Aðalfundur Selfosssóknar 4. mars 2018

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar 2017
Haldinn í Selfosskirkju sunnudaginn 4. mars 2018 kl. 12:30

 1. Fundur settur af formanni

Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar setti fundinn á fundinn voru mættir 22

 1. Starfsmenn fundarins skipaðir

Björn formaður lagði fram tillögu um starfsmenn fundarins sem var samþykkt samhljóða:

Valdimar Bragason var kjörinn fundarstjóri og Guðrún Tryggvadóttir fundarritari.

 1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sl. ár.

Fundarstjóri tók fram að fundargerð síðasta aðalsafnaðarfundar væri á netinu og teldist samþykkt ef ekki kæmu fram athugasemdir.

 1. Skýrsla formanns

Björn formaður sagði frá hvernig sóknarnefnd er skipuð og hverjir eru starfsmenn kirkjunnar.  Verkaskipting stjórnar var þannig:  Björn Ingi Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Guðrún Tryggvadótti ritari, Þórður Árnason 1. varaformaður, Fjóla Kristinsdóttir 2. varaformaður.  Meðstjórnendur voru þau: Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Gunnþór Gíslason, Petra Sigurðardóttir og Jóhann Snorri Bjarnason.  Í varastjórn sátu í þessari röð: 3. varaformaður Páll B. Ingimarsson, Hjörtur Þórarinsson, Eyjólfur Sturlaugsson, Sigurður Sigurjónsson, Sigríður Bergsteinsdóttir, Sigurður Jónsson, Örn Grétarsson, Erla Rún Kristjánsdóttir og Margrét Óskarsdóttir. Þórður G. Árnason var á árinu skipaður Safnaðarfulltrúi Selfosskirkju.

Fundir sóknarnefndar voru 9 á árinu en nefndin hélt einnig nokkra aukafundi, auk samstöðufundar með aðalmönnum og varamönnum í sóknarnefnd, prestum og öðru starfsfólki. Þá fór sóknarnefnd og starfsfólk ásamt mökum í vor í heimsókn að Hruna til sr. Óskars og sóknarnefndar sem tóku vel á móti hópnum.  Áhugi er á frekari samskiptum af sama toga.

Björn fór yfir starf sóknarnefndarinnar á siðasti ári.  Talsvert var unnið í viðhaldi kirkjunnar, svo sem sprunguviðgerðir á Kirkjunni, og hún svo máluð, gólf í safnaðarheimili var pússað upp og veggir málaðir, og keyptir voru nýjir stólar í safnaðarheimili.  Andyrið hefur verið tekið í gegn.  Búið er að laga jarðsamband í rafmagninu í kirkjunni og framtíðarverkefni er að taka þakið á krikjunni.  Brunavarnirnar hafa verið lagaðar td. hurðir opnast nú út í stað inn áður, settar hafa verið upp paniklæsingar á stóruhurðina út í kirkjunni en margt er eftir.  Nýr flygill var keyptur á árinu sem kostaði um 5 miljónir kr.  Björn ræddi um minningarreiturinn í kirkjugarðinum sem er ætlaður fyirr þá sem látist hafa í fjarlægð.  Um hann gildir reglugerð sem þarf að framfylgja og koma þarf honum í rétt horf miðað við reglurnar.

Samið var á árinu við Hugrún Krístínu um umsjón með eldhúsi og í framhaldinu var ný uppþvottavél keypt og borð þar í kring.

Kirkjan fékk ýmsa styrki og gjafir á árinu sem voru helstar að kirkjan fékk styrk frá Héraðsnefnt til stólakaupa, Árvirkinn gaf skjá í safnaðarheimili, Landbankinn gaf skrifborð og skápa, KPMG gaf skrifborð og skápa, 46 móelin gáfu snúningsgrind fyrir líkkistur í samstarfi við Vélsmiðju Valdimars Friðrikssonar.  Samstarfstyrkur er við sveitarfélagið Árborg, fáum styrkir í ýmis verkefni.

Tvisvar á ári eru gefnar út Kirkjufréttir sem fara inn á hvert heimili.  Páskakaffi er eftir messu á páskadag sem hefst kl. 8:00

Aðalmaður af hálfu okkar í Hjálparstarfi kirkjunnar er Vilhjálmur Eggertsson og Þórður G.  Árnason er varamaður. Ninna Sif, Þórður og Gunnþór fóru sem fulltrúar á Héraðsfund.

Vinnurreglur voru mikið skoðaðar á árinum, lögfræðingur þjóðkirkjunnar hefur fengið hugmyndir sóknarnefndar til skoðunar.

Kjósa þarf í kjörnefnd sem þarf að vera skipuð 14 aðalfulltrúum og 14 til vara en hlutverk hennar er að kjósa prest, vígslubiskup og fulltrúa á kirkjuþing.

Hreinsidagur verður í vor þar sem öllum verður boðið að taka þátt að taka til í nærumhverfi kirkjunnar.  Kirkjan fékk umhverfisverðlaun Árborgar á síðasti ári.

Björn þakkaði að lokum öllum fyrir sem hafa lagt hafa kirkjunni lið á síðasta ári.

 1. Skýrsla sóknarprests.

Sóknarprestur, sr. Guðbjörg Arnardóttir flutti skýrslu um sarfsemina á síðasta ári sem hér fer á eftir:

Ég mun fara yfir það sem hvað mest hefur borið á í starfi safnaðarins á liðnu ári.  Verður hér ekki upptalið það sem æskulýðsfulltrúi og kórstjóri og organisti greina frá í sínum skýrslum.   

Á mánudögum á fyrri hluta ársins var kyrrðarbæn í kirkjunni og um hana sjá þau Margrét Scheving og Þorvaldur Halldórsson og vil ég færa þeim þakkir fyrir þetta sjáflboðna starf sem þau vinna en ákváðu í haust að taka frí frá þessu starfi í bili.

Á þriðjudögum hittist hér á baðstofuloftinu hópur sem kallar sig Vinavoðir, hugmynd þess starfs er komið frá Lindakirkju og eru í þessum hópi konur sem prjóna sjöl og trefla handa konum og körlum, hafa þær afhent okkur prestunum töluvert magn sem við megum svo gefa þeim sem við húsvitjum eða viljum sýna vinavott fyrir hönd kirkjunnar og fylgir flíkunum bæn og kveðja frá Selfosskirkju.

Á miðvikudagskvöldum sér Hugrún Helgadóttir um Tólf sporin, andlegt ferðalag.  Vil ég færa hennir þakkir fyrir hennar góða starf.

Í vor og haust voru sorgarhópar í fjögur skipti og sáum við prestarnir um það. 

Í ágúst var fermingarnámskeiðið okkar og var það eins og fyrra í þrjá daga við fórum einnig í annað sinn í Vatnaskóg.  Við þökkum sóknarnefnd fyrir þann styrk að greiða rútuna fyrir þau.  Ferðin í Vatnaskóg var vel heppnað og góð upplifun fyrir fermingarbörnin.  Í dag velta fermingarbörn því raunverulega fyrir hvort þau vilji fermast og af hverju.  Það skiptir miklu máli að við vöndum til verka og bjóðum upp á vandaða og eftirminnilega fermingarfræðslu.  Síðan eru hefðbundar mánaðarlegar samverur með fermingarbörnum og í nóvember söfnuðu fermingarbörnin fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Ótalið er og erfitt er að greina frá þeim tíma sem fer í sálgæsluviðtöl presta við þau sem til þeirra leita.  Prestar fara með reglubundnum hætti að lesa og ræða við heimilisfólk á Ljósheimum og Fossheimum.  Einnig er farið mánaðarlega í heimsókn í Vinaminna og Árblik sem er dagvistun aldaðra og koma þau fyrsta fimmtudag í mánuði í tíðasöng og kaffisopa á eftir.  Um kaffið sá áður Kvenfélag Selfosskirkju en nú Eygló Jóna Gunnarsdóttir ásamt starfsfólki og öðrum.

 

Tölulegar upplýsingar um helgihald og úr kirkjubókum.

Messur og fjölskylduguðsþjónustur í Selfosskirkju 67 og messugestir 7044.

Tíðasöngur 184 samverur og samtals mætt 7973

Sunnudagaskóli 18 samverur mætt 583

Altarisgestir 2227

Útfarir skráðar í prestsþjónustubók:  50

Skírnir skráðar í prestsþjónustubók:  74

Hjónavígslur skráðar í prestsþjónustubók:  28

Börn fermd:  121

Aukning er í messusókn, fjöldi útfara, fjölgar í sveitafélaginu og um leið eykst þörfin fyrir þjónustu.  Ath að útförum annarra en sóknarbarna hefur fjölgað vegna stærðar og aðstöðu kirkjunnar.

Alla jafna er á sunnudögum kl. 11 hefðbundin messa með altarisgöngu.  Við höfum þó eins og undanfarin ár breytt út frá þessum amk. 1 sinni í mánuði með fjölskylduguðsþjónustu eða einhvers konar þemamessu, vorum við sem dæmi í október með bleika messu í samstarfi við Krabbameinsfélag Árnessýslu, sérstaka konudagsmessu með heimsókn frá Karlakór Hreppamanna sem var vel sótt og á konudeginum í ár var seld súpa þar sem ágóðinn rann í flygilsjóð.  Það er metnaður okkar prestanna ásamt organista að vanda vel til helgihaldsins, það er unnið skipulega og gott að koma að því.  Það er ómetanlegt og verður aldrei of oft sagt hversu dýrmætur kirkjukórinn er, þar sem í messunum fáum við einmitt að njóta fallegra kórverka sem þau hafa unnið á milli þess sem þau leiða almennan safnaðarsöng en þess er alltaf gætt að þarna sé jafnvægi á milli.  Kvöldmessurnar hafa gengið vel og verið undanfarið vel sóttar og þá einkum þegar kallað er til nöfn sem fólk þekkir og trekkir að.  Í þessu felst vissulega auka kostnaður fyrir sóknina en það teljum við allt þess virði, þarna sjáum við fólk sem ekki kemur í hinar hefðbundnu messur og með kvöldmessunum er því breiðari hópur fólks þjónustaður.  Við reyndum einnig á síðasta ári að minnast 500 ára afmælis siðbótarinnar með fræðslukvöldi og hátíðarmessu.

Eftir messu yfir vetrartímann er súpa sem Hugrún K. Helgadóttir hefur skipulagt og stýrt og Jóhanna Hafdís, það er dýrmætt að eiga þetta samfélag eftir messuna en sannarlega mættu fleiri koma að því.  Það var upphaflega von að fleiri kæmu að en svo hefur ekki orðið raunin. 

Eins og heyra má af þessari skýrslu sem og skýrslum æskulýðsfulltrúa og kórstjóra og organista fer mikið starf fram í kirkjunni og líklega meira en fólk almennt telur.  Það er jákvæður og góður andi í samstarfi og samvinnu allra sem koma hér að starfinu hvort sem það er launað starfsfólk eða sjálfboðið starf og skipta hér allir máli, sem mikilvægir hlekkir í þeirri keðju sem starfi er í heild sinni, allt unnið fyrir kirkjuna og í þjónustu við fólkið. 

Í ljósi #metoo byltingarinnar sem snertir alla fleti þjóðfélagsins langar mig að minna á verklag sem hefur verið við líði í Þjóðkirkjunni um nokkurt skeið sem er m.a. skimunin, sýna það blað og fara yfir.  Í Selfosskirkju eru í gildi vinnureglur sem unnið er eftir og hafa það að markmiði að tryggja það að kirkjan sé öruggur staður fyrir þau sem þangað koma.  Snúast þær reglur m.a. að því að kynna þessar reglur sem og siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólk, þá einnig að starfsfólk og þau sem koma að starfi í kirkjunni sæki sér fræðslu er þessi mál varðar.  Allt þetta hefur verið gert og og verður nú ekki síður áfram lögð áhersla á þetta mikilvæga málefni.

Ég vil þakka sóknarnefnd og öllu samstarfsfólki fyrir gott samstarfs og hlakka til komandi tíma í starfi sóknarinnar.  Það er góður og hlýr andi í þeim hópi sem hér starfar og gleði og er það þakkarvert. 

 1. Skýrsla æskulýðsfulltrúa.

Æskulýðsfulltrúi, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skýrði frá æskulýðsstarfinu.

Sunnudagaskólinn fór mjög vel af stað í haust og hefur verið góð mæting í allan vetur mest rúmlega 90 manns. Efnið er áhugavert og skemmtilegt en það er gefið út af Biskupsstofu.

Kirkjuskóli fyrir börn 6 -8 ára er í báðum skólum sveitarfélagsins.  Nú eru rúmlega 50 börn skráð í kirkjuskóla og hefur hann vaxið á milli ára.

Tilraun var gerð til að koma betur til móts við börn í 4. bekk að bjóða upp á 9 – 10 ára starf í kirkjunni þar sem kirkjuskóli hentar síður þeirra þroska. Mætingin var stopul og því féll þetta niður frá janúar.

Um 20 börn hafa verið að mæta í TTT starf (9-12 ára) að staðaldri. Farið er í leiki, spuna, sungið og endað á bænastundum inni í kirkju og er þetta dýrmætur hluti af fundinum og góð stund með börnunum en þarna gefst oft tækifæri til að spjalla um líðandi stund.

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnir hittist á þriðjudögum kl. 19:30 og að jafnaði mæta um 15 unglingar. Þetta er góður hópur unglinga sem þekkist orðið mjög vel. Fastir liðir æskulýðsstarfsins eru vöfflukvöld, Biblíumaraþon, Jól í skókassa, Landsmót, febrúarmót í Vatnaskógi og ómissandi æskulýðsfundir. Það er gott að hafa metnaðarfulla dagskrá á æskulýsfundum en það er jafnframt mikilvægt að geta bara komið og hangið.

Landsmót ÆSKÞ á Selfossi dagana 20 – 22. október 2017

Það kom í hlut okkar Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur að vera landsmótsstjórar.

Yfirskrift landsmóts var (ó)nýtt landsmót sem minnir okkur á að hver hlutur og hugmynd er auðlind. Það sem er ónýtt í augum eins er nýtt í huga annars. Að endurnýta hluti sem og hugmyndir er til þess fallið að auka verðmæti og á sama tíma sýna virðingu. Við horfðum til sköpunarverksins og hvernig við getum varðveitt það sem Guð hefur gefið okkur. Við sem kristnir einstaklingar berum ábyrgð á því að varðveita og viðhalda sköpun Guðs og það er skylda okkar að gera allt það sem í okkar valdi til að skila jörðinni í betra ásigkomulagi en við tókum við henni.

Á landsmóti horfðum við sérstaklega til matarsóunar og plastnotkunar og neikvæðra áhrifa þessa þátta á umhverfið. Þetta voru skilaboð sem við vildum koma til skila og okkur finnst einnig mikilvægt að þema mótsins verði ekki þema einnar helgar heldur haldi áfram að hvetja okkur áfram í því að hugsa um jörðina okkar.

Landsmótið á Selfossi gekk vel í alla staði og var ánægjulegt að sjá útkomu úr könnunum eftir mót að sjálfboðaliðar og leiðtogar voru ákaflega ánægðir með skipulag mótsins og veru sína á Selfossi. Ítarlegri skýrslu landsmótsstjóra má finna á vef ÆSKÞ.

Foreldramorgnar hafa verið mjög vel sóttir þannan vetur. Á fen þar er drukkið töluvert magn af kaffi og spjallað um lífsins gagn og nauðsynjar. Þess á milli fáum við fræðsluerindi en fastur liður er erindi tvisar á önn frá Heislugæslu Suðurlands. Við höfum einnig fengið erindi frá Velferð, Rögnu og Björg snyrtifræðingi. Í október kom Regína Ósk söngkona til okkar og söng nokkur lög af disknum sínum „Leiddu mína litlu hendi“. 

Fjölskyldumessur eru einu sinni í mánuði og eru þær skipulagðar í samstarfi við presta Selfosskirkju og organista. Þær eru uppbrot frá hefðbundinni messu, áhersla lögð á efni fyrir börnin og unglingana í kirkjunni. Brúðurnar úr sunnudagaskólanum koma fram og lesin eða leikin biblíusaga. Góð stund fyrir alla fjölskylduna og hafa þær verið vel sóttar í vetur.

Leiðtogar Selfosskirkju hafa allar farið í Farskóla leiðtogaefna og fjögur ungmenni sækja nú Farskóla leiðtogaefna.

Aðventuheimsóknir skólanna voru einstaklega ánægjulegar og vel nýttar en 1. – 4. bekkingar í báðum skólum bæjarins nýttu þetta boð sem og allir leikskólarnir nema einn sem hefur áhuga á að koma í kirkjuheimsókn í vor. Tekið var á móti börnunum og fengu þau stutta fræðslu um það sem fer fram í kirkjunni, það var sungið og Jólaguðspjallið flutt með nýju sniði eða með frumsömdu leikriti eftir sóknarprest Selfosskirkju.

Selfosskirkja er bæði með facebooksíðu og heimasíðu þar sem allt starfið er auglýst, foreldramorgnar, æskulýðsfélagið og TTT eru með lokaða hópa þar sem starfið er kynnt hverju sinni. Sunnudagskólinn er með sér síðu fyrir tilkynningar.

Æskulýðsfulltrúi sótti ýmis námskeið svo sem haustnámskeið biskupsstofu og ráðstefnu á vegum áhugafélags um Guðfræðiráðstefnur. Í haust var einnig fyrirlestur á Hellu.  Æskulýðsfélag Selfosskirkju er félagi í ÆSKÞ og sótti æskulýðsfulltrúi námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi.

Í janúar fengum við glæsilegt brúðuleikhús sem var vígt í Eurovision fjölskyldumessu í byrjun febrúar. Leikhúsið var keypt fyrir hluta af gjöf frá Kvenfélagi Selfosskirkju og mun án efa nýtast vel í æskulýðsstarfinu.

Að lokum skal skólayfirvöldum á Selfossi þakkað fyrir afar gott samstarf og jákvætt viðmót í garð kirkjustarfsins.

 1. Skýrsla kirkjukórs.

Jóhann S. Bjarnason fór yfir starf kirkjukórsins.

Kórinn syngur við messur í kirkjunni, athöfnum og á ýmsum föstum liðum og má um það vísa til skýrslu sóknarprests hér að ofan.  Nú eru 35 félagar virkir í kórnum.   Kórinn lagði út fyrir ca helming af upphæðinni sem flygillinn kostaði sem er að hluta til lán en frá því verður gengið á þessu ári.  Unnið er að fjáröflun, svo sem með sölu á nótum. Kórinn fór Stil Austurríkis og Ungverjalands á kóramót, þau fóru í heimabæ Editar þar sem þau fengu afhenta vinarkveðju til Selfosssóknar.  Á döfinni eru sameinlegir tónleikar með kirkjukórum hér í kring sem verða 9. maí. 

 1. Skýrsla kórstjóra.

Edit A. Molnár fór yfir kórastarf en nú eru 100 manns í kórum kirkjunnar.  Kórarnir fá gott orð fyrir gæði og eru taldir á háu plani.  Héraðsnefnd styrkti kórinn til að vinna verkefni með syngjandi stúlkum sem haldið verður í kirkjunni 17. – 18. mars.

 1. Endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs

Guðmundur Búason lagði fram og kynnti reikninga fyrir sóknina, nefndir og kirkjugarð. Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

Rekstrarreikningur

 

Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
59.299.887 61.166.056 – 1.485.763
Efnahagsreikningur

 

Fastafjármunir Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
419.791.660 18.896.155 433.987.801
Hjálparsjóður Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
64.388 450.000 -304.469
Rekstrarreikningur

Kirkjugarður

Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
11.698.142 12.557.099 -604.588
Efnahagsreikningur

Kirkjugarður

Eigið fé Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
8.742.684 12.632.933 12.632.933

Engin athugasemd kom og voru reikningarnir samþykktir samhljóða.

Björn Ingi Gíslason afhendi fulltrúum Kvenfélags Selfoss áritaðan skjöld og blómvönd í tilefni þess að Kvenfélagið á 70 ára afmæli í dag.  Kvenfélagið vann fyrstu árin í sínu starfi við kirkjuna og aðstoðu svo við stofnun kvenfélags Selfosskirkju sem starfaði við kirkjuna í 50 ár.  Sunginn var afmælissöngur til heiðurs félaginu.  Helga Hallgrímsdóttir  formaður kvenfélagsins þakkaði fyrir en með henni komu Sigríður Guðmunsdóttir ritari, Sigríður Emilsdóttir gjalderi og Guðrún Þóranna varaformaður.

 1. Starfsemi héraðsnefndar og héraðsfunda

Þórður G. Árnason  fór á aðalfundinn sem haldin var á Gunnarshólma, fundurinn var hefðbundinn.  Helstu mál sem komu upp voru varðandi kjörnefndina þar sem sífellt er verið að breyta reglunum um hana en hún heitir nú Valnefnd og málefni Skálholtskirkju þar sem ekki eru til peningar til að laga glugga og fleira.

 1. Fjárhagsáætlun ársins 2018.

Guðmundur Búason fór yfir og skýrði fjárhagsáætlanir Selfosskirkju og kirkjugarðs sem lágu frammi.  Engin athugasemd var gerð og voru þær samþykktar samhljóða.

 1. Kosningar sóknarnefndar- og varamanna til 4. ára.

Engar kosningar voru þetta árið þar sem kjörtímabil rennur ekki út í ár.

 1. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara

Skoðunarmenn voru endurkjörnir, þau Kristín Pétursdóttir og Guðmundur Theodórsson.  Varamenn voru einnig endurkjörnir þeirHalldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.

 1. Kosningar í aðrar nefndir og ráð

Kosning í kjörnefnd, 14 aðalmenn og 14 varamenn voru kjörnir:

Aðalmenn:                                                                Varamenn:

1 Margrét Sverrisdóttir   margret@vallarskoli.is       1  Páll B. Ingimarsson  stora@simnet.is

2 Guðmundur Búason    hagbok@hagbok.is            2  Þórður Stefánsson thordurst@simnet.is

3 Sigrún Magnúsdóttir   sigrunm@simnet.is            3 Vilhjálmur Eggertsson  vee@simnet.is

4 Torfi G. Sigurðsson     torfigs@mannvit.is            4 Ágústa Rúnarsdóttir                                                                                                                      agustarun@gmail.com

5 Eysteinn Jónasson eysteinn@gmail.com               5 Örn Grétarsson  orn@prentmet.is

6 Ragna Gunnarsdóttir ragnagunn@simnet.is          6 Jóhann S. Bjarnason  johannb@lv.is

7 Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir   gudny@festa.is     7 Fjóla Kristinsdóttir                                                                                                                        fjoladora@gmail.com

8 Björn Ingi Gíslason   bjossirak@simnet.is             8 Petra Sigurðardóttir  petra@tanalfur.is

9 Kristín Vilhjálmsdóttir kristinvil@vallaskoli.is    9 Hjörtur Þórarinsson                                                                                                                        lourimi15@internet.is

10 Þórður G. Árnason  reyrhagi@simnet.is              10 Eyjólfur Sturlaugsson                                                                                                                  eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

11 Gunnþór Gíslason gunnthor.gisla@gmail.com    11 Sigurður Sigurjónsson  sigsig@log.is

12 Guðrún Tryggvadóttir  grenigrund@islandia.is  12 Erla Rún Kristjánsdóttir    erlarun@torg.is

13 Margrét Óskarsdóttir                                            13 Guðný Sigurðardóttir

m_oskarsdottir@hotmail.com                                   selfosskirkja@selfosskirkja.is

14 Valdimar Bragason   valdibraga@prentmet         14 Sigurbjörn Kjartansson                                                                                                               sigurbjorn69@gmail.com

 1. Önnur mál

Kjartan Björnsson spurði úr sal um nýjan kirkjugarð og Björn svaraði að sveitarfélagið er búið að úthluta svæði fyrir neðan Arnberg, sóknarnefnd ákvað á síðasta fundi að á þessu ári yrði málið skoðað að nýju.

Valdimar sagði frá að öryggiskerfið hefði strax sannað sig.

 1. Fundi slitið

Kl. 14:30