Foreldramorgnar

foreldramorgnarÁ hverjum miðvikudegi frá kl. 11:00 – 12:30 í Safnaðarheimilinu.
Á borðstólnum er brauð, ávextir, kaffi, te og vatn.

Foreldrar hittast þar með börn sín, spjalla saman. Af og til fá þau fræðslu.

Börnin hitta fullt af öðrum börnum og leika sér saman, því nóg er af dóti, einnig myndir, litir og púsl fyrir eldri börnin.

Mæting er frjáls, enginn aðgangseyrir og fullt af hressum foreldrum (mæðrum) af Árborgarsvæðinu, þar sem kynnast má fólki með börn á svipuðum aldri.

Láttu sjá þig og leyfðu barninu þínu eða börnum að kynnast öðrum börnum og leyfðu öðrum að kynnast þér.

Umsjón með morgnunum hafa prestar kirkjunnar.

Á Facebook er hægt að vera meðlimur í síðu hópsins og fá þar upplýsingar um starfið

https://www.facebook.com/groups/286018154853258/?fref=ts