Aðalfundur KS 2015
Aðalfundur Kvenfélags Selfosskirkju var haldinn mánudaginn 2. mars 2015 kl. 20:00 í Safnaðarheimili Selfosskirkju.
Mættar voru 16 konur sem er helmingur félagskvenna og telst fundurinn því löglegur.
Eygló Gunnarsdóttir, formaður setti fundinn og tók við fundarstjórn.
Elísabet Hermannsdóttir var fundarritari, en Ingibjörg Elsa Björnsdóttir ritaði fundargerð.
- Fundargerð síðasta aðalfundar 3.mars 2014 var lesin og samþykkt samhljóða.
- Eygló Gunnarsdóttir las skýrslu formanns og var hún samþykkt samhljóða.
- Reikningar gjaldkera voru lagðir fram og er fjárhagsleg staða félagsins góð. Reikningar voru samþykktir samhljóða.
Ákveðið var að styrkja Unglingakórinn um 500 þús. krónur og styrkja Sjóðinn góða um 600 þús. kr. Hvoru tveggja var samþykkt með meirihluta atkvæða.
- Stjórnar og nefndarkjör.
Elísabet Hermannsdóttir baðst undan því að vera ritari og var Ingibjörg Elsa Björnsdóttir kosin ritari í hennar stað. Dolores Mary Foley var kosin í kaffinefnd sem viðbót, en að öðru leyti hélt nefndarskipan sér óbreytt frá fyrra ári.
Stjórn 2015-2016
Aðalmenn:
Eygló Jóna Gunnarsdóttir (2014)
Guðný Ingvarsdóttir (2015)
Valgerður Gísladóttir (2015)
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2015)
Lilja Guðmundsdóttir (2014)
Varamenn:
María Kjartansdóttir (2015)
Jóhanna Hafdís Magnúsdóttir (2014)
Kaffinefnd 2015:
Eygló Jóna Gunnarsdóttir
Guðný Ingvarsdóttir
S. Eygló Aðalsteins
Dolores M. Foley
Kyrtlanefnd 2015:
Ólöf Bergsdóttir
S. Eygló Aðalsteinsdóttir
Eygló Jóna Gunnarsdóttir
Skemmtinefnd 2015:
Erla Rúna Kristjánsdóttir
Jóhanna Hafdís Magnúsdóttir
Lilja Guðmundsdóttir
Sólrún Guðjónsdóttir
5. Endurskoðendur voru kjörnir eftirfarandi:
Endurskoðendur 2015
Hrönn Baldursdóttir
María Kjartansdóttir
- Önnur mál
Rætt var um að kvenfélagið verður 50 ára á næsta ári (2016) og var rætt um hvað hægt væri að gera til hátíðarbrigða. Skemmtinefnd mun skoða málið.
Farið var með gamanmál og að loknum fundi voru kaffiveitingar.
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir