Fundargerðir 2013

1. fundur sóknarnefndar 2013, 15. janúar í rislofti safnaðarheimilis.   Hófst kl. 1704 .

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund.

1.    Eysteinn las
jólakort til sóknarnefndar frá Maríu Kjartansdóttur.

2.    Gunnþór
kirkjuvörður kynnti „Viðhaldsóskir í Selfosskirkju“ sem hann hefir tekið
saman. Áætlun í kirkju 4.950 þús.   Í kirkjugarði – án talna, en þar er m.a.
malbikun á stígum. Þá lagði Gunnþór fram
bréf frá Sláttu- og garðaþjónustu Suðurl. þar sem farið er fram á hækkun á
tilboði frá fyrra ári. „Samþykkt að
skoða þessi fjárhagsmál fram að næsta fundi“. 

3.    Eysteinn las bréf
frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara ritað 11. janúar sl. . Bréfið er „hvatning til sóknarnefnda, presta
og forstöðumanna stofnana um að afla heimilda starfsmanna og umsækjenda um
störf, til að fá upplýsingar úr sakaskrá viðkomandi.“   „Sóknarnefnd samþykkir að fela sr. Óskari
sóknarpresti ásamt Eysteini formanni að afla samþykkta hjá öllu starfsfólki
sóknarinnar, 18 ára og eldri í launuðum og ólaunuðum störfum.“   Samþykkt samhljóða.

4.    Rætt var um að
stefna að aðalsafnaðarfundi um miðjan mars, eða eigi síðar en 17. mars.

5.    Guðmundur Búason
gjaldkeri lagði fram drög að reikningum kirkjunnar fyrir árið 2012 og fór yfir
hina ýmsu liði rikninganna ásamt reikningum kirkjugarðsins.

Fundi slitið kl. 1831
og auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar undirrituðu eftirtaldir fundarmenn
fundargerðina : Óskar Hafstein
Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Bára Kr. Gísladóttir, Axel Árnason Njarðvík, Erla Rúna Kristjánsdóttir og  Hjörtur Þórarinsson. Gunnþór kirkjuvörður vék af fundi að afloknum
lið 2 .

 

2. fundur sóknarnefndar
2013 haldinn 19. febrúar.  Haldinn í
rislofti safnaðarheimilis og hófs kl. 1830

Formaður Eysteinn setti fund.

1.      Guðmundur Búason gjaldkeri lagði fram
reikninga kirkju, kirkjugarðs og hjálparsjóðs ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2013
.  Farið var yfir reikningana og
fjárhagsáætlun.

2.      Rætt var um bréf frá Edith Molnár
kórstjóra þar sem hún fer fram á fjárstuðning vegna ferðar Unglingakórsins til
Ungverjalands 25. – 29. apríl n.k. og einnig beiðni um styrk til vorferðalags
barnakórsins.  Samþ. kr. 300 þús. vegna
þessa erindis.

3.      Samþykkt kr. 150 þús. til stuðnings við
árshátíð  kirkjukórsins í mars nk. .

4.      Samþykkt að fallast á þá hækkun sem
„Sláttu og garðaþjónusta Suðurlands“ óskar eftir fyrir sumarið 2013 sbr. lið 2
í síðustu fundargerð.

5.      Sr. Óskar H. Óskarsson ræddi um útgáfu
Fréttabréfs Selfosskirkju (Kirkjufréttir).
Stefnt að útgáfu fréttabréfsins um miðjan mars n.k. .

         Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þurfti að
víkja af fundi skömmu fyrir fundarlok vegna fundar Kvennaathvarfsins í
safnaðarheimili varðandi ofbeldi á heimilum sem hefjast skyldi kl. 2000.

Fundi slitið
kl. 1945 .  Auk fundarritara
Sigurjóns Erlingssonar undirrituðu eftirtaldir fundargerð :

Eysteinn Ó. Jónasson,
Hjörtur Þórarinsson,  Halla Dröfn
Jónsdóttir,  Guðmundur Búason,  Björn Gíslason,  Gunnþór Gíslason,  Óskar Hafsteinn Óskarsson,  Erla Rúna Kristjánsdóttir,  Grímur Hergeirsson.

 

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar fyrir árið 2012
haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju

10. mars 2013 að aflokinni messu.

Formaður
sóknarnefndar Eysteinn Ó. Jónasson setti fund og tilnefndi Kristján Einarsson
sem fundarstjóra og Sigurjón Erlingsson fundarritara.

Kristján
fundarstjóri kynnti dagskrá fundar sem er í 7 liðum.

1.A   Skýrsla formanns Eysteins:  Hann nefndi í upphafi skertar tekjur
sóknarinnar vegna niðurskurðar og ráðstafanir til að mæta því þ.á.m. að leggja
hógvært gjald á kórfélaga í barna og unglingakórum.  Þá gat hann um að Héraðssjóður
Suður-prófastsdæmis hefði veitt 800 þús. kr. styrk til þjónustu Ninnu Sifjar
við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólann á Laugarvatni.  Færði hann héraðssjóðsmönnum þakkir fyrir
það.  Viðhald húsnæðis hefir verið í
lágmarki á sl. ári, en tilkynning barst í síðasta mánuði frá Biskupsstofu um
nokkra leiðréttingu nú, en hún mun síðan dreifast á næstu þrjú ár.

         Í apríl tilkynntu kvenfélagskonur
Selfosskirkju að þær ætluðu að gefa kirkjunni hurðir í þær 4 dyragættir sem eru
í nýju tengibyggingunni.  Uppsetningu
þessara hurða lauk á sl. hausti og gjörbreyttust nýtingarmöguleikar nýju
tengibyggingarinnar til batnaðar við þetta.

         Boðin var út vinna við hirðingu beða,
slátt og aðra hirðingu kirkjugarðs og kirkjulóðar.  Tekið var tilboði frá Garðaþjónustu
Suðurlands, enda hagstæðara en að við stæðum í þeim rekstri sjálf.  Samningur við Garðaþjónustuna hefir nú verið
endurnýjaður.

         [ Eftirfarandi datt út
við færslu í fundargerðarbók (EÓJ) :Verið er að kanna með kostnað við
malbikun stíga í nýjasta hluta kirkjugarðs svo og að tengja ljósastaura sem þar
eru komnir fyrir næsta vetur.  Í  framhaldi af því má geta þess að nú í byrjun
janúar s.l. var fyrsta kistan jarðsett í þessum hluta, en ein 6 duftker hafa verið
jarðsett í duftgarði hans á rúmum 2 ½
árum.“
]

         Í maí sl. tilkynnti sr. Kristinn Ág.
Friðfinnsson um 9 mánaða námsleyfi sitt frá 1. okt. sl., en við það myndi síðan
bætast óúttekið sumarleyfi þ.a. hann kæmi aftur til starfa 1. sept. nk.  Hann upplýsti að sr. Axel Árnason
héraðsprestur kæmi til starfa í Selfossprestakalli og sr. Óskar myndi gegna
starfi sóknarprests þennan tíma.

         Fyrsta sunnudag í nóvember kom
vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson.  Hann prédikaði í kirkjunni um morguninn og
sat síðan fund með sóknarnefnd.

Mánuði síðar kom biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir í heimsókn og tók
þátt í fjölmennum tíðasöng um morguninn, ásamt biskupsritara sr. Þorvaldi
Víðissyni.  Átti sóknarnefnd einnig góðan
fund með þeim.

         Eysteinn bað þá sr. Óskar um að flytja
sinn hluta skýrslunnar og svo sr.Ninnu þar á eftir.

1.B   Skýrsla sóknarprestsins sr. Óskars H.
Óskarssonar um almennt helgihald og safnaðarstarf.

Messur voru á síðasta ári hvern sunnudag kl. 11 .  Á tímabilinu september til maí var skipulagið
þannig að ein fjölskylduguðsþjónusta var í mánuði og annaðist Edit þá
undirleikinn og stýrði barna- eða unglingakór.
Í öðrum messum var sungin hin klassíska messa með þátttöku organista og
kirkjukórs.  Alls munu orgaisti og
kirkjukór hafa sungið við 59 almennar guðsþjónustur á sl. ári.  Þá voru kvöldmessur 20 með
tónlistarfólki.  Ein batamessa var í
byrjun árs í samstarfi við tólfsporanámskeiðið okkar.  Æðruleysismessa var í byrjun febrúar.  Krossamessa var í byrjun maí, en þá fengu þær
stúlkur sem voru að ljúka starfi með unglingakórnum krosshálsmen í
þakkarskyni.  Fjallgöngumessa var á
Silfurbergi í júlí og mótormessa í ágúst í samstarfi Postulana-bifhjóla-samtök
Suðurlands.  Fermingarmessur voru 8
.  92 fermingarbörn voru fermd.  Messusókn, sérstaklega á tímabilinu sept. –
maí var til fyrirmyndar – að meðaltali um 150 manns.  Morgunsöngur er þriðjudaga til föstudaga allt
árið og skiptust prestarnir á um það.  Á
árinu 2012 voru 28 útfarir í prestakallinu,
38 hjónavígslur og 118 skírnir.
Þá sagði sr. Óskar frá 12 spora námskeiðinu og flutti þeim Þorvaldi
Halldórssyni, Margréti Scheving og Eygló Gunnarsdóttur þakkir fyrir þá
sjálfboðavinnu.  Þá þakkaði sr. Óskar
kvenfélagi kirkjunnar fyrir þjónustuna.
Kirkjukórinn æfir vikulega – 34 eru í kórnum, 29 eru í barnakórnum og 28
í unglingakórnum.  Sr. Óskar þakkaði öllu
samstarfsfólki fyrir liðið ár og sérstaklega þeim þremur, Eysteini, Sigurjóni
og Erlu Rúnu sem nú hætta í sóknarnefnd.
„Við megum vera ákaflega stolt af starfinu í Selfosssöfnuði“ sagði hann
að lokum.

1.C   Ninna Sif Svavarsdóttir æskulýðsprestur
flutti skýrslu um barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar bæði í kirkju og skólum –
grunn – og framhaldsskólum.  Hún sagði að
í æskulýðsstarfi kirkjunnar væru oft um 50 unglingar.  Á landsmótum í æskulýðsstarfi væri hópurinn
frá Selfossi að jafnaði sá stærsti.

Eysteinn þakkaði þeim sr. Óskari og Ninnu Sif fyrir þeirra þátt í þessu
yfirliti og minnti á að á heimasíðu Selfosskirkju (selfosskirkja.is) er hægt að
lesa allar fundargerðir sóknarnefndar frá upphafi undir tengiliðnum
Sóknarnefnd.

Þvínæst gaf fundarstjóri orðið laust en engar fyrirspurnir eða athugasemdir komu
fram.

2.      Afgreiðsla reikninga ásamt fjárhagsáætlun
næsta árs.

Guðmundur Búason gjaldkeri ky6nnti reikninga og áætlun.  Reikningar eru áritaðir af skoðunarmönnum og
sóknarnefnd.

Rekstrarreikningur
Selfosskirkju fyrir árið 2012 :

Tekjur alls 38.480.015,-kr.        Gjöld  37.525.108,- kr.   Tekjuafgangur 1.018.207,- kr.

Efnahagsreikningur Selfosskirkju         Fastafjármunir
320.947.626,- kr.

Skuldir
og eigið fé
  326.711.232,- kr.

Þess má geta að Selfosskirkja er algerlega skuldlaus.

Hjálparsjóður Selfosskirkju :   Tekjur
276.937,- kr.        Gjöld 0,- kr.

Tónlistar og menningarsjóður Selfosskirkju : Tekjur alls:
100.000,-kr.  Gjöld: 161.000,-kr.   Tekjuhalli
61.000,-kr.

Efnahagsreikningur tónl. og menningarsjóðs.:
Eigið fé  114.000,-kr.

Kirkjugarður
Selfoss.  Rekstrarreikningur
.

Tekjur               7.873.947,-kr.                    Gjöld  6.599.849,-kr.       Tekjur umfram gjöld
1.615.025,-kr.

Kirkjugarður
Selfoss
.  Efnahagsreikningur

Skuldir og eigið fé alls  14.749.529,-kr.

Fjárhagsáætlun
Hjálparsjóðs fyrir árið 2013
.

Rekstrartekjur 300.000,-kr.     Rekstrargjöld
300.000,-kr.           Heildartölur  -64.000,-kr.

Fjárhagsáætlun
kirkjugarðs fyrir árið 2013
:

Tekjur  8.305.018,-kr.                 Gjöld  7.535.852,-kr.                      Heildartölur
1.089.167,-kr.

         Engar spurningar eða athugasemdir komu
fram við reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

3.      Eysteinn formaður sagði frá starfsemi
héraðsnefndar og héraðsfundi.
Héraðsfundur Suðurprófastdæmis var í Þingborg 24. mars 2012 .  Eysteinn kynnti ýmis atriði úr ýtarlegri
fundargerð héraðsfundar sem lá frammi á aðalsafnaðarfundinum.  Fulltrúar Selfosssóknar voru Eysteinn Ó. Jónasson
og Þórður Stefánsson.  Auk þeirra var sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson fyrir Selfossprestakall.

4.      Kosning tveggja skoðunarmanna á reikningum
Selfosssóknar og varamanna þeirra til árs í senn.  Fundarstjóri kynnti að Guðmundur Theódórsson
og Kristín Pétursdóttir skoðunarmenn gefi áfram kost á sér og einnig varamenn
Halldór Magnússon og Leifur Guðmundsson.
Samþykkt með lófaklappi.

6.      Kosning í sóknarnefnd.  Að þessu sinni eiga 4 af 9 aðalmönnum að
ganga úr nefndinni,  þau :  Eysteinn Ó. Jónasson, Erla Rúna
Kristjánsdóttir, Sigurjón Erlingsson og Þórður Stefánsson.  Af þeim gefa þrjú þau fyrst nefndu ekki kost
á sér áfram, en Þórður Stefánsson gefur kost á sér.  Fundarstjóra höfðu borist tillögur um þrjá
aðalmenn í sóknarnefnd til viðbótar Þórði Stefánssyni sem gefur áfram kost á
sér, en þau eru : Margrét Sverrisdóttir,
Ragna Gunnarsdóttir og Jóhann Bjarnason.
Ekki komu fleiri nöfn fram og þessi fjögur samþykkt með lófaklappi.

         Fyrir í nefndinni eru :  Bára Kristbjörg Gísladóttir,  Guðmundur Búason, Grímur Hergeirsson, Björn
Ingi Gíslason og Halla Dröfn Jónsdóttir.
Ný sóknarnefnd mun koma saman sem fyrst og þá munu nefndarmenn skipta
með sér verkum svo sem starfsreglur mæla fyrir um.  Einnig mun þar verða dregið um röð varamanna.

         Kosning fjögurra varamanna í
sóknarnefnd.  Úr hópi varmanna ganga :
Gunnþór Gíslason, Hjörtur Þórarinsson, Sigurður Sigurjónsson, og Þóra
Grétarsdóttir.  Hjörtur og Sigurður gefa
áfram kost á sér.  Erla Rúna
Kristjánsdóttir sem gekk úr nefndinni sem aðalmaður gefur kost á sér sem
varamaður.  Tillaga kom úr sal um Þórð
Árnason.  Eru þá þau fjögur :  Hjörtur, Sigurður, Erla Rúna og Þórður
réttkjörnir varamenn til fjögurra ára.

6.      Önnur mál.
Sigurjón Erlingsson flutti kveðjuorð en hann hættir nú í
sóknarnefnd eftir 22 ár sem ritari.  Hann
færði kirkjunni fundarhamar úr furur að gjöf, en hamarinn hefir hann skorið út
með nafni Selfosskirkju og fleiru sem henni tengist.  Þá kynnti hann ritgerð sína Kirkjugarður
Selfoss 1943 – 2012, en af henni voru prentuð 40 eintök sem hann hefir dreift
til presta kirkjunnar, starfsfólks og sóknarnefndar,  einnig til ýmissa þeirra sem samstarf hafa
átt við kirkjuna, verkfræði – og arkitektastofur, bæjarfélagið ofl.  þ.á.m. núverandi biskup.  Sigurjón flutti öllum þakkir, sem hann hefir
starfað með og sagði m.a. : „Við höfum orðið fyrir miklu láni, en það er að fá
þau hér til starfa, sr. Óskar H. Óskarsson og Ninnu Sif.  Það er ekki sjálfgefið að verða fyrir miklu
láni en við urðum það.“!  Þá færði hann
Eysteini sérstakar þakkir.

         Björn Ingi Gíslason flutti þeim
þakkir sem nú hverfa úr sóknarnefnd og rifjaði upp þau 7 ár sem hann hefir
verið í nefndinni.  Björn afhenti þeim
Eysteini, Sigurjóni og Erlu Rúnu blómvönd ásamt mynd af Selfosskirkju sem
árituð er með þökkum frá samstarfsfólki og sóknarbörnum Selfosssóknar.

Sr. Óskar H. Óskarsson færði Eysteini blómvönd frá Glúmi Gylfasyni
fyrrverandi organista, sem ekki gat komið á fundinn.

Hjalti Tómasson fagnaði þátttöku sinni í kirkjukórnum og öðru starfi í
Selfosskirkju og þakkaði þann góða anda sem hann sagðist hafa fundið.

Kristján Einarsson fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund.

Eysteinn Ó. Jónasson þakkaði fyrir hlý orð í sinn garð og þakkaði þeim sem hann
hefur starfað með sl. 22 ár og sleit síðan fundi með hinum nýja fundahamri.

Fundarmenn voru 70

Fundi slitið kl. 1400   en fundarritari var Sigurjón Erlingsson.

 

 3.fundur sóknarnefndar 2013, haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju
strax að loknum aðalsafnaðarfundi 10.mars. Hófst kl.14:20.

Aldursforseti Guðmundur Búason stýrði fundi. Fundarefni er verkskipting
sóknarnefndar. Guðmundur bauð nýkjörna sóknarnefndarmenn velkomna þau Jóhann
Bjarnason, Rögnu Gunnarsdóttur og Margréti Sverrisdóttur. Þá kynnti Guðmundur
kosningarreglur í leynilegri  kosningu.
Formaður yrði kosinn í leynilegri kosningu . Ef enginn fær meirihluta atkvæða í
1.umferð verði  kosið aftur. Kosning
ritara og gjaldkera yrðu í einni umferð.

1. Kosning um formann fór þannig: Grímur Hergeirsson 6 atkvæði, Bára
Kristbjörg Gísladóttir 2 atkvæði, Jóhann Sn. Bjarnason 1 atkvæði og Björn
Gíslason 1 atkvæði. Guðmundur lýsti Grím réttkjörinn formann.

2.Kosning ritara fór þannig: Halla Dröfn Jónsdóttir 5 atkvæði, Bára
Kristbjörg Gísladóttir 2 atkvæði, Ragna Gunnarsdóttir 1 atkvæði og Margrét
Sverrisdóttir 1 atkvæði. Guðmundur lýsti Höllu Dröfn rétt kjörin ritara.

3. Kosning gjaldkera: Guðmundur Búason 7 atkvæði, Björn Gíslason 1
atkvæði, Jóhann Sn. Bjarnason 1 atkvæði. Guðmundur er því rétt kjörinn
gjaldkeri.

4.Kosning um 1.varaformann: Björn Gíslason 9 atkvæði. Björn er því rétt
kjörinn varaformaður.

5.Kosning um 2.varaformann:Bára Gísladóttir 4 atkvæði, Jóhann Sn.
Bjarnason 3 atkvæði, Margrét Sverrisdóttir 2 atkvæði. Bára Kristbjörg er því
rétt kjörinn annar varaformaður.

6. Kosning safnaðarfulltrúa: Þórður Stefánsson 5 atkvæði, Jóhann Sn.
Bjarnason 3 atkvæði, Ragna Gunnarsdóttir 1 atkvæði. Þórður er því réttkjörinn
safnaðarfulltrúi.

7. Kosning varasafnaðarfulltrúa: Jóhann Sn. Bjarnason 6 atkvæði, Ragna
Gunnarsdóttir 2 atkvæði, Bára Gísladóttir 1 atkvæði.  Jóhann er því rétt kjörinn
varasafnaðarfulltrúi. Samþykkt var að fresta röð varamanna til næsta fundar sem
ákveðinn var  14.mars kl. 17:00.

Grímur þakkaði það traust sem honum var sýnt í formannskjörinu .

Undir fundargerð rita: Guðmundur Búason, Grímur Hergeirsson, Margrét
Sverrisdóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir, Þórður Stefánsson, Jóhann Sn. Bjarnason,
Björn Ingi Gíslason, Bára Kristbjörg Gísladóttir og Ragna Gunnarsdóttir.

Fundi slitið kl. 14:40. Fundarritari var Sigurjón Erlingsson.

 

4.fundur
sóknarnefndar 2013, 15.mars í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl.17:00.

Nýkjörinn formaður, Grímur Hergeirsson,
setti fund.

1.Kosið var um röð varamanna í
sóknarnefnd.

1.Guðný Ingvarsdóttir 2.Sigurður
Sigurjónsson 3.Sigríður Bergsteinsdóttir 4.Þórður Árnason 5.Guðrún
Tryggvadóttir 6.Sigurður Jónsson 7. Erla Rúna 8. Páll B. Ingimarsson 9. Hjörtur
Þórarinsson.

2. Samþykkt að Grímur Hergeirsson
formaður sóknarnefndar og Sr.Óskar H. Óskarsson taki starfsmannaviðtöl við
starfsmenn Selfosskirkju.

3. Viðhaldsáætlun Selfosskirkju og
kirkjugarðs 2013 tekin fyrir og forgangsröðun liða þar. Samþykkt að taka fyrsta
lið í viðhaldsáætlun Selfosskirkju, að leggja loftræstingu á salernum, og lið
tvö sem snýr að viðhaldi þaks. Einnig var samþykkt að skoða frekar lið fimm sem
snýr að hreinsun orgels. Varðandi viðhaldsáætlun Kirkjugarðs var samþykkt að
taka fyrir lið eitt sem snýr að því að ljósastaurar séu tengdir.

4. Bréf biskups til sóknarnefndar dagsett
8.mars 2013 rætt og ákveðið að fresta afgreiðslu.

5.Nýr tími sóknarnefdarfunda ákveðinn
þriðja þriðjudag í hverjum mánuði kl. 17.30.

6. 6.apríl verður héraðsfundur
suðurprófastsdæmis. Formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltúi, Þórður
Stefánsson, verða fulltúar sóknarnefndar þar.

7. Sóknarnefndin mun bjóða til morgunnkaffis
að lokinni páskamessu en messan hefst kl.8:00.

Fundi slitið kl.18:30 og auk fundarritara Höllu Drafnar
Jónsdóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina : Guðmundur
Búason, , Bára Kr. Gísladóttir, Margrét Sverrisdóttir, Ragna Gunnarsdóttir,
Grímur Hergeirsson, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson og Jóhann
Snorri Bjarnason.

 

 5.fundur sóknarnefndar 2013, 16.apríl í rislofti safnaðarheimilis.
Hófst kl.17:30.

Formaður sóknarnefndar, Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1. Grímur Hergeirrson formaður og sr. Óskar H. Óskarsson greindu frá
niðurstöðu starfsmannaviðtala sem þeir tóku við starfsmenn Selfosskirkju.
Samþykkt var að Margrét Sverrisdóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir og Ragna
Gunnarsdóttir ræddu við Edit um tillögur að leiðum til að styðja við
kórastarfið en jafnframt var farið yfir stöðu æskulýðsstarfs  í kirkjunni.

2.Farið yfir niðurstöðu fundar með Vígslubiskupi.

3. Grímur Hergeirrson formaður greindi frá fréttum af héraðsfundi suðurprófastdæmis.

4. Rætt var um aðgengi fyrir fatlað fólk í kirkjunni.

5. Upplýst um að Gunnþór, fyrir hönd kirkjunnar, sæki aðalfund
kirkjugarðasambands Íslands sem haldinn verður á Akureyri helgina 4. og 5. mai.

6. Sr. Óskar greindi frá því að á sumardaginn fyrsta, sunnudaginn 25
apríl, verði haldinn fjölskyldumessa þar sem sérstakir gestir verða iðkendur úr
fimleikadeild Selfoss. Einnig greindi sr. Óskar frá kvöldmessu með Svavari
Knúti sem verður sunnudagskvöldið 12.mai nk.

7. Bára Kristbjörg Gísladóttir færði sóknarnefndarmönnum þakkir fyrir
aðkomu að kaffisamsæti eftir páskadagsmessu.

Fundi slitið kl.19:00 og auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur
undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Guðmundur Búason, Bára
Kristbjörg Gísladóttir, Margrét Sverrisdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur
Hergeirsson, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson, Jóhann Snorri Bjarnason og Óskar Hafsteinn Óskarsson.

 

 6. fundur sóknarnefndar 21. maí 2013.  Haldinn í rislofti
safnaðarheimilis og hófst kl.17:30.

Formaður sóknarnefndar,
Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1.Farið yfir niðurstöðu
fundar, Margrétar Sverrisdóttur, Höllu Drafnar Jónsdóttur, Rögnu Gunnarsdóttur
og Edit Molnar varðandi leiðir til að stryrkja kórastarfið, unnið verður áfram
að málinu.

2. Í framhaldi af umræðum
síðasta fundar sbr. 1 lið 5.fundar sóknarnefndar, þar sem farið var yfir stöðu
æskulýðsstarfs í kirkjunni, óskaði formaður eftir fundi með biskupi. Formaður
skýrði frá því helsta sem fram kom á fundinum.

3. Í bréfi biskups, dags.
8.mars 2013, sbr. 4.lið fundargerðar frá 15.mars sl., eru gerðar aðfinnslur við
málsmeðferð sóknarnefndar vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar kirkjunnar í máli
nr.1/2010. Sóknarnefnd afgreiddi umrætt mál á fundi sínum þann 15. febrúar
2011. Athygli vekur að aðfinnslur biskups eru gerðar þrátt fyrir að kirkjuráð
hafi staðfest afgreiðslu sóknarnefndar í tvígang, fyrst þann 2. mars 2011 og
síðan þann 29. janúar 2013. Eftir fund sem fulltrúar sóknarnefndar áttu með
biskupi vegna málsins þann 25.mars sl. þykir ljóst að ekki er til þess að
ætlast af hálfu biskups að sóknarnefnd taki málið upp að nýju. Sóknarnefnd
telur því ekki efni til að aðhafast frekar í málinu.

Fundi slitið
kl.19:05 og auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur undirrituðu eftirtaldir
fundarmenn fundargerðina: Guðmundur Búason, Bára Kristbjörg Gísladóttir,
Margrét Sverrisdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur Hergeirsson, Björn Ingi
Gíslason, Þórður Stefánsson og Óskar Hafsteinn Óskarsson, Jóhann Snorri
Bjarnason var fjarverandi.

 

7. fundur
sóknarnefndar 2013, haldinn 20. ágúst á rislofti safnaðarheimilis kl. 17:30.

Formaður sóknarnefndar, Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1. Kirkjuvörður,
Gunnþór Gíslason, greindi frá stöðu viðhaldsverkefna.  Verið er að slétta út leiðum og búið er að
tengja ljósastaura í kirkjugarðinum. Vangaveltur um ástand á þaki
safnaðarheimilisins, hvort hagstæðara væri að skipta um járn eða láta lagfæra
og mála. Verið er að setja loftræstingu á salernum. Kirkjuvörður greindi einnig
frá aðalfundi Kirkjugarðasambands Íslands sem haldinn var í maí sl. Að þessu
loknu yfirgaf kirkjuvörður  fundinn.

2. Starfsmannamál.
Ráðningarsamningar við Edit Molnár, kórstjóra
barna- og unglingakóra, og  Ninnu
Sif Svavarsdóttur, æskulýðsprest, hafa verið endurnýjaðir.

3. Sr. Óskar
fór yfir vetrastarfið.

4. Gjaldtaka
barna- og unglingakóra. Ákveðið að halda áfram gjaldtöku fyrir iðkun í barna-
og unglingakórum, gjaldskrá óbreytt frá sl. vetri.

5.Samþykkt
að halda áfram útgáfu fréttabréfs Selfosskirkju. Næsta fréttabréf verður gefið
út í nóvember 2013.

6. Landspítalasöfnunin.
Ýmsar áhugaverðar hugmyndi ræddar varðandi söfnun fyrir tækjakaupum á geislatæki,
línuhraðli, sem notað er til meðferðar á krabbameinssjúkum einstaklingum á
Landspítalanum.

7. Önnur
mál. Verið er að athuga með hjólastól í Selfosskirkju.  Umræða um að halda námskeið fyrir nýtt
starfsólk í sóknarnefndum, athuga málið hjá prófasti.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 17. september 2013 kl.
17:30.

Fundi slitið kl. 18:55.
Auk fundarritara, Báru Kr. Gísladóttur undirrituðu eftirtaldir fundarmenn
fundargerðina: Guðmundur Búason, Margrét Sverrisdóttir, Ragna Gunnarsdóttir,
Grímur Hergeirsson, Björn Ingi Gíslason, Jóhann Snorri Bjarnason og Óskar
Hafsteinn Óskarsson. Halla Dröfn Jónsdóttir og Þórður Stefánsson, forfölluðust.

 

 

8.
fundur sóknarnefndar 2013, haldinn 17.september á rislofti safnaðarheimilis kl.
17:30

Varaformaður
Björn Ingi Gíslason setti fundinn

Sr. Óskar
Hafsteinn Óskarsson er settur sóknarprestur í veikindaleyfi sr. Kristins Ágústs
Friðfinnssonar.

2.    Skýrslur
embættismanna. Sr. Óskar kynnti starfsáætlun fyrir veturinn en prófastur legði
áherslu á að veturinn yrði allur skipulagður fram á vor. Sr. Óskar sagði
hefðbundið starf fara vel af stað, barna og unglingakórar kirkjunnar væru
byrjaðir að starfa, dagdvöl aldraðra farin að koma í kirkjuna ásamt öðrum
föstum liðum. Óskar greindi frá því að barna og æskulýðsstarf kirkjunnar
hefðist svo formlega sunndaginn 22.september nk. Óskar sagði hug í öllum að
halda áfram öflugu starfi og tilhlökkun að ganga inn í veturinn. Séra Ninna Sif
greindi frá því að hún hefði komið aftur til starfa sunnudaginn 15. september
en hún hafi messað þann sunnudag. Þess utan hafi hún unnið að því undanfarið að
skipuleggja starfið í vetur. Ninna fer með æskulýðsstarfið á landsmót í október
nk. en hún óskaði eftir því að sóknarnefndarfólk hefði augun opin fyrir nýjum
leiðtogaefnum í æskulýðsstarfið. Sr. Axel þakkaði góðar móttökur og sagðist
vera settur hér til áramóta.

3.   Söfnunarmessa.
Sr. Óskar greindi frá söfnunarmessu sem fyrirhuguð er 6. október nk. Söfnunin
snéri að  söfnun fyrir línhraðli á krabbameinsdeild Landspítalans sem
biskup Íslands, sr. Agnes Sigurðardóttir, ýtti úr vör fyrir hönd
þjóðkirkjunnar. Hver söfnuður fengi frjálsar hendur með að skipuleggja
söfnunina en framlag selfosssafnaðar væri kvöldmessa þar sem Magnús Þór
Sigmundsson tónlistarmaður leiddi tónlist en auk Magnúsar myndu prestarnir
flytja talað mál. Í tengslum við þetta væri biðlað til fyrirtækja að styrkja
framtakið með frjálsum framlögum. Þann 31. október heldur kirkjukórinn sína
árlegu hausttónleika en sá aðgangseyrir mun ganga beint til söfnunarinnar.
Ákveðið var að sóknarnefnd myndi hittast nk. sunnudag 22. september, eftir
fjölskyldumessu, til að skipuleggja frekari útfærslu varðandi söfnunina. Októbermánuður
verður sérstakur söfnunarmánuður vegna þessa.

4.    Gjöf
til kirkjugarðs. Guðmundur Gylfason og Kristín Björk Jóhansdóttir komu með
fyrirspurn um hvort þau mættu gefa kirkjunni bekk í nýjasta hluta
kirkjugarðsins til að fólk gæti fengið sér sæti í garðinum. Bekkurinn yrði
gefinn í minningu Hrafnhildar dóttur þeirra sem lést eftir erfið veikindi í maí
síðastliðnum.

5.
Önnur mál. Samkvæmt upplýsingum frá
prófasti verður haldið námskeið fyrir sóknarnefndarfólk á haustmánuðum komandi.
Við varaformann sóknarnefndar, Björn Inga Gíslason, hafði samband maður
fyrir hönd árgangsins  1951 sem óskaði eftir því að fá að gefa kirkjunni
gjöf, málverk af Selfosskirkju eftir Rúnar Grens, sem gefið yrði í minningu
þeirra sem látist hafa í árganginum á Selfossi. Sóknarnefnd þáði þessa
höfðinglegu gjöf en hún verður afhent 12. október nk. kl. 17:00.

Auk
fundarritara, Höllu Drafnar Jónsdóttur, undirrituðu eftirtaldir fundarmenn
fundargerðina:
Björn Ingi
Gíslason, Ragna Gunnarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Axel Árnason Njarðvík, Þórður
Stefánsson, Margrét Sverrisdóttir, Óskar Hafsteinn Óskarsson, Ninna Sif
Svavarsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir
og Guðný Ingvarsdóttir.
Grímur Hergeirsson,
Guðmundur Búason og
Bára Kr.
Gísladóttir forfölluðust. 
Næsti fundur
er áætlaður þriðjudaginn 15.október 2013  kl. 17:30.

 

 

9. fundur sóknarnefndar 2013, haldinn
15.október á rislofti safnaðarheimilis kl. 17:30

Formaður,
Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1. Fyrirhugaðar framkvæmdir
við malbikun stíga í kirkjugarði 

Kanna samstaf við sveitarfélagið um malbikun
stíga í nýja kirkjugarðinum vorið 2014. Þarf að kanna með drenmöl í
Kirkjugarðinn vegna bleytu í hluta nýja kirkjugarðsins.

2.  Edit greindi frá málefnum barna og unglingakóra:

Krakkarnir í kórunum eru 60 talsins
sem er aukning frá því í fyrra. Kórarnir byrjuðu að miklum krafti í lok ágúst
og hafa meðal annars fengist við upptökur, sungið á menningarnótt og sungið á
tónleikum. Unglingakórinn tekur þátt í Maxímús Músíkmús tónleikauppfærslu í
Eldboragarsal Hörpu í lok apríl, ásamt sinfóníuhljómsveit íslands og sjö öðrum
kórum. Framundan er m.a. undirbúningur fyrir aðventutónleika og æfingabúðir unglingakórs
1 og 2 nóvember nk.

3.  Sr. Ninna Sif Æskulýðsprestur

Ninna Sif kemur til með að sinni hlutastarfi
í Skálholti, fram að áramótum, samhliða störfum sínum hér. Ninna Sif greindi
frá æskulýðsmóti í Reykjanesbæ í lok október en 30 ungmenni fara héðan.

4.  Söfnun fyrir línuhraðli

Söfnunin gengur vel

5. Gjöf til kirkjunnar

Kvennfélag Selfosskirkju færði
Selfosskirkju hjólastól sem þær fengu að gjöf frá Öryggismiðstöð Íslands.

6. Grímur greindi frá því helsta af Þingmálafundi

7. Önnur mál

Rekstur Selfosskirkju er innan
áætlunar það sem af er árs.

Næsti
fundur er áætlaður þriðjudaginn 19.nóvember 2013  kl. 17:30. Fundi slitið kl. 19:00 Auk fundarritara,
Höllu Drafnar Jónsdóttur, undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina:
Guðmundur Búason, Margrét Sverrisdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur
Hergeirsson, Björn Ingi Gíslason, Jóhann Snorri Bjarnason, Ninna Sif
Svavarsdóttir og Axel Árnason Njarðvík. Bára Kristbjörg Gísladóttir og Þórður
Stefánsson forfölluðust.

 

 

10. fundur
sóknarnefndar 2013, haldinn 19.nóvember á rislofti safnaðarheimilis kl. 17:30

Formaður, Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1.
  Fyrirhugaðar
framkvæmdir við malbikun stíga í kirkjugarði 

Gunnþór
greindi frá tilboðsgerð varðandi stíga í kirkjugarði. Gunnþór heldur áfram
samningarviðræðum við sveitarfélagið Árborg. Samkvæmt teikningu myndi þurfa að
helluleggja stíga í duftgarði og að malbika aðalbrautir garðsins.

2.
Sr. Óskar

       Sr. Óskar greindi frá starfinu framundan og
aðventuundirbúningi.

3.      Söfnun fyrir
línuhraðli

1.409.211- söfnuðust fyrir línuhraðli og munu
fulltrúar úr sóknarnefnd Selfosskirkju afhenta biskupi Íslands Frú Agnesi M.
Sigurðardóttur söfnunarfé Selfosssóknar 27.nóvemner nk.

4.      Tónlist

Jörg Sonderman greindi frá menningarstarfi í Selfosskirkju,
kirkjukórastarfi, kórtónleikum, orgelstund, septembertónleikum, sálmafossi
ásamt nýjum hugmyndum sem hann hefur unnið með í  starfsáætlun 2014- 2015

5.
Úrskurður
áfrýjunarnefndar  þjóðkirkjunnar

      Greint
var frá úrskurði Áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar í máli 1/2013 
Kristinn
Ágúst Friðfinnsson gegn Biskupsstofu f.h. biskups Íslands.
Úrskurður
úrskurðanefndar þjóðkirkjunnar  í máli
nr. 1/2013 frá 8.apríl 2013 er staðfestur.

6.
Önnur mál

Samþykkt að leigja posa frá Valitor til afnota í
kirkjunni en óskir hafa borist frá tónleikagestum um slíkt.

 

 

Næsti fundur
er áætlaður þriðjudaginn 17.desember 2013
kl. 17:30. Fundi slitið kl. 18:50

Fundi slitið kl. 18:50. Auk
fundarritara, Höllu Drafnar Jónsdóttur, undirrituðu eftirtaldir fundarmenn
fundargerðina: Guðmundur Búason, Ragna Gunnarsdóttir, Grímur Hergeirsson,
Jóhann Snorri Bjarnason, Óskar Hafsteinn Óskarsson og Bára Kristbjörg
Gísladóttir. Björn Ingi Gíslason og Þórður Stefánsson forfölluðust. 

11.fundur sóknarnefndar 2013, 17.desember í rislofti
safnaðarheimilis. Hófst kl.17:30.

Formaður sóknarnefndar, Grímur Hergeirsson, setti fundinn.

1. Menningarstarf í Selfosskirkju,
starfsáætlun 2013-2015 framhald frá síðasta fundi.

Liðurinn sumarkirkja fyrir ferðafólk
var tekinn fyrir en hugmyndir komu fram um að hafa kirkjuna opna  alla miðvikudaga frá 15 júní -15 ágúst.
Listafoss er jafnframt nýr liður en þar munu ólíkir listviðburðir vera í boði
boði í janúar ár hvert. Liðirnir Sumarkirkja fyrir ferða fólk og listafoss voru
samhljóða samþykktir.Við fögnum þessari áætlun og þökkum Jörg fyrir.

2.Sr.Óskar greinir frá stöðunni og
starfinu framundan.

Sr. Óskar og Ninna tóku á móti grunn og
leiksólabörnum í Árborg sem heimsóttu kirkjuna í desember. Helgihald aðventunnar
verður með hefðbundnu sniði en messa á gamlásdag verður kl. 17:00 eins og
síðustu ár.

Fundi slitið kl.19:00 og auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur
undirrituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Margrét Sverrisdóttir, Óskar
Hafsteinn Óskarsson, Ragna Gunnarsdóttir, Þórður Stefánsson, Bára Kristbjörg
Gísladóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðmundur Búason. Björn Ingi Gíslason
forfallaðist.