólafsson

                Varafulltrúi: Guðmundur Búason.

Tilnefning fulltrúa fyrir kjördæmisþing til setu á kirkjuþingi.

Tveir fulltrúar verða kjörnir úr 9. kjördæmi.

                Tilnefndir eru:

                Aðalmenn:         Eysteinn Ó. Jónasson og Halldór Magnússon

                Varamenn:         María Kjartansdóttir og Friðsemd Eiríksdóttir.

Eftirtaldir sátu fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Búason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 29. maí 2006 í safnaðarheimili. Hófst klukkan 1900.

1.      Formaður Eysteinn setti fund og kynnti bréf frá Glúmi Gylfasyni organista þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum næsta haust eða 1. september 2006 af heilsufarsástæðum. Býðst hann til að vera við vinnu septembermánuð með nýjum organista. „Samþykkt samhljóða að fela Eysteini að auglýsa stöðuna”.

2.      Bréf frá Stefáni Þorleifssyni þar sem hann segir stöðu sinni lausri sem stjórnanda Unglingakórs Selfosskirkju frá 31. ágúst nk.

3.      Þá kom fram að Guðbjörg Arnardóttir er nú að láta af störfum þar sem hún hefir fengið veitingu fyrir Oddaprestakalli. Sóknarnefnd flytur þessum ágætu starfsmönnum bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

4.      Garðar Einarsson kirkjuvörður sagði frá ferð sinni á aðalfund Kirkjugarðasambandsins á Akureyri sem haldinn var helgina 20. – 21. maí sl.

5.      Þá lagði Garðar fram kostnaðaráætlun fyrir innanhúss málningu í safnaðarheimili og forstofu við hana auk stigagangs þar og á kórloft, kr. 297.410,-. Áætlunin er lögð fram af Hannesi Garðarssyni fh. Málningarþjónustunnar H/F.

6.      Sigurjón Erlingsson lagði fram bréf frá Einari Njálssyni bæjarstjóra þar sem staðfest er úthlutun á nýjum kirkjugarði í Fossnesi, 4,7 ha. að stærð. Heimilt er nú að hefja skipulagsvinnu og hefir Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt verið falið að hefja verkið. Kynnt svarbréf til bæjarstjórnar þar sem sóknarnefnd tekur við þessari úthlutun með þeim fyrirvara að hún treysti því að fá síðar viðbótarland sem hún hefir sótt um.

                                                                                                               Fundi slitið kl. 2000

Fundinn sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar:

Eysteinn Ó. Jónasson, Eygló J. Gunnarsdóttir (djákni), Garðar Einarsson (kirkjuvörður),

Jóna Bára Jónasdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Ólafur Ólafsson og Guðmundur Búason.



Fundur sóknarnefndar 20. júlí í safnaðarheimili kirkjunnar.

fundur settur kl. 1930.

1.      Farið var í gegnum umsóknir organista sem eru þessir:

         1.            Natalia Chow

         2.            Keith Reed

         3.            Edit Molnár

         4.            Julian Edu Isaes

         5.            Jörg E. Sondermann

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundur sóknarnefndar 27. júlí 2006 í safnaðarheimili. Hófs kl. 19:15

1.      Fundarefni er heimsóknir umsækjenda um starf organista og viðtöl við þá.   Mættir voru Kári Þormar og Guðmundur Sigurðsson fh. organistafélagsins sem er deild í FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna). Eru þeir sóknarnefnd til aðstoðar við val á organista sem hlutlausir aðilar. 

         Fyrst var rætt við Bataliu Chow og síðan við Jörg Sondermann. Edit Molár og Julian Edvard Isaacs eru erlendis. 

         Keith Reed hefir nú ráðið sig annarsstaðar og er því ekki lengur á skrá umsækjenda. 

         Síðan var rætt við Edit Molnár símleiðis en hún er nú stödd í Ungverjalandi og síðast við Julian Edward Isaacs í síma. Í þeim samtölum var stuðst við hátalara. Sóknarnefnd er ljóst skv. umsóknum að allir umsækjendur eru vel menntaðir og með mikla starfsreynslu. Eftir miklar umræður var samþ. að fela Eysteini að ræða frekar við Jörg Sondermann. Endanleg ákvörðun ekki tekin.

2.      Sigurjón sagði frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð.

Fundi slitið kl. 22:15

Mættir á fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar.



Fundur sóknarnefndar 6. desember 2006 í safnaðarheimili. Hófst kl. 18:00

1.      Eysteinn Jónasson setti fund og bauð nýjan organista velkominn – Jörg Sondermann, jafnframt flutti hann fráfarandi organista Glúmi Gylfasyni þakkir fyrir frábærlega gott starf, en þeir voru báðir gestir fundarins. Jafnframt staðfestir sóknarnefnd ráðningu Jörg Sondermanns sem ákveðin var á s.l. vori en hann hóf störf 1. september s.l.

2.      Garðar kirkjuvörður sagði frá því að framkvæmdum í kirkjugarði væri nú lokið en ýmsar lagfæringar á göngustígum voru gerðar, malbikun ásamt lýsingu.

3.      Sigurjón sagði frá stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð.

4.      Þá varð staðfest ráðning Edit Monár í hlutastarf við barnakórana frá 1. sept. s.l.

5.     Eysteinn Jónasson færði fráfarandi organista Glúmi Gylfasyni blómvönd og ítrekaði þakkir til hans.

6.      Glúmur þakkaði og flutti síðan skilnaðarræðu ásamt því að hann afhenti sóknarnefnd fróðlega samantekt sem hann hefir gert um tónlistarsögu Selfosskirkju, þá færði hann nefndarmönnum og kirkjukórnum að gjöf nýjan geisladisk þar sem hann leikur orgelverk eftir Bach á orgel Selfosskirkju.

7.      Jörg Sondermann sagði frá ýmsu sem hann hefir í huga varðandi nýja starfið.

8.      Garðar sagði frá því að vestfirskar konur efndu til kaffisölu í safnaðarheimili fyrir skömmu og gáfu hjálparsjóði kirkjunnar andvirðið kr. 32.500,-

Fundi slitið kl. 19:10 og snæddur þar á eftir kvöldverður í boði kirkjunnar.

Á fundinum voru: Garðar Einarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 13. febrúar 2007. Hófs kl. 15:30 í safnaðarheimili.

Gestur fundarins er Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti sem er að vísitera kirkjuna.

Sr. Sigurður ávarpaði fundinn í upphafi og óskaði eftir því að sóknarprestur sr. Gunnar Björnsson sagði frá helgihaldi og starfsemi kirkjunnar. Sr. Gunnar ásamt Eygló djákna sögðu frá starfinu. Þá gaf Eysteinn upplýsingar um starfsmannahald við kirkjuna, kórastarf ofl.

Varðandi kirkjugarð skýrði Sigurjón Erlingsson frá því að bæjaryfirvöld hefðu fengið loforð frá landaeigendum á Selfossjörðinni fyrir stækkun á núverandi garði til norðurs – spildu sem yrði álíka stór og nýrri hluti garðsins. Yrði það nægilegt næstu 10 – 15 árin. 

Guðmundur Búason (gjaldkeri) gerði grein fyrir fjárhagsstöðu kirkju og kirkjugarðs. Þá var gerð grein fyrir gjöfum til kirkjunnar og öðrum munum sem hafa bæst við eignaskrá. 

Því næst flutti sr. Sigurður sóknarnefnd þakkir.

Sameiginleg kaffidrykkja var síðan í fundarlok.

Á fundinn voru mættir eftirtaldir.: Sigurjón Erlingsson fundarritari, Guðmundur Búason, Gunnar Björnsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Steingrímur Ingvarsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir og Garðar Einarsson



Fundur sóknarnefndar 4. mars 2007 í safnaðarheimili að lokinni messu.
Hófst kl 12:15

1.      Eysteinn Jónasson setti fund og kynnti bréf frá prófasti um fyrirhugaðan héraðsfund 18. mars nk. í Úthlíð í Biskupstungum. Fulltrúar Selfosskirkju verða Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir auk prests og djákna.

2.      Eysteinn kynnti bréf frá launanefnd þjóðkirkjunnar þar sem boðið er uppá að Selfosskirkja gefi launanefnd umboð til kjarasamninga. Guðmundi Búasyni falið að skoða málið nánar.

3.      Eysteinn kynnti bréf frá biskupsstofu dagsett 4. febrúar 2007 þar sem segir frá fyrirhugaðri “tilraunakönnun varðandi árangur eigin kirkjustarfs”. Er sóknarnefnd beðin um “að skoða þessi mál í eigin sókn”. 

4.      Kynnt bréf frá kirkjugarðasjóði dags. 12.2.2007 um fjármál kirkjugarða.

 5.     Rætt var um nýjan kirkjugarð – viðbót við núverandi garð skv. síðustu fundargerð og mikilli þörf á að hraða því máli sem mest.

6.      Guðmundur Búason lagði fram tillögu að ársreikningi kirkju, hjálparsjóðs og kirkjugarðs og skýrði reikningana.

7.      Rætt um útimálningu á kirkjunni (og aðrar þarfir varðandi viðhald kirkjunnar. Innskot EÓJ).

Fundi slitið kl. 13:45

Mættir voru: Eygló J. Gunnarsdóttir, María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Valdimar Bragason og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2006 haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar 11. mars 2007.

Hófst að lokinni messu kl. 12:30.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og lagði til að fundarstjóri yrði Hjörtur Þórarinsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson. Hjörtur fundarstjóri kynnti dagskrá.

1. mál:   Eysteinn Jónasson flutti skýrslu sóknarnefndar og sagði frá liðnu starfsári, svo sem bættri lýsingu í kirkju, stöðu mála bæði um endurbætur á núverandi garði og stöðu mála varðandi nýjan garð, en loforð hefur fengist um stækkun norðan við nýverandi garð, – svæði sem yrði álíka stórt og nýrri hluti garðsins. Eftir er að fá formlega úthlutun á þessari viðbót. Þá sagði Eysteinn frá ráðningu nýs organista Jörg Sondermann, ásamt ýmsu varðandi mannahald. Þá bauð formaður velkomna nýja meðhjálpara, Kristinn Pálmason og Magnús Jónsson.
Sr. Gunnar Björnsson flutti einnig skýrslu um liðið ár. Hann ræddi m.a. um þörf á stækkun safnaðarheimilis og lagði fram skýrslu um kirkjulegar athafnir á árinu:

 Barnamessur voru 26

Kirkjusóli 22 skipti

Helgistundir á Ljósheimum 43

Tíðarsöngvar í kirkju 192

Foreldramorgnar 49

Guðsþjónustur 62

Fermingar 89

Skírnir 37 í kirkju en 34 í heimahúsum

Hjónavígslur 22

Greftranir 40

               Eygló Gunnarsdóttir djákni lagði fram og kynnti skýrslu um starf sitt og þeirra sem með henni vinna. Til fróðleiks má nefna, auk þeirra atriða sem hér voru nefnd, kom hún m.a. einnig inn á :

Helgistund hjá Dagdvöl 32

Dagdvöl kom í kirkju 9

Æskulýðsfundir 22

Sunnudagaskóli 28

12-spora fundir 30

Alfa fundir 5

Þvínæst var orðið gefið laust.

               Björn Gíslason ræddi um krkjugarð og fagnaði því að náðst hefðu samningar um stækkun núverandi garðs. Þá ítrekaði Björn þá hugmynd sem hann hefir sett fram áður að sr. Sigurði Pálssyni fyrsta sóknarpresti Selfosssóknar yrði reistur minnisvarði. 

               Hafsteinn Þorvaldsson flutti þakkir frá sér og fjölskyldu sinni fyrir þjónustu og starf í kirkjunni.

Sigurjón Erlingsson fagnaði stækkun kirkjugarðs sem nú liggur fyrir,

Margrét Gunnarsdóttir flutti þakkir fyrir gott starf á vegum kirkjunnar.

2. mál:   Guðmundur Búason bókhaldari og gjaldkeri kirkjunnar skýrði reikninga.

Rekstrarreikningur kirkjunnar

               Tekjur: 34.184.926           Gjöld: 31.752            Tekjuafgangur: 3.963514

Efnahagsreikningur:

               Skuldir og eigið fé: 229.886.073

Hjálparsjóður Selfosskirkju – rekstrarreikningur

               Tekjur: 990.178     Gjöld: 970.000          Tekjuafgangur: 30.178

               Eignir: 3.319.423

Kirkjugarður Selfoss – rekstrarreikningur

               Tekjur: 8.424.568Tekjur umfram gjöld 1.944.782

               Efnahagsreikningur: eign 37.873.125

3. mál:   Eysteinn Jónasson sagði frá héraðsfundum Árnesprófastdæmis.

4. mál:   Ákvörðun um framkvæmdir og meiriháttar skuldbindingar. Eysteinn Jónasson sagði frá fyrirhugaðri útimálningu á kirkjunni þe: veggjum.

5. mál:   Stjórnarkjör. Úr stjórn eiga að ganga: Friðsemd Eiríksdóttir, Gunnar Á. Jónsson, Guðmundur Búason, Jóna Bára Jónasdóttir og Steingrímur Ingvarsson.
Gunnar, Steingrímur og Jóna Bára gefa ekki kost á sér áfram.

Tillögur komu fram um eftirfarandi og var kosið leynilega um þrjá aðalmenn.
Björn Gíslason                 19 atkv.
Erla Kristjánsdóttir           18 atkv.
Margrét Gunnarsdóttir     18. atkv.
Þóra Grétarsdóttir             12. atkv.

               Varamaður verður því Þóra Grétarsdóttir og auk hennar voru kosin til vara: Páll Ingimarsson og Guðný Ingvarsdóttir.

               Skoðunarmenn voru endurkjörin þau: Kristín Pétursdóttir og Garðar Eiríksson.

Önnur mál: Þvínæst tóku til máls Björn Gíslason, Hafsteinn Þorvaldsson og Hjörtur Þórarinsson og ræddu um kirkjustarfið og fluttu þakkir. Eysteinn kynnti gjöf til kirkjunnar frá Karli Eiríkssyni áður meðhjálpara og gjaldkera. Er það Vídalínspostilla útg. 1945.

Að vanda kastaði fundarstjóri Hjörtur Þórarinsson fram vísum, á meðan fundur stóð, um málefni sem þar komu fram og kom eftirfarandi eftir að prestur upplýsti að hann hefði fengið Kristinn Pálmason í meðhjálparastarfið þar sem hann hefði verið svo skýrmæltur þegar hann sem foreldri fermingarbarns las upp í kirkjunni.

Aðferðin er ekki ný

að þeim málum gætið

þú hefur mann sem heyrist í

og hrepptir hann í sætið.

Og eftir að Hafsteinn Þorvaldsson hafði sagt frá ummælum aðkomufólks um að við hefðum “alvöru prest”.

Við sitjum hér safnaðarfundin

samveran bætir flest.

Hugljúf er hátíðarstundin

við höfum hér alvöru prest.

Og eftir umræður um nýtt land fyrir kirkjugarðinn:

Í grafarreit er rofað

ræktum helga jörð

því nýju landi er lofað

lof sé þeirri gjörð.



Fundur sóknarnefndar 26. mars 2007 á baðstofulofti safnaðarheimilis.
Hófst kl. 18.

Eysteinn Jónasson setti fund.

1.            Verkaskipting stjórnar. Tillaga var um að hún yrði þessi

                Formaður: Eysteinn Jónasson

                Gjaldkeri: Guðmundur Búason

                Ritari:        Sigurjón Erlingsson

Samþykkt samhljóða.

Síðan var dregið um röð varamanna:

1.            Sigríður Bergsteinsdóttir

2.            Guðný Ingvarsdóttir

3.            Sigurður Sigurjónsson

4.            Guðmundur Jósepsson

5.            Hjörtur Þórarinsson

6.            Þóra Grétarsdóttir

7.            Gunnþór Gíslason

8.            Páll Ingimarsson

9.            Sigurður Jónsson (Sigurðssonar).

2.            Ákveðið að fresta í bili kjöri valnefndar þar sem ekki eru allir aðalmenn mættir á fundinn.

3.            Sigurjón kynnti útboð á málningu á steyptum veggjum kirkju og turns. Öllum málarameisturum í Árborg sem vitað er um voru send gögn. Tilboð skilist fyrir 1. apríl nk.

4.            Erla Kristjánsdóttir lagði fram tvær hópmyndir af kirkjukór Selfosskirkju – innrammaðar. Myndirnar munu vera frá fyrstu árum kórsins. Myndirnar eru gjöf til kirkjunnar frá Guðríði Þ. Valgeirsdóttur á Arnarstöðum og eru úr eigu ömmu hennar, Unu Pétursdóttur. Eysteini falið að færa þakkir.

Fundi slitið kl. 19:05 en mættir voru: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir,

Margrét S. Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Gíslason auk fundarritarans Sigurjóns Erlingssonar.



Fundur sóknarnefndar 13.maí 2007 á skrifstofu sóknarprests
kl. 12:30

Mættir voru: Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Björn Gíslason, Margrét Steina Gunnarsdóttir og Erla Kristjánsdóttir. Sigurjón Erlingsson boðaði forföll. Auk sóknarnefndar mættu eftirtaldir: Séra Gunnar Björnsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni, Tómas Jónsson kirkjuvörður og Jörg Sonderman organisti.

Formaður, EJ, setti fund og bauð fundarnmenn velkomna. Óskaði konum til hamingju með mæðradaginn. Formaður fór yfir fundargerð síðasta fundar. Þar var m.a. frestað afgreiðslu á kjöri valnefndar og þyrfti að ganga frá því á þessum fundi. Sagði frá tilboðum sem borist höfðu í málun kirkjunnar, tvö tilboð bárust, það lægra frá Eðalmálun ehf. Birkivöllum 8 og hljóðaði það upp á kr:1.990.000,- Gengið hefur verið frá samningum við Eðalmálun og skal verkinu lokið fyrir 1. ágúst 2007. Ákveðið hefur verið að nota Steinvara 2000 í stað Steinakrýl og mun það hækka kostnaðinn um ca. 250 þús. Mælt er með þessu af fagmönnum, sérstaklega vegna þess að Steinvari 2000 var notaður síðast þegar kirkjan var máluð.

Kosning valnefndar.

Eftirtaldir voru kosnir í valnefnd og í þessari röð (aðalmenn og varamenn):

Óskar Ólafsson                             Dælengi 2,

Guðrún Jónsdóttir                         Vallholti 30,

Eysteinn Jónasson                        Spóarima 27,

Elín Sigurðardóttir                         Ártúni 15,

Garðar Einarsson                          Gauksrima 28,

Bryndís Brynjólfsdóttir                   Vallholti 22,

Tómas Jónsson                            Tryggvagötu 24,

Kristín Pétursdóttir                         Birkigrund 28

Valdimar Bragason                       Heiðarvegi 12.

Varamenn:

Elísabet Sigurðardóttir                   Erlurima 4,

Guðmundur Búason                     Stekkholti 12,

Þóra Grétarsdóttir                         Fossvegi 2,

Leifur Guðmundsson                    Baugstjörn 18,

Guðný Ingvarsdóttir                      Seftjörn 5,

Margrét S. Guðjónsdóttir              Ljónsstöðum,

Hróðný Hauksdóttir                       Sílatjörn 20,

Margrét Steina Gunnarsdóttir       Dælengi 2

Friðsemd Eiríksdóttir                     Eyravegi 5.

TJ boðinn velkominn til starfa, en hann kom til starfa sem kirkjuvörður frá og með 1. maí s.l. með mjög skömmum fyrirvara. Garðar Einarsson hefur verið frá vegna veikinda og liggur nú fyrir að hann muni ekki komi til starfa að nýju. Formaður sagði að veturinn hefði verið erfiður v/mannabreytinga og ýmislegt farið úr skorðum þess vegna. Svokölluð “krossamessa” verður n.k. sunnudag. Síðan var rætt um unglingastarfið. JS sagði frá tónlistarstarfinu. Tónleikar verða hjá barna- og unglingakórum n.k. laugardag og á sunnudag verður orgelstund í kirkjunni ásamt því að kirkjukórinn syngur nokkur lög. Í unglingakórnum hafa verið 22 stúlkur í vetur og samtals 36 í barnakórunum. Formaður ræddi um barna- og unglingastarfið, sem hefði verið gott, sagði þó að meiri samvinna mætti vera um þátttöku barna- og unglingakóra í kirkjulegum athöfnum. Samþykkt var að halda barna- og unglingastarfinu óbreyttu næsta vetur og skoða sérstaklega hvort unnt væri að auka þátttöku 10-13 ára í æskulýðs- og kirkjustarfinu.

Fundartími sóknarnefndar.

Fram komu hugmyndir um að fastsetja ákveðna daga fyrir fundi sóknarnefndar. Samþykkt að halda fundi á tveggja mánaða fresti, fyrsta sunnudag hvers mán. eftir messu og byrja þetta fyrirkomulag fyrsta sunnudag í sept. n.k. Aukafundi mætti halda ef þörf væri á og sömuleiðis hægt að afboða þessa föstu fundi ef engin sérstök málefni lægju fyrir.

BG ræddi um störf sóknarnefnda með tilliti til laga og reglugerða. Fagnaði ráðningu TJ í starf kirkjuvarðar. Ræddi um kirkjugarðinn, en mjög gengur nú á það pláss sem laust er í garðinum. Ræddi um hvort sóknarnefnd ætti ekki að minnast séra Sigurðar Pálssonar sérstaklega e.t.v. í samráði við bæjaryfirvöld, en séra Sigurður var heiðursborgari Selfoss. Formaður sagði frá aðdraganda að ráðningu TJ, ganga þarf frá ráðningarsamningi við hann og mun GB annast það. Hann sagði frá því að bæjaryfirvöld hefði fallið frá hugmyndum um að semja við landeigendur um stækkun kirkjugarðsins í norður. Bæjaryfirvöld væru nú að kanna hvort hægt væri að finna landssvæði í eigu bæjarins fyrir kirkjugarð, helst væri verið að horfa á svæði nær Eyrarbakka. Sóknarprestur benti á fallegt landsvæði norðan ár. Lögð var áhersla á að niðurstaða yrði að fást sem allra fyrst. BG óskaði eftir rökum fyrir því að ekki semst um stækkun garðsins til norðurs. Samþykkt að skipa nefnd til að gera tillögur um heiðrun minningar séra Sigurðar Pálssonar. Eftirtaldir voru skipaðir: Björn Gíslason, Guðmundur Búason og Margrét Steina Gunnarsdóttir.

MK lagði til að Garðari Einarsson yrði þakkað langt og farsælt starf með viðeigandi hætti. Samþykkt að gera það í haust.

Formaður ræddi um hugmyndir sem komið hafa fram um stækkun safnaðarheimilis. Samþykkt að skoða málið frekar, formanni og sóknarpresti falið að gera það og fá Pál Bjarnason verkfr. til ráðgjafar við það verkefni.

Rætt um kostnað kirkjugarðs v/organista og kirkjukórs í útförum. Formanni, gjaldkera og sóknarpresti falið að skoða málið og koma með tillögur í málinu.

JS sagði frá fyrirhugaðri söngferð unglingakórsins (22 unglingar) til Þýskalands í næsta mánuði. Kirkjan hefur styrkt svipaðar söngferðir á undanförnum árum og var samþykkt að svo yrði einnig nú. Kirkjan mun borga fargjald fyrir 4 fararstjóra, ásamt rútukostnaði hér innanlands. Áætlaður kostnaður allt að 450 þús.

MSG ræddi um námskeið fyrir nýtt fólk í sóknarnefndum (Innan dyra í kirkjunni). Stefnt er að því að halda námskeið í Bústaðakirkju í haust. Sóknarnefnd hvetur til þátttöku í námskeiðinu og samþykkir að kirkjan muni greiða námskeiðsgjöld fyrir þátttakendur.

                                                                                  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14,00

                                                                                  Guðmundur Búason, fundarritari



Fundur sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á skrifstofu sóknarprests í safnaðarheimilinu

sunnudaginn 2. september 2007 kl. 1230.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og stýrði honum.

Mætt voru : Eysteinn Jónasson, Erla R. Kristjánsdóttir, María Kjartansdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir, Ólafur Ólafsson og Páll Ingimarsson,

Auk þessa sóknarnefndarfólks sátu fund, Sr. Gunnar Björnsson, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni, Jörg Sondermann organisti og Tómas Jónsson kirkjuvörður.

Eysteinn bauð fundarfólk velkomið og bað sóknarnefndarfólk endilega að láta vita ef það kæmist ekki á fund svo hægt sé að kalla inn varamenn.

1.    Kirkjugarðsmál. Þar er sem komið er ekkert að gerast.

  1. Eysteinn ræddi um boðskipti í sambandi við mannaráðningar í kirkjunni. Samkv. reglugerð um starfshætti sóknarnefnda er m.a. í hennar verkahring að ráða starfsfólk í samráði við sóknarprest. Voru menn sammála um að boðskipti mætti bæta verulega.
    Spurt var um septembertónleikana í kirkjunni. Þar kom fram að Jörg Sondermann organisti hefur sem yfirmaður tónlistarstarfs innan kirkjunnar veg og vanda af skipulagningu tónleikanna.
  2. Eygló sagði frá undirbúningi TTT starfs sem væntanlega fengi inni í Félagsmiðstöðinni.
    Sr. Gunnar spurði hver ætti að sjá um samskipti við Edith Molnár varðandi söng barnakóra á hennar vegum í kirkjunni. Var Jörg falið að sjá um þau mál.
     
  3. Fundurinn samþykkti kaup á tölvu fyrir organistann Jörg Sondermann. 
  4. Eysteinn ræddi um hvernig heiðra bæri Garðar Einarsson fyrrverandi kirkjuvörð. Var þeim Maríu Kjartansdóttur, Erlu Rúnu Kristjánsdóttur og Margréti Gunnarsdóttur falið að kaupa gjöf og annast undirbúning. 
  5. Næsti fundur ákv. í byrjun nóvember n.k.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 1315.   Margrét St. Gunnarsdóttir ritaði fundargerð.



Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 23. september 2007
í skrifstofu sóknarprests kl. 1500.

1.    Á dagskrá var nýr kirkjugarður. Sigurjón gerði grein fyrir vettvangskönnun sem þeir fóru fh. sóknarnefndar, Eysteinn, Oddur Hermanns og Sigurjón ásamt fulltrúum frá Árborg. Boðið er upp á nýtt svæði milli Arnbergs og Miðtúns ofan Suðurlandsvegar. 

Ályktun sóknarnefndar:
Sóknarnefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir um nýjan kirkjugarð ofan Suðurlandsvegar milli Arnbergs og Miðtúns og leggur áherslu á að undirbúnings verði hraðað sem mest, þar sem núverandi kirkjugarður endist ekki nema næstu 2 ár.
Samþykkt samhljóða. 

2.    Eysteinn sagði frá að óskað væri ferðastyrks til ferðar á vegum unglingastarfsins til Hvammstanga í október næstkomandi. styrkur samþykktur samhljóða.

 

3.    Guðmundur Búason sagði frá að greiddur hefði verið ferðastyrkur til unglingakórsins. Greiðsla staðfest.

 

4.    Guðmundur sagði frá því að hann hefði greitt að fullu útimálninguna á kirkjunni. Heildarupphæð kr. 2.385.385,-

                                                                            Fundi slitið klukkan 1545

Eftirtaldir sátu fundinn: Eysteinn Ó. Jónasson, sr. Gunnar Björnsson, María Kjartansdóttir,
Ólafur Ólafsson,  Guðmundur Búason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar.

Fundur sóknarnefndar 11. október 2007 í safnaðarheimili.
Hófst kl. 9 e.h.

Formaður Eysteinn setti fund en mætt voru á fundinn stjórn kikjukórsins.

Ingvar Guðmundsson í stjórn kirkjukórsins sagði að þau hefðu óskað eftir þessum fundi vegna samstarfs prests og organista. Lagði hann fram og las upp: „Minnisblað“ um þetta efni. Aðrir stjórnarmenn kórsins tóku einnig til máls og lýstu áhyggjum og óánægju með ýmis atriði sem snúa að kórstarfi. Sóknarnefndarmenn ræddu síðan um stund við kórstjórnina. 

Síðan véku kirkjukórsstjórnarmenn af fundi en eftir umræður í sóknarnefnd var ákveðið að boða þá organista og sóknarprest til fundar hjá sóknarnefnd hvorn í sínu lagi n.k. þriðjudagskvöld 16. okt.

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Friðsemd Eiríksdóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir.

Fundi slitið kl. 2230.     Fundarritari Sigurjón Erlingsson.



Fundur sóknarnefndar 16. okt. 2007
í risi safnaðarheimilis. Hófst kl. 1815

Formaður Eysteinn setti fund og sagði frá fundi sóknarnefndar með stjórn kirkjukórsins 11. okt. s.l. Las hann hluta af minnisblaði því sem kórstjórnin lagði fram 11. okt. sl.

Sr. Gunnar svaraði fyrir sitt leyti. Þá las Eysteinn síðari hluta minnisblaðsins um samskipti prest og organista sem kórstjórn er ekki ánægð með. Sr. Gunnar svaraði eins og honum komu samskiptin fyrir sjónir. Taldi hann samskiptin ekki vera vandamál. 

Nokkrir sóknarnefndarmenn tóku til máls. 

Björn Gíslason ræddi um tilhögun á safnaðarstarfi og mannaráðningum og benti á að sóknarnefnd beri að sjá um mannaráðningar o.fl. í samstarfi við prest.

Þvínæst vék sr. Gunnar af fundi.

Þá kom á fundinn Jörg Sondermann. Eysteinn kynnti minnisblað kirkjukórstjórnar og Jörg skýrði frá ýmsu varðandi starf sitt sem organista, og samskipti við prest.

Samþykkt að óska eftir fundi með prófasti um þetta mál, eftir að Jörg vék af fundi.

Samþykkt að fela Sigurjóni Erlingssyni og Oddi Hermannssyni að undirbúa samning við bæjarfélagið um gerð nýs kirkjugarðs í Mógili.

Fundi slitið kl. 2020

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason,  Björn Ingi Gíslason, Margrét Gunnarsdóttir.

Fundarritari :   Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar í sal safnaðarheimilis 22. okt. 2007.

Hófst kl. 1815. Gestur fundarins er sr. Úlfar Guðmundsson prófastur.

Form. Eysteinn setti fundinn og gerði grein fyrir fundarefni sem er minnisblað stjórnar kirkjukórsins og viðtöl sóknarnefndar á síðasta fundi með organista og sóknarpresti.

Sóknarnefnd og prófastur fóru yfir stöðu mála og var síðan ákveðið að prófastur og formaður sóknarnefndar myndu óska eftir fundi með þeim sameiginlega presti og organista.

Björn Ingi Gíslason, Margrét S. Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Úlfar Guðmundsson. 

Fundi slitið kl. 1930.     Fundarritari Sigurjón Erlingsson.



Fundur sóknarnefndar sunnudaginn 4. nóvember 2007 að lokinni messu.

Haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1230.

Formaður, Eysteinn, setti fund og bauð gesti velkomna, sérstaklega sr. Úlfar Guðmundsson prófast, Edith Molnnér og Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur.

1.         Sr. Úlfar ræddi um starfið í Selfosskirkju og hvatti starfsfólk og sónarnefnd að kynna sér sem best þær starfsreglur sem til eru um kirkjustarfið. Hann fór yfir hlutverkaskipan í þessum störfum, bæði um það sem heyrir undir sóknarprest annars vegar og sóknarnefnd hinsvegar , samstarf þessara aðila og samstarf við organista.
Umræður urðu eftir ræðu prófasts um tilhögun kirkjustarfsins.

2.         Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir sagði frá barnastarfinu.

3.         Edith Molnér sagði frá starfi sínu með barnakórana. Rætt var um að bæta þyrfti nettengingar og færa meira upp heimasíðu kirkjunnar.

4.         Samþykkt samhljóða að fela launanefnd þjóðkirkjunnar umboð til gerðar aðalkjarasamnings við stéttarfélög sem við á (f.h. starfsmanna kirkjunnar). 

5.         Sr. Gunnar lagði til að kirkjan keypti nýju biblíuútgáfuna og gæfi starfsfólki kirkjunnar – yrðu það 12 – 13 eintök. „Samþykkt að fela formanni, gjaldkera og sóknarpresti að ljúka málinu“.

6.         Sigurjón sagði frá kirkjugarðsáformum.

Fundi slitið kl. 1415.

Eftirtaldir undirrituðu fundargerð: Sr. Gunnar Björnsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Tómas Jónsson, Eygló J. Gunnarsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Jörg Söndermann, Margrét S. Gunnarsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 3. febrúar 2008 í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 12:30

Formaður Eysteinn setti fund.

1.    Guðmundur Búason lagði fram og skýrði reikninga. Tekjuafgangur kirkjunnar eru rúmar 9 millj. kr.   Hann lagði einnig fram reikning hjálparsjóðs og kirkjugarðs. Reikningar samþykktir.

2.    Stefnt er að aðalsafnaðarfundi 2. mars n.k. kl. 1300.

3.    Sigurjón las bréf frá bæjarritara þar sem segir að sveitarfélagið Árborg hefur fest kaup á landi undir kirkjugarð úr jörðinni Selfossi 2 sem er svæði norðan við núverandi kirkjugarð :7.687m2 . Jafnframt er sóknarnefnd boðuð til fundar um málið n.k. miðvikudag 6. febrúar. Með bréfinu fylgir kaupsamningur og kort af svæðinu.

4.    Björn Gíslason kynnti hugmyndir um minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson. Samþykkt að minnisvarði um þau hjónin bæði, sr. Sigurð og Stefaníu, verði reistur á lóð kirkjunnar og var samþykkt samhljóða að svo yrði gert.

5.    Sr. Gunnar vakti máls á að ráðin yrði til starfa Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Samþykkt að formaður og sóknarprestur athuguðu það mál nánar.

6.    Formaður kynnti bréf frá nýskipuðum prófasti, sr. Eiríki Jóhannssyni.

7.    Formaður las bréf frá Eygló Jónu Gunnarsdóttur djákna þar sem hún óskar eftir bílastyrk og greiðslu fyrir notkun á GSM-síma. Samþykkt samhljóða.

8.    Rætt um starf kirkjuvarðar við kirkjuvörð Tómas Jónsson.

9.    Samþykkt tillaga frá Birni Gíslasyni um samverustund starfsmanna kirkjunnar. Honum, ásamt Margréti og Erlu falið að útfæra hugmyndina fyrir næsta fund.

10.    Samþykkt að kaupa fax- og ljósritunartæki.

11.    Björn Gíslason lagði til að dagskrá aðalsafnaðarfundar yrði dreift meðal fundarmanna. Þá lagði hann til að gefinn yrði út upplýsingabæklingur um Selfosskirkju og alla starfsemi hennar. Samþykkt til athugunar.

12.    Samþykkt að stefna að mánaðarlegum fundum sóknarnefndar.

                                                                                       Fundi slitið kl. 1515

Eftirtaldir sátu fundinn auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar:   Eysteinn Ó. Jónasson,
María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Ólafur Ólafsson, Tómas Jónsson, Jörg E. Sondermann, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Ingi Gíslason, Margrét S. Gunnarsdóttir.   Sr. Gunnar Björnsson sat meirihluta fundar en þurfti frá að hverfa vegna skírnar, svo og Valdimar Bragason.

Fundur sóknarnefndar að lokinni messu sunnudaginn 24. febrúar 2008

haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1220.

Í upphafi fundar afhentu þau hjón Kolbeinn Ingi Kristinsson og Þorbjörg Sigurðardóttir kirkjunni til varðveislu ýmis gögn frá föður Þorbjargar, Sigurði Óla Ólafssyni. Gögnin eru aðallega um byggingarsögu Selfosskirkju en Sigurður var þar meðal forystumanna að byggingu hennar.

Voru þeim færðar þakkir.

Formaður Eysteinn setti fund.

1.      Rætt var um fundartíma sóknarnefndar. Samþykkt að fundir verði mánaðarlega 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 18öö og verði fundur afboðaður sérstaklega ef talið er fært að fundur falli niður.

2.      Kynnt gögn frá Aicon vefumsjónarkerfinu þar sem boðin er þjónusta kerfisins sem nánar er kynnt í bréfinu. Samþykkt samhljóða að taka upp þjónustu þessa kerfis og formanni falið að sjá um samninga varðandi þörf og kostnað kerfisins.

3.      Formaður kynnti reglur um Hjálparsjóð Selfosskirkju sem settar voru í nóvember 1986 þegar sjóðurinn var stofnaður og eru í fundargerðarbók frá aðalsafnaðarfundi 16/11 1986. Umræður voru um reglurnar en saþykkt að taka þær upp síðar til frekari athugunar t.d. að afloknum aðalsafnaðarfundi.

4.      Formaður ræddi þá hugmynd að fækkað yrði í sóknarnefnd úr 9 í 7 sem heimilt er skv. „lögum um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar“. Samþykkt að tala nefndarmanna verði óbreytt eða 9 manns.

5.      Formaður lagði fram teikningar, frumtillögur að stækkun á húsakynnum kirkjunnar. „Frumáætlun“ frá Húsameistara ríkisins frá 1986 ásamt hugmyndum frá Páli Bjarnasyni. Samþykkt að ræða þessi mál sem fyrst. Óskaði sóknarnefnd eftir áliti sóknarprests, organista, djákna og annars starfsfólks á byggingaþörf.

6.      Tómas Jónsson kirkjuvörður óskaði eftir því að bekkir yrðu settir í kirkjugarðinn. Sóknarnefnd tók mjög jákvætt undir það og verður málið skoðað nánar.

7.      Rætt um hvort hægt væri að gera duftreit í nýju viðbótinni við núverandi kirkjugarð. Samþykkt að biðja Odd Þ. Hermannsson landslagsarkitekt að hafa það í huga við hönnun hans.

8.      Erla Kristjánsdóttir sagði frá því að Héraðsskjalasafn Árnessýslu væri reiðubúið að taka til varðveislu eldri fundargerðabækur kirkjunnar. Samþykkt að fela formanni að afhenda elstu gerðabækur.

9.      Björn Gíslason kynnti hugmyndir starfshóps um samverustund starfsfólks og starfsmanna. Dagsetning var ekki ákveðin.

10.    Djákni kynnti auglýsingabækling um safnaðarstarfið sem unnið er að. Kostnaður um 25 – 30 þúsund að gefa út kynningarbæklinginn. Einnig rætt um tónleikahald yfir sumarið fyrir erlenda ferðamenn er gista á Selfossi sem haldnir yrðu eftir kvöldverð.

11.    María spurðist fyrir um upphitun stétta við kirkju, hún kvað vera búið að leggja þar leiðslur. Málið athugað nánar.

Eftirtaldir undirrituðu fundargerðina. Sóknarnefndarmennirnir: Sigurjón Erlingsson, María Kjartansdóttir, Ólafur Ólafsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir og Björn Ingi Gíslason. Guðmundur Búason sat einnig fundinn en þurfti að yfirgefa hann áður en honum lauk. Einnig sátu fundinn: Tómas Jónsson kirkjuvörður, Jörg E. Sondermann organisti, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni og sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur.

 Aðalsafnaðarfundur haldinn í Selfosskirkju 2. mars 2008

     Formaður, Eysteinn Jónasson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

     Bað hann Hjört Þórarinsson að taka að sér fundarstjórn og Margréti 

     Gunnarsdóttur að vera fundarritara. 

1.    Eysteinn Jónasson flutti skýrslu um starfsemi og rekstur sóknarinnar á liðnu starfsári. Sagði hann m. a. frá fyrirhugaðri stækkun kirkjugarðs. Þakkaði hann Sigurjóni Erlingssyni ómetanlegt vinnuframlag í því sambandi. Stærsta framkvæmd sem unnið var að á árinu, var hreinsun og málun kirkjunnar að utan. Eysteinn þakkaði Garðari Einarssyni frábær störf við kirkju og kirkjugarð. Eysteinn sagði frá minnisvarða sem ákveðið væri að reisa í minningu sr. Sigurðar Pálssonar og frú Stefaníu Gissurardóttur. Eysteinn sagði að Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir hefði unnið frábært starf með börnum og unglingum hjá kirkjunni s.l. vetur. Hann þakkaði gjafir til kirkjunnar, myndir frá fyrstu árum kirkjukórsins frá Guðríði Þ. Valgeirsdóttur á Arnarstöðum úr eigu ömmu hennar, Unu Pétursdóttur. Einnig hefðu þau Þorbjörg Sigurðardóttir og Kolbeinn Kristinsson afhent kirkjunni til varðveislu ýmis gögn frá Sigurði Óla Ólafssyni, föður Þorbjargar. Gögnin eru aðallega um byggingarsögu Selfosskirkju, en Sigurður var í forustusveit um byggingu hennar.

Séra Gunnar Björnsson flutti skýrslu sóknarprests. Þar kom m. a. fram að Guðþjónustur á árinu voru 60 og barnaguðþjónustur 20. Fermingarbörn á árinu voru 99.

Eygló Gunnarsdóttir djákni flutti skýrslu um barna og unglingastarfið. Þar kom m. a. fram að bæjarstjórn Árborgar hefði boðið kirkjunni að koma að skipulagi unglingastarfs í Árborg.

Jörg Sondermann organisti sagði frá kórstarfinu sem hann var mjög ánægður með. Tónleikar barnakóranna verða n. k. sunnudag 9. mars í Selfosskirkju.

2.    Guðmundur Búason gjaldkeri lagði fram og skýrði út reikninga sóknar og kirkjugarðs. Voru þeir bornir upp og samþykktir samhljóða.

3.    Eysteinn Jónasson sagði frá héraðsfundi en hann sótti formaður og tveir fulltrúar.

Séra Gunnar sagði frá nýskipuðum prófasti, sr, Eiríki Jóhannssyni í Hruna. Kvaðst Gunnar hafa lagt til við prófast að ráðinn yrði æskulýðsfulltrúi Árnessýslu og hefði prófastur tekið vel í það.

4.    Ákvörðun um meiri háttar framkvæmdir og skuldbindingar. Eysteinn sagði frá tillögum og sýndi teikningar varðandi stækkun safnaðarheimilis.

5.    Kosningar. Úr stjórn áttu að ganga þau Ólafur Ólafsson, Eysteinn Jónasson, María Kjartansdóttir og Sigurjón Erlingsson. Þau gáfu öll kost á sér áfram nema Ólafur Ólafsson. Tillögur komu úr sal um Þórð Stefánsson, Magnús Jónsson, Valdimar Bragason og Pál Ingimarsson. Kosningu hlutu: Eysteinn Jónasson 19 atkv., Sigurjón Erlingsson 15 atkv., María Kjartansdóttir 12 atkv. og Þórður Stefánsson 9 atkv.

6.    Skoðunarmenn reikninga voru kosnir: Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theódórsson.

7.    Önnur mál. Guðmundur Búason skilaði kveðju á fundinn frá Sigurjóni Erlingssyni og jafnframt að Jón Árni Vignisson myndi hefja jarðvegs-flutninga í þessari viku vegna kirkjugarðs. Þórður Árnason gerði athugasemd við að ekki væri lögð fram dagskrá á fundinum. Hann spurði m. a. um hvort starf kirkjuvarðar hefði verið auglýst og hvort starfslýsing væri til. Einnig spurði hann um léttmessur og hvort ekki væri hægt að virkja fleiri til starfa, sama fólkið væri að vasast í öllu og meðalaldur í sóknarnefnd sl. ár hefði verið 70 ár og 60 í varanefnd. Eysteinn svaraði spurningum Þórðar og sagði að erfitt væri að fá yngra fólk til starfa og ómetanlegt væri að hafa fólk með reynslu í sóknarnefnd. Gott væri að hafa í huga meiri breidd í aldurskiptingu, þótt hún skipti ekki endilega máli. Séra Gunnar kvaðst sammála Þórði, gaman væri að fá meiri fjölbreytni, poppmessum mætti fjölga og fleiri koma að guðþjónustum. Guðmundur Búason upplýsti að ágæt starfslýsing kirkjuvarðar væri til. Tómas Jónsson svaraði gagnrýni gagnvart kirkju-garði. Bað hann menn að koma að máli við sig ef þeir væru ekki sáttir við sín störf. Margrét Guðjónsdóttir spurði hvort ekki væri hægt að leyfa barna- og unglingakórum að koma oftar fram í kirkjunni. Eftir að Glúmur hætti hefðu þau ekki fengið næg tækifæri. Sr, Gunnar sagði að úr því yrði bætt í samvinnu við Jörg og Edith. Sr. Gunnar þakkaði Ólafi Ólafssyni frábær störf í sóknarnefnd og samstarf. Ólafur Ólafsson þakkaði sóknarpresti hlý orð og félögum sínum ánægjulega samvinnu í sóknarnefnd. Hjörtur þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi kl. 15:10.

Fundargerðin lesin upp og undirrituð af sóknarnefnd á fundi hennar 060308.



Fundur sóknarnefndar 6. mars 2008 haldinn í eldhúsi safnaðarheimilis.
Hófst kl. 18:00

Eysteinn Jónasson setti fund.

1.    Margrét Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð aðalsafnaðarfundar s.l. sunnudag las fundargerðina. Engar athugasemdir komu fram og var hún samþykkt.

2.    Verkaskipting stjórnar. Tillaga kom frá Maríu Kjartansdóttur um Eystein Jónasson sem formann, Guðmund Búason sem gjaldkera og Sigurjón Erlingsson sem ritara. Voru þeir sjálfkjörnir. Þá kom fram tillaga frá Margréti Gunnarsdóttur um Björn Gíslason sem varaformann. Var hann sjálfkjörinn. Erla Kristjánsdóttir lagði fram tillögu um Margréti Gunnarsdóttur sem vararitara. Var hún sjálfkjörin.   Tillaga var um Maríu Kjartansdóttur sem varagjaldkera. Var hún sjálfkjörin.

3.    Rætt var um kosningu safnaðarfulltrúa. Samþykkt að fresta kosningu til næsta fundar.

4.    Rætt var um reglur um Hjálparsjóð Selfosskirkju sem samþykktar voru upphaflega 16. nóv. 1986. Samþykkt að endurskoða reglurnar sem fyrst.

5.    Rætt var um hugsanlega stækkun á húsnæði kirkjunnar. Samþykkt að óska eftir áliti sóknarprests, organista og djákna ásamt kirkjuverði og öðrum þeim sem málið varðar.

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundinn sátu allir réttkjörnir fulltrúar sóknarnefndar, þ.e. auk ritara Sigurjóns Erlingssonar,
Björn Ingi Gíslason, Erla Kristjánsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir,
Guðmundur Búason, Margrét Gunnarsdóttir, María Kjartansdóttir og Þórður Stefánsson.

Fundur sóknarnefndar 3. apríl 2008 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 18:03

Eysteinn form. setti fund og kynnti dagskrá.

1.    Eysteinn sagði frá för sinni ásamt Maríu Kjartansdóttur og Margréti S. Gunnarsdóttur á héraðsfund.

2.    Þá sagði Eysteinn frá að verið væri að leggja lokahönd á nýja hönnun heimasíðu kirkjunnar.

3.    Sigurjón kynnti fyrstu drög að skipulagi við stækkun núverandi kirkjugarðs og fékk sóknarnefndarfólk eintak af tillögunni til skoðunar fram að næsta fundi. Landform = Oddur Hermannsson gerir tillöguna. Fram kom að fyllingu jarðvegs í nýja garðinn er nú að ljúka. Þessi stækkun er 7.690 m2, þannig að þetta er um helmings stækkun. Þá er gert ráð fyrir duftreit.

4.    Rætt um fyrirhugaða samverustund. Stefnt að 19. apríl n.k.

5.    Rætt um ráðstöfun á húsnæði kirkjunnar. Sr. Gunnar taldi að enginn árekstur væri eða hefði verið á notkun hennar. Áréttað var að notkun kirkjunnar ætti að vera með samráði prests og sóknarnefndar.

6.    Sóknarnefnd felur kirkjuverði að athuga lyklamál kirkjunnar og koma með tillögur um fyrirkomulag að aðgangi að kirkjunni fyrir næsta fund.

7.    Eygló Gunnarsdóttir sagði frá ýmsu sem verið hefur og fyrirhugað er í hennar starfi.

8.    Eysteinn ræddi um fundargerðabækur kirkjunnar frá upphafi og taka þyrfti afrit af þeim (á tölvutæku formi) áður en þær fara á skjalasafn. Eysteini og Sigurjóni falið að sjá um þetta.

9.    Margrét Gunnarsdóttir spurðist fyrir um hvernig sóknarnefnd hefði þótt til takast með kirkjukaffið á páskadagsmorgun sem þær Margrét og Erla Kristjánsdóttir sáu um.   Voru þeim færðar þakkir fyrir framtakið.

Fundi slitið kl. 19:23. Þessir sátu fundinn auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Friðsemd Eiríksdóttir,
Björn Ingi Gíslason, Margrét Gunnarsdóttir, Þórður Stefánsson, Tómas Jónsson kirkjuvörður, Eygló Jóna Gunnarsdóttir djákni og einnig sat sóknarpresturinn sr. Gunnar Björnsson fundinn.

Fundur sóknarnefndar 16. apríl ´08 í safnaðarheimili Selfosskirkju.
Fundur hófst kl. 18:15.

1.    Eysteinn formaður setti fund og byrjaði á að afhenda sóknarnefndarfólki lista með nöfnum sóknarnefndar, aðal- og varamanna, sóknarprests, kirkjuvarðar, endurskoðenda og starfsfólks kirkjunnar með heimilisföngum símanúmerum og netfangi. Óskaði hann eftir athugasemdum ef einhverjar væru.

2.    Viðbót við kirkjugarð. Eftir umræður var gerð eftirfarandi samþykkt: „Sóknarnefnd hefir á fundi sínum 16/4 ´08 yfirfarið „Tillögur að skipulagi við stækkun kirkjugarðs“ – Fyrstu drög, frá landform ehf dags. 3. apríl ´08. Tvær tillögur merktar A og B.
Sóknarnefnd mælir með tillögu B með eftirfarandi ábendingum til frekari vinnslu:
 Malbikaður stígur verði breikkaður úr 3m. í 4 – 4,5m.
   Snúningsplan verði á báðum gatnamótum.
 Bílastæði sem teiknuð eru á austurjaðri, framan við athafnasvæði, verði felld út.
Athafnasvæðið verði lagt möl og geti nýst sem bílastæði ofl.
 Þá óskar sóknarnefnd eftir því að fyrir næsta reglulegan fund í byrjun maí leggi „Landform“ fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir komandi sumar, þ.e. gerð götu og gangstígs, lögn vatns og rafmagns, þökulagningu, plöntun á trjám og runnum og annað sem framkvæmdin útheimtir. Trjágróður verði á norðurkanti og meðfram athafnasvæði. Þá óskar sóknarnefnd eftir tillögum um þær trjá- og runnategundir sem notaðar verða. „Samþykkt samhljóða“.

3.    Eysteinn ræddi um lyklamál kirkjunnar sbr. síðustu fundargerð. Rætt var um hvort ástæða væri til breytinga. Samþykkt að taka þetta til frekari athugunar á næsta fundi.

4.    Rætt um húsnæðismál og möguleika á viðbyggingu. Vísað var til samþykktar sóknarnefndarfundar 6. mars sl. að fá álit prests og starfsfólks.

5.    Rætt um starf kirkjuvarðar. Samþykkt samhljóða að auglýsa starfið. Jafnframt verði stöðu kirkjuvarðar sagt lausri.

6.    Umræður um hjálparsjóð Selfosskirkju. Samþykkt að fela Eysteini, sr. Gunnari og Margréti að fara yfir reglur sjóðsins.

7.    Umræður um samstarf sóknarprests og organista. Sr. Gunnar sem sat fyrri hluta fundarins skýrði sín sjónarmið. Samþykkt að stefna að næsta fundi sóknarnefndar 7. maí kl. 18:15. Þar verði Jörg organisti fenginn til viðtals.

8.    Kosning safnaðarfulltrúa. Þórður Stefánsson kosinn samhljóða.

9.    Björn Gíslason sagði frá stöðu mála um gerð minnisvarða um Sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu Gissurardóttur konu hans.

Athugasemd frá Margréti Gunnarsdóttur við fundargerð síðasta fundar: „Vegna fyrirspurnar varðandi morgunkaffi á páskadag er nauðsynlegt að komi fram að við sóknarnefndarkonur unnum allar saman að undirbúningi: Friðsemd, María, Erla og Margrét. Einnig var Björn mjög liðtækur við frágang og annað um morguninn. Ég spurði hvort fólki litist á að sóknarnefndin sæi framvegis um morgunkaffi á eftir páskamessu og fékk það góðar undirtektir“

Fundi slitið um kl. 22:00. Auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar sátu eftirfarandi fundinn: 

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Gíslason,
Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson, Margrétt Gunnarsdóttir og lengst af sr. Gunnar Björnsson.

Fundur sóknarnefndar 7. maí ´08 í risi safnaðarheimilis.

Fundur hófst kl. 18:14. Gestir fundarins var sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup og sr. Úlfar Guðmundsson fyrrverandi prófastur auk Tómasar Jónssonar kirkjuvarðar, Eyglóar Gunnarsdóttur djákna og Jörg Sondermann organista.

1.    Form. Eysteinn setti fund og gaf sr. Sigurði Sigurðarsyni orðið. Hann ræddi um nýliðinn atburð þar sem sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur hefir nú farið í 6 mánaða leyfi frá 2. maí s.l. að telja, vegna framkominna kæra tveggja unglingsstúlkna um kynferðislega áreitni eins og nú hefir komið fram í fjölmiðlum. Sr. Sigurður sagði frá atburðarásinni að því leyti sem hún snýr að kirkjustjórninni og upplýsti að eftir að rannsókn hefir farið fram hjá lögreglu fer málið til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákæra verði gefin út. Þessi málsmeðferð gæti tekið 6 mánuði.
Jörg organisti ræddi um viðtal sem við hann birtist á visir.is um mál sr. Gunnars og stúlknanna. 

2.    Eysteinn ræddi um hjálparsjóð Selfosskirkju sem stofnaður var 1986 í prestsskapartíð sr. Sigurðar og leitaði álits hans um hlutverk sjóðsins og reynslu hans í þeim efnum. Þetta er í athugun hjá sóknarnefnd sbr. 6. lið síðustu fundargerðar.
Gert var stutt fundarhlé og snæddur kvöldverður sem Eygló djákni hafði veg og vanda af.

3.    Eysteinn sagði frá stöðu mála um fyrirhugaða stækkun á húsnæði kirkjunnar. Það mál er í athugun hjá Páli Bjarnasyni.

4.    Tómas Jónsson kirkjuvörður gerði tillögur um læsingar að dyrum kirkjunnar. Lagði hann til að sett yrði svonefnt „Master-kerfi“ á allar hurðir og gerðir lyklar sem gengju að öllum hurðum. Aðalhurð er með sérstakri læsingu. Samþykkt að form. sóknarnefndar og kirkjuvörður gerðu nánari tillögur um þetta. 

5.    Guðmundur Búason taldi að halda þyrfti sérstakan starfsmannafund vegna þeirra aðstæðna sem nú eru vegna fjarveru sr. Gunnars Björnssonar. Samþykkt að formaður boði til starfsmannafundar þar sem hann skýrir stöðu mála vegna fjarveru sr. Gunnars Björnssonar.

6.    Rætt var um prestþjónustu í sókninni næstu 6 mánuði. Fyrir liggur að sr. Úlfar Guðmundsson mun gegna embættinu til maíloka en biskup mun útvega prest í starfið þar næstu 5 mánuði.

7.    Rætt um auglýsingu á stöðu kirkjuvarðar. Samþykkt að auglýsa sem fyrst, þannig að nýr kirkjuvörður gæti hafið störf 1. júlí.

8.    Eygló djákni upplýsti að núverandi æskulýðsfulltrúi væri hætt störfum. Eygló falið að athuga málið.

9.    Tómas kirkjuvörður sagði að búið væri að ráða 3 stúlkur til sumarstarfa í kirkjugarði. Myndu þær byrja í lok maí.

10.    Eygló spurðist fyrir um hvort suðurlandsdeild Soroptimista gæti fengið aðstöðu til funda í húsakynnum kirkjunnar. Samþykkt að óska eftir formlegu erindi.

11.    Jörg organista heimilað að leita til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs varðandi varahluti í orgel kirkjunnar.

12.    Sigurjón kynnti nýjar tillögur frá Landform ehf. um nýja kirkjugarðinn ásamt drögum að framkvæmdaáætlun fyrir næstu 2 ár. Gerð var eftirfarandi samþykkt:

 „Sóknarnefnd hefir á fundi 7. maí ´08 farið yfir tillögur frá Landform ehf. um stækkun kirkjugarðs dags. 7. maí ´08. Er þar um minniháttar breytingar að ræða á fyrri tillögu sem dags. er 3. apríl ´08 og til samræmis við óskir sóknarnefndar sem bókaðar eru í fundargerð 16. apríl ´08. Þá hefir sóknarnefnd farið yfir framlögð „Drög að framkvæmdaáætlun“ dags. 7. maí ´08 þar sem lagt er til að boðið verði út snemmsumars gerð stíga ásamt lögnum og grastyrfingu svæðisins og fleiri atriða sem fram koma. Í 2. áfanga sem fram fari 2009 verði boðin út malbikun, hellulögn, hleðsla á grjótgarði og hluta gróðursetningar. Sóknarnefnd samþykkir framlögð gögn og felur Landformi ehf. framkvæmd verksins.“
Samþykkt samhljóða.

13.    Eysteinn las bréf frá fjórum mæðrum barna sem starfað hafa í eldri barnakór kirkjunnar og fækkun sem orðið hefur í kórnum. Lýsa þær áhuga sínum á að kórinn geti orðið eins öflugur eða öflugri en áður. Undir bréfið rita: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Kristín Vilhjálmsdóttir.
Samþykkt að óska eftir fundi með bréfriturum þar sem verði af hálfu sóknarnefndar, Guðmundur Búason, Björn Gíslason, Jörg Sondermann og Edit Molnár.

14.    Erla Kristjánsdóttir lagði fram hugmyndir varðandi fyrirhugaða endurskoðun á starfsreglum kirkjuvarðar.

Fundi slitið kl. 22:00 en auk fyrrnefndra gesta sátu allir kjörnir fulltrúar í sóknarnefndar fundinn og ritaði Sigurjón Erlingsson fundargerð.   Vígslubiskup yfirgaf fundinn í fundarhléi (eftir 2. lið fundargerðar), en sr. Úlfar Guðmundsson sat mest allan fundinn.



Fundur sóknarnefndar 20. maí ´08 hófst kl. 20:00 í eldhúsi safnaðarheimilis.

1.    Eysteinn formaður setti fund og óskaði eftir að þeir Guðmundur Búason og Björn Gíslason gerðu grein fyrir fundi sínum um unglingakórinn sbr. síðustu fundargerð lið 13. Þeir höfðu átt fund með Jörg organista, Edit Monár og þeim konum sem rituðu sóknarnefnd um málið.
Samþykkt að óska eftir því við Edit Molnár að hún taki að sér stjórn unglingakórsins. Fram kom í umræðunni að Jörg organisti sækist ekki eftir kórstjórninni og Edit hefir gefið vilyrði fyrir því að taka kórinn að sér.

2.    Eysteinn las bréf frá Soroptimistum Suðurlands þar sem þær óska eftir að fá aðgang að sal hjá kirkjunni næsta haust – annan miðvikudag í mánuði milli kl. 18 – 20. Þær reikna með að verða
20 – 30.
Samþykkt að verða við þessu erindi.

3.    Eysteinn kynnti bréf til Tómasar Jónssonar kirkjuvarðar þar sem honum er sagt upp störfum frá og með 1. maí. Starfslok 31. 07.08.

4.    Eysteinn kynnti drög að starfslýsingu kirkjuvarðar.

5.    Eysteinn kynnti auglýsingu um starf kirkjuvarðar. Samþykkt að auglýsa.

6.    Umræður um gerð nýs kirkjugarðs.

Fundinn sátu auk Sigurjóns Erlingssonar ritara: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Þórður Stefánsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Friðsemd Eiríksdóttir og Margrét Gunnarsdóttir.

Fundur sóknarnefndar 23. júní í sal safnaðarheimilis. Hófs kl. 20:00

1. Eysteinn Jónasson setti fund og kynnti umsóknir um ráðningu kirkjuvarðar. Um starfið sóttu sex umsækjendur sem allar voru mjög svo frambærilegar til starfsins og var því gripið til þess ráðs að kjósa leynilega um umsækjendur. Lokaniðurstaða var að Gunnþór Gíslason Erlurima 4 kt.: 0805482309 var kjörinn til starfsins.

     Áður hafði Eysteinn lagt fram tillögu að starfslýsingu kirkjuvarðar. Margrét Gunnarsdóttir og Þórður Stefánsson lögðu til viðbætur við tillöguna og einnig hafði Erla Kristjánsdóttir lagt fram tillögur. Fram komnum tillögum var bætt inn í starfslýsinguna eftir umræður þar um. Samþykkt að fel a Eysteini og Guðmundi að ganga endanlega frá starfslýsingunni og leggja fyrir nýjan kirkjuvörð- um leið og þeir ganga frá ráðningarsamningi.

     Þvínæst var rætt um ráðningu kirkjuvarðar. Eysteinn, Björn og Guðmundur höfðu farið yfir umsóknirnar og lögðu fram þá tillögu að fram færi leynileg atkvæðagreiðsla um umsækjendur.

     Gunnþór Gíslason fékk flest atkvæði og var því réttkjörinn til starfans. Samþykkt að fela Eysteini og Guðmundi að ganga til samninga við Gunnþór Gíslason.

2. Rætt um jarðskjálftaskemmdir á kirkjuturni og kirkju í nýafstöðnum jarðskjálfta. Málið er í höndum verkfræðinga viðlagatryggingar og verkfræðinga verkfræðistofu Sig. Thoroddsen. Von er á tillögum um styrkingu á turni innan frá.

3. Rætt um stöðu nýja kirkjugarðsins, en hann er ekki fullgerður til afhendingar eins og hann á að vera af hálfu bæjarfélagsins, þ.e. í fullri jarðvegshæð. 

4. Björn Gíslason sagði frá því að Landform væri að ljúka tillögu um minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson og frú.

Fundinn sátu auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar. : Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Þórður Stefánsson, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir,
Guðmundur Búason og Margrét St. Gunnarsdóttir.

Fundur sóknarnefndar 30. júlí 2008 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1200.

Formaður Eysteinn setti fund og bauð sérstaklega velkomna Guðbjörgu Jóhannesdóttur sem nú gegnir störfum sóknarprests í stað sr. Gunnars Björnssonar. Þá bauð hann einnig velkominn til starfa nýjan kirkjuvörð Gunnþór Gíslason. Sr. Guðbjörg þakkaði góðar móttökur og sagði frá forsendum þess að hún tók þetta tímabundna star að sér.
Sr. Guðbjörg skýrði frá því að eftir að sr. Gunnar Björnsson fór í leyfi hefði hann haldið áfram að sinna ýmsum athöfnum í kirkjunni t.d. útförum ofl.
Hefir sr. Gunnari verið tilkynnt í bréfi frá vígslubiskupi að hann eigi ekki að sinna prestverkum í Selfosskirkju á meðan á leyfi hans stendur. Er það gert í fullu samráði við sr. Guðbjörgu.

Kynnti sr. Guðbjörg sóknarnefnd efni bréfsins frá vígslubiskupi og einnig efni bréfs frá henni til sr. Gunnars. 

Ályktun.: „Sóknarnefnd staðfestir að starfandi sóknarprestur hverju sinni hefir umráð yfir húsakynnum kirkjunnar til allra kirkjulegra athafna“. Samþ. samhljóða“.
Sr. Guðbjörg vakti máls á því að starfsfólk kirkju ásamt sóknarnefnd og kirkjukór kæmi saman í haust til stefnumótunarvinnu og samráðs. Var vel undir það tekið.

Fundi slitið kl. 1340.

Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason,   Björn Gíslason, Gunnþór Gíslason, Þórður Stefánsson, Margrét S. Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir sat fundinn í fjarveru Maríu Kjartansdóttur (1. varamaður) en þurfti frá að hverfa vegna starfa fyrir undirritun. Fundarritari Sigurjón Erlingsson.



Fundur sóknarnefndar sunnud. 24. ágúst 2008 að aflokinni messu.
Fundur haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1225

Eysteinn Jónasson form. setti fund.

1.      Eysteinn kynnti bréf frá Guðm. Þór Guðmundssyni lögfr. framkvæmdastjóra Kirkjuráðs og er um hugmyndir um breytingar á skipan prestakalla þar sem sú hugmynd er sett fram að Selfoss-, Villingaholts-, Hraungerðis- og Laugardælaprestaköll sameinist. Að loknum umræðum var samþ. : „Sóknarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar góðrar samvinnu um framhald málsins.“ Samþykkt samhljóða.

2.      Rætt um gjaldtöku kirkjuvarða vegna sérathafna. „Samþ. að fela Eysteini og Guðmundi að athuga málið frekar og gera síðan tillögur til sóknarnefndar.“ Þ.e. starfssamning við Valdimar Bragason.

3.      Umræður um kostnað við athafnir í kirkju og verk í kirkjugarði vegna útfara. Sr. Guðbjörg upplýsti að þess mætti vænta að sérgreiðslur til presta vegna annarra athafna en messu yrðu felldar niður og yrðu hluti af launakjörum.
Tillaga: „Sóknarnefnd samþykkir að greiða framvegis aðeins það sem garðinum ber að greið-a skv. reglugerð um kirkjugarða, þ.e. prestsþjónustu og grafartöku. Ástæða þess er sú að tekjur garðsins hafa minnkað gríðarlega á síðustu árum“. Samþykkt samhljóða.

4.      „Sóknarnefnd samþykkir að kirkjuvörður og gjaldkeri hafi prókúru vegna reikninga.“ Samþ. samhljóða.

5.      „Sóknarnefnd samþykkir kaup á tölvubúnaði fyrir djákna“. Samþ. samhljóða.

6.      Útboð á nýja kirkjugarðinum.: Lögð var fram fundargerð sem gerð var á skrifstofu Landform ehf. 15. ágúst sl. en þá voru opnuð tilboð í framkvæmdirnar, það sem gert verður í suma.

         Eftirfarandi tilboð bárust:
1.         Vörðufell ehf.                                                                  kr. 22.291.806,-
2.         Vörðufell frávikstilboð                                                 kr. 18.631.806,-
3.         Slitlag ehf.                                                                         kr. 36.171.090,-
4.         Ræktunarsamb. Flóa og Skeiða                                kr. 28.018.195,-
5.         Drífandi ehf.                                                                     kr. 17.625.150,-
Kostnaðaráætlun er uppá:                                                      kr. 19.542.100,-

Sigurjón sagði frá því að 22. ágúst sl. var undirritaður við lægstbjóðanda Drífanda ehf., Valdimar Árnason, verksamningur með tilboðstölunni. 17.625.250,- kr. Verklok eru 15. okt. nk.

7.      Gunnþór kirkjuvörður sagði frá því að viðgerðir á kirkju og kirkjuturni myndu hefjast í næstu viku, en verkfr. st. og Línuhönnun sér um verkið í samráði við Viðlagatryggingu.

8.      Samþykkt heimild til kirkjuvarðar að láta mála kjallarann undir safnaðarheimili.

9.      Eysteinn lagði fram kvittun frá Héraðsskjalasafni Árnesinga fyrir móttöku á þremur fundargerðabókum sóknarnefndar, þ.e. frá 1953 – 2005.

10.   Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir kynnti umsóknir um starf æskulýðsfulltrúa en auglýst var um þetta starf fyrir skömmu. Sr. Guðbjörgu og Guðmundi Búasyni falið að ganga frá ráðningu.

11.   Sr. Guðbjörg kvaðst myndu byrja fermingarundirbúning í 3. viku sept. nk.

         Fundi slitið kl. 250

         Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Söndermann, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir og fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 7. sept. 2008 að lokinni messu.

Fundurinn er haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 12:30.

Form. Eysteinn setti fund.

1.      Eysteinn kynnti bréf frá starfandi sóknarpresti sr. Guðbjörgu og varðar fermingarfræðslu. Samþ. heimild til að hún kaupi bókina „Í Stuttu máli sagt“ sem er um fermingarfræðslu. Bókin kostar 1200 kr. og yrðu um 110 – 120 stk.   Tillaga um að börnin greiði 600 kr. fyrir hverja bók. Samþ. samhljóða.

2.      Í bréfi sr. Guðbjargar kom einnig fram ósk um að sóknarnefnd styrkti væntanlega ferð fermingarbarna á Landsmót æskulýðsfélaga. Samþ. samhlj. að greiða 2000,- kr. styrk vegna hvers barns sem yrðu 20 – 40 börn eða hugsanlega fleiri. Foreldrar greiði 3000 kr. pr. barn.

3.      Jörg Sondermann kynnti fyrirhugaða septembertónleika í kirkjunni.

4.      Þórður Stefánsson kynnti vinnu sína við að yfirfara læsingar kirkjunnar. Er hún langt komin.

5.      Þórður Stefánsson ræddi um samþ. síðasta fundar um gjaldtöku vegna jarðarfara (liður 3) Form. mun halda fund með stjórn kirkjukórsins.

6.      Herdís Styrkársdóttir nýráðinn æskulýðsfulltrúi kynnti fyrirhugað starf.

7.      Björn Gíslason kynnti tillögu frá Landform. ehf. um minnisvarða til heiðurs sr. Sigurði Pálssyni og Stefaníu Gissurardóttur konu hans. Þetta verði stuðlabergsstöpull með ágröfnu letri, sem standi hægra megin (frá kirkjudyrum séð) við gangstíg, framan við kirkjuna eins og sýnt er á teikningu. Rætt um endanlega áletrun á steininum og áður kjörinni nefnd falið að ganga endanlega frá málinu. Jafnframt verði leitað eftir stuðningi frá sveitarfélaginu þar sem sr. Sigurður var heiðursborgari Selfosskaupstaðar.

8.      Björn Gíslason rifjaði upp áður fram komna hugmynd um útgáfu upplýsingabæklings um kirkjustarfið.

9.      Gunnþór kirkjuvörður kynnti ósk frá Lionsklúbbi Selfoss um að fá afnot af kirkjunni í 2 daga vegna landsþings Lions, 22. – 23. maí nk. Samþykkt að athuga þetta mál nánar. Þá sagði hann frá því að viðgerðir eftir jarðskjálfta væru langt komnar.

         Fundi slitið kl. 14:45.

         Fundinn sátu.: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Herdís Styrkársdóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Söndermann, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórarinn Stefánsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.



Fundur sóknarnefndar 23. september 2008,

haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst klukkan 1815.

Formaður Eysteinn setti fund.

1.      Guðbjörg starfandi sóknarprestur sagði frá stöðu mála varðandi mál sr. Gunnars Björnssonar en biskup Íslands hefir nú vikið sr. Gunnar frá starfi tímabundið. Sr. Guðbjörg hefir nú hafið fermingarundirbúning og einnig fallist á þá ósk biskups að þjóna Selfossprestakalli til næstu áramóta.
Fram kom í sóknarnefnd þakkir til sr. Guðbjargar fyrir gott starf.

2.      Umræður um vetrarstarfið og ýmsa þætti sem framundan eru eins og útgáfu kynningarbæklings um starfið á komandi vetri.

3.      Sagt frá framkvæmdum í nýja kirkjugarðinum.

         Fundi slitið um kl. 2000  og allir sem sátu fund undirrituðu upplesna fundargerð:
Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir (sem sat sem varamaður fyrir Guðmund Búason sem er erlendis), Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson, Margrét Steina Gunnarsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, María Kjartansdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

 

Fundur sóknarnefndar 21. okt. 2008 í skrifstofu sóknarprests. 

Hófst kl. 1830 að aflokinni myndatökum af sóknarnefnd og öllu öðru starfsfólki kirkjunnar, sem fram fór í sal safnaðarheimilis (tilefni þessa var áætluð útgáfa kynningarits varðandi stafsemi fram að áramótum EÓJ).

1.         Eysteinn formaður setti fund og kynnti bréf frá launanefnd kirkjunnar um launamál. Boðaður er fundur um þessi mál í Reykjavík. (..í nóvember, samþykkt að Guðmundur Búason færi á fundinn, EÓJ til vara.)

2.         Formaður kynnti bréf frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma og er um greiðslur kostnaðar þegar um bálför er að ræða, en þá sér KGRP um að greiða prestkostnað vegna kistulagninga og útfarar auk akstur til presta, óháð því hvar hinn látni átti lögheimili eða duftker grafið.

3.         Kynnt bréf frá Sambandi ísl. kristniboðsfélaga með beiðni um framlag. Umsókn hafnað.

4.         Formaður kynnti fundargerð samráðsfundar um hugsanlegar stækkanir á húsnæði Selfosskirkju dags. 14. október sl. en Eysteinn formaður sat þennan fund ásamt Páli Bjarnasyni, Anne Hansen og Kristbirni Guðmundssyni á Verkfræðiskrifstofu Suðurlands. Samþykkt að gerð verði þarfagreining sem Anne Hansen verður aðili að fh. verkfræðistofunnar.

5.         Rætt um Hjálparjóð Selfosskirkju og reglur um hann, sem gerðar voru við stofnun hans 1986. Formaður kynnti minniháttar breytingar sem Eysteinn, Margrét Steina og sr. Guðbjörg leggja til.  Samþykkt að reglurnar yrðu lagðar fram sem fyrst með umræddum breytingum.
(Breytingar fólust í því að í stað safnaðarfulltrúa, kæmi gjaldkeri, fundur samþykkti að nefndin gæti úthlutað úr sjóðnum þótt ekki væru um dauðsfall að ræða ef ekki væri í aðra sjóði að ræða varðandi óvænt tilvik, innskot EÓJ sem samþykkt var samhljóða á fundinum.)

6.         Rætt um tónleikahald og kórastarf að undanförnu og voru þeim Jörg Söndermann og Edith Molnár færðar þakkir fyrir frábært starf í þessum efnum.

7.         Rætt um framkvæmdir í nýja kirkjugarðinum. Verkið er langt komið en hefir tafist vegna mikilla rigninga . Stefnt er að þökulagningu á næstu dögum ef veðurtíð leyfir.

8.         Eygló djákni sagði frá unglinga og barnastarfinu en þátttaka er nú meiri en nokkurn tíman áður.

9.         Rætt um ráðningarsamning við aðstoðarkirkjuvörð. Samþykkt að fela formanni og gjaldkera að ganga frá ráðningarsamningi.

10.          Um sameiningu prestakalla. Fundurinn samþykkti að senda frá sér ályktun til kirkjuþings og kirkjuráðs svohljóðandi. „Sóknarnefnd Selfosskirkju fer þess á leit við Kirkjuþing að ræddar verði á þinginu 2008 fyrirhugaðar breytingar á kirkjulegri þjónustu hér á svæðinu sem boðaðar voru í bréfi frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs dagsettu 5. ágúst 2008.“

11.          Björn Gíslason sagði frá tillögum varðandi útg. á safnaðarblaði frá Kirkjunni sem hugsanlega gæti komið út í byrjun nóv. n.k. Var fundurinn samþ. seim tillögum.

12.          Bj. kynnti tillögu að nýrri lýsingu á kirkju.   Samþykkt að vinna að málinu án sérstakrar tímasetningar.

13.          Stefnt verður að samveru sóknarnefndar og starfsfólks Selfosskirkju á næstunni. Sr. Guðbjörg kannar málin. Fundi slitið kl. 22:00

Þeir sem náðu að undirskrifa fundargerð í lok þessa tæplega fjögurra tíma fundi voru:
Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson, Margrét Steina Gunnarsdóttir sem tók við starfi ritara, Sigurjóni, sem þurfti að hvera af fundi vegna annarra erinda.

Þeir sem sátu fyrri hluta fundar ásamt sóknarnefnd voru: Herdís Styrkársdóttir (barna og unglingastarf), Gunnþór Gíslason kirkjuvörður, Jörg Sonderman organisti, Edith Molnár kórstjóri barna- og unglingakóra og djákninn Eygló Jóna Gunnarsdóttir. Þau viku af fundi þegar 8. lið hér að ofan lauk.



Fundur sóknarnefndar 18. nóv. 2008. Hófst kl. 1815 í skrifstofu sóknarprest.

Formaður setti fund og bauð sérstaklega velkoma: Edit Molnár kórstjóra barnakóra og unglingakórs Selfosskirkju. (Ath. skáletranir hér eru nánari skýringar formanns við innslátt á netið. )

1.      Edit sagði síðan frá kórastarfinu að undanförnu og hvað fyrirhugað er. Hún sýndi sóknarnefnd heiðursskjal frá Menningarráði Suðurlands en Minningarráð veitti Unglingakór Selfosskirkju 500 þú. kr. styrk til verkefnisins „Íslenskir söngdansar“. Heiðursskjalið er dagsett 6. nóv. 2008.
Í kórunum sem Edit stjórnar eru nú 85 félagar (í yngri- og eldri barnakórum, en þar að auki 20 í Unglingakór Selfosskirkju).

2.      Sr. Guðbjörg sagði frá því að ákveðin er ferð í Skálholt nk. laugardag, þar sem verður samverustund sóknarnefndar og starfsfólks.

3.      Eysteinn flutti þakkir fyrir blaðið „Kirkjufréttir“ sem Selfosskirkja gaf út í nóv. 2008. Blaðið er skráð 1. tbl. 1. árg. en í blaðinu er starfið í kirkjunni kynnt í máli og myndum. Samþ. að senda styrktaraðilum blaðsins sérstakt þakkarbréf.

4.      Einnig var samþykkt að senda Landsbankanum á Selfossi þakkarbréf fyrir sjónvarp 42“ sem kirkjunni var fært að gjöf í tilefni af (90 ára) afmæli bankans.

5.      Rætt um stöðu framkvæmda í nýja kirkjugarðinum, en þökulagningu er enn ólokið vegna erfiðrar tíðar.

6.      Björn sagði frá gangi mála varðandi minningarstöpul sr. Sigurð Pálsson (og frú). Kostnaðaráætlun telur Landform ehf. verða í heild um 350 þús.

7.      Eygló djákni spurði um hvað liði gjöf frá bæjarfélaginu Árborg vegna 50 ára afmælis kirkjunnar í maí 2006. (Formanni falið að kanna með gjafarbréfið og gang mála).

8.      Gunnþór sagði frá ýmsu varðandi viðhaldsframkvæmdir í kirkju og fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári.

9.      Eysteinn lagði fram og kynnti endurskoðuð lög Hjálparsjóðs Selfosskirkju sbr. 5. lið fundarg. frá 21. október sl. Samþykkt samhljóða. (Sjá hér að neðan).

10.      Samþ. að taka þátt í hjálparstarfi sem er samtök hjálparaðila hér um slóðir undir forystu Rauða krossins. Samþykkt að leggja (allt að) 1% af tekjum kirkjunnar til sjóðsins.

Sigurjón Erlingsson fundarritari þurfti að víkja af fundi kl. 2000 (..og við tók Margrét Steina Gunnarsdóttir.)

11.      Rætt um sameiningarmál. (Þ.e. sameiningu sókna eins og fram hefur komið á síðustu fundum).

12.      Sr. Guðbjörg sagði frá vígslu nýrrar kapellu á Sjúkrahúsinu s.l. sunnudag. Einnig sagði hún frá starfinu framundan og öflugu safnaðarstarfi.

13.      Erla Rúna kynnti hugmyndir að samúðarkorti frá kirkjunni teiknað af Sólrúnu Guðjónsdóttur.

Fundi slitið kl. 2010Eftirfarandi undirrituðu fundarger, en geta má þess að Edit, Gunnþór og Eygló viku af fundi eftir almennar umræður um starf innan kirkjunnar fram að 9. lið þessarar fundargerðar.

Margrét Gunnarsdóttir fundarritari (eftir að Sigurjón þurfti frá að hverfa), Erla Rúna Kristjánsdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, María Kjartansdóttir, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir.

 

Hjálparsjóður Selfosskirkju.

Stofnaður 16. nóvember 1986

Lög sjóðsins endurskoðuð og breytt á fundi sóknarnefndar 18. nóvember 2008.

1.    Sjóðurinn er eign Selfosskirkju og í vörslu féhirðis hennar. Þannig er sjóðurinn ekki sjálfstæð stofnun, heldur sé um að ræða þá fjármuni safnaðarins sem sérstaklega eru fráteknir til hjálparstarfs safnaðarins og lagðir fram af gefendum í því augnamiði.

2.    Sóknarprestur, sóknarnefndarformaður og gjaldkeri sóknarnefndarmynda sjóðsnefnd er sjái um úthlutun úr sjóðnum eftir umsóknum, aðeigin frumkvæði, og/eðaábendingum sóknarnefndarfundar og annarra starfsmanna kirkjunnar.

 

3.    Úthlutun úr sjóðnum skal, eins og til var stofnað, fyrst og fremst vera í sambandi við slysfarir og þörf sem verður við óvænt og ótímabær dauðsföll svo og þau önnur tilfelli sem koma kynnu upp þar sem ekki er hægt að sækja til annarra stofnana varðandi aðstoð. Breytingar frá ofangreindu þurfa að hlíta samþykki a.m.k. 2/3 hluta sóknarnefndar.

4.    Komi upp þau tilfelli sem ekki megi bíða úrlausna og einhverjir tilnefndra í sjóðsnefnd eru fjarverandi, skal djákni leysa prest af, varamaður formanns koma í hans stað og ritari koma inn í stað gjaldkera.

5.    Halda skal reikning sjóðsins sérstaklega og skal hann endurskoðaður með kirkjureikningum og borinn undir safnaðarfund á sama hátt.

Selfossi 18. nóvember 2008.



Fundur sóknarnefndar 6. des. 2008 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 15:34

Gestur fundarins er sr. Eiríkur Jóhannsson prófastur.

Form. Eysteinn Jónasson setti fund.

1.      Staða mála eftir að nú er fallinn sýknudómur í máli sr. Gunnars Björnssonar sóknarprests.
Eftir umræður var Eiríki prófasti falið að ræða málin við biskup.

2.      Sigurjón Erlingsson afhenti kirkjunni gjöf frá Erlu Guðmundsdóttur, mynd af kirkjukór Selfosskirkju með nöfnum á bakhlið. Myndin er úr eigu móður Erlu, Elínborgar Sigurðardóttur frá Stað á Selfossi.

Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Undir fundargerð rita.: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Þórður Stefánsson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Margrét S. Gunnarsdóttir, Guðmundur Búason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, sr. Eiríkur Jóhannsson prófastur og sr.Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur.