Helgihald um bænadaga og páska í Árborgarprestakalli

6. apríl – skírdagur
Fermingarmessur í Selfosskirkju kl. 11 og 13.
Messa í Laugardælakirkju kl. 15:00. Að messu lokinni fer aðalsafnaðarfundur sóknarinnar fram í kirkjunni.

7. apríl – föstudagurinn langi
Pílagrímaganga kl. 9:45. Gengið verður frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju. Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju og verður staldrað við á leiðinni til stuttra hugleiðinga.

8. apríl – Laugardagur fyrir páska
Magnificat – Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju kl. 16 (miðasala á tix.is).

9. apríl – páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkja kl. 08:00. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkjugestum til morgunverðarborðs í safnaðarheimilinu.
Hátíðarmessa í Eyrarbakkakirkja kl. 08:00
Hátíðarmessa í Stokkseyrarkirkja kl. 11:00
Hátíðarmessa í Villingaholtskirkja kl. 11:00

10. apríl – annar páskadagur
Messa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00
Messa í Gaulverjabæjarkirkja kl. 14:00

Gleðilega páska og verið öll hjartanlega velkomin til góðra og gefandi kirkjustunda yfir páskanna.

Fermingarnámskeið í Selfossprestakalli

fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fyrir börn sem munu fermast í Selfossprestakalli vorið 2017 hefst með þriggja daga námskeiði í Selfosskirkju dagana 18. og 19. ágúst kl. 9-12.30 og 22. ágúst kl. 13-15.30.  Dagskráin á námskeiðinu verður fjölbreytt og skemmtileg, bæði utan dyra og inni í kirkjunni.  Ef einhver væntanleg fermingarbörn eru enn óskráð biðjum við foreldra þeirra um að bæta úr því hið snarasta með því að hafa samband við prestana gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.

Þau fermingarbörn sem ekki geta tekið þátt í fræðslunni þessa þrjá daga munu koma í fræðslustundir á starfsdögum grunnskólanna í staðinn, væntanlega 17. og 18. nóvember.

Hvítasunna 2015

HvítasunnaHátíðarmessa á hvítasunnudag, 24. maí kl. 11. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Organisti Jörg Sondermann. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Allir velkomnir!

Villingaholtskirkja: Ferming á hvítasunnudag, 24. maí kl. 13:30. Fermd verður Kolbrún Katla Jónsdóttir, Lyngholti. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Laugardælakirkja: Fermingarmessa kl. 13 á annan í hvítasunnu, 25. maí.  Fermdur verður Guðjón Leó Tyrfingsson, Ljónsstöðum.  Prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Hraungerðiskirkja: Ferming á annan í hvítasunnu, 25. maí kl. 11:00. Fermd verður Arndís María Ingólfsdóttir. Prestur er sr. Axel Á. Njarðvík. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir sönginn. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Messa, lok barnastarfsins og ferming 26. apríl

Sumarsól

Messa, lok barnastarfs vetrarins og ferming Stefáns Tors Leifssonar kl. 11. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti Jörg Sondermann. Barnastarf á sama tíma í umsjón Hugrúnar Kristínar æskulýðsfulltrúa og æskulýðsleiðtoga Selfosskirkju. Kirkjukórinn leiðir söng. Ís og kaffisopi eftir messu sem og súpa og brauð á vægu verði. Verið hjartanlega velkomin.

Fermingarmessa kl. 11 – 12. apríl 2015

Fermingarmessa kl. 11, 12. apríl, fyrsta sunnudag eftir páska.

Kirkjukórinn syngur. Organisti Jörg Sondermann. Prestar Axel Árnason Njarðvík og Þorvaldur Karl Helgason. Spjaltölva 019

Á sama tíma verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu, í umsjá Hugrúnar Kristínar Helgadóttur, æskulýðsfulltrúa.

Fermingarbörnin eru: Daníel Garðar Antonsson, Díana Dögg Svavarsdóttir, Erla Rún Kaaber, Erlingur Örn Birgisson, Gunnar Flosi Grétarsson, Hekla Rún Harðardóttir, Jónína Sigurjónsdóttir.

Fermingar og viðtöl

Nú dregur hratt  að fyrstu fermingum. Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar –axel.arnason@kirkjan.is– hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Æfing fyrir fermingu á skírdegi, 2. apríl  verður þriðjudaginn 31. mars  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Æfing fyrir fermingu, sunnudaginn 12. apríl  verður fimmtudaginn 9. apríl  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á https://selfosskirkja.is/?page_id=44

þriðjudaginn 31. mars kl 14-16 og miðvikudaginn 1. apríl  kl 14-16 fyrir börnin sem fermast  á skírdegi  2. apríl.

Þriðjudaginn 28.apríl kl 14-16 og miðvikudaginn 29. apríl fyrir börnin sem fermast 9. og 10. maí.

Börnin mega koma aðra daga en nefnda ef þurfa þykir.

Nú dregur að fyrstu fermingum

Bjartur dagurNú dregur að fyrstu fermingum, laugardaginn 28. mars kl. 11 og sunnudaginn 29. mars kl. 11. Æfing fyrir fermingu og mátun kyrtla verður fimmtudaginn 26. mars, kl. 17 fyrir laugardagshópinn og kl. 18 fyrir sunnudagshópinn. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar (axel.arnason@kirkjan.is) hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á hér
komi þriðjudaginn 17. mars kl 14-16 eða miðvikudaginn 18. mars kl 14-16 og til vara þriðjudaginn 24. mars kl 14-16  eða miðvikudaginn 25. mars kl 14-16.

Fermingarbörn í Skálholt

Skálholt 29.-30.4. 2013 (5)Á miðvikudag og fimmtudag fara fermingarbörn í dagsferð sem er liður í fræðslunni. Fyrri hópurinn fer á miðvikudag (Sunnulækjarskóli) og sá seinni á fimmtudag (Vallaskóli). Lagt verður af stað frá skólunum kl. 8,30, og fyrst farið í Hraungerðiskirkju og Ólafsvallakirkju. Þá liggur leiðin í Reykjahlíð, að skoða þar eitt af nútíma tæknivæddum fjósum landsins, hjá Sveini Ingvarssyni. Einnig verður skoðað gróðurhús í Reykholti, sem Sveinn A. Sæland og fjölskylda reka. Í Skálholti verður dagskrá fyrir og eftir hádegi. Orgel –og söngstund verður í kirkjunni, þar sem Jón Bjarnarson, organisti, leikur á kirkjuorgelið og stjórnar söng. Borðað verður í Skálholtsskóla þar sem einnig verður fræðslustund eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að koma til baka 14,30 – 15 og vera þannig jafnlengi og venjubundinn skóladagur. Auk prestanna beggja, fer með einn stuðningsfulltrúi úr Sunnulækjaskóla fyrri daginn og einn faðir verður með á fimmtudeginum. Sími prestanna er hjá Þorvaldi Karli 856 1501 og hjá Axel 856 1574.