Fundargerðir 2009

Fundur sóknarnefndar 2. jan. 2009 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1815

Formaður Eysteinn Ó. Jónasson setti fund og flutti starfsfólki kirkjunnar sem mætt er á fundinn þakkir fyrir störfin á liðnu ári.

1.      Síðan bauð hann sérstaklega velkominn sr. Óskar Hafstein Óskarsson sem ráðinn hefir verið afleysingarprestur í Selfosssóknnæstu mánuði þar sem sr. Guðbjörg getur ekki sinnt því lengur. Síðan tók sr. Óskar til máls og sagði frá fyrri störfum og ástæðum þess að hann getur tekið að sér þetta starf a.m.k. næstu fjóra mánuði frá 1. jan. sl. Kemur þá í hans hlut að sinna fermingarundirbúningi og fermingum sem fram fara á næsta vori.

2.      Eysteinn formaður las bréf frá Margréti Steinu Gunnarsdóttur sóknarnefndarmanni þar sem hún óskar eftir að víkja sæti í sóknarnefnd um tíma, en Margrét er móðir sr. Óskars. Fyrsti varamaður Sigríður Bergsteinsdóttir er mætt á fundinn. Fundarmenn sem eru 15 að tölu (þ.e. auk sónarnefndar nánustu samstarfsmenn prests) kynntu sig síðan fyrir sr. Óskari og sögðu deili á sér.

3.      Björn Gíslason sagði frá stöðu mála minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu Gísladóttur konu hans. Samþ. að stefna að því að minnisvarðinn verði kominn upp í febr. nk. en þá er fæðingardagur frú Stefaníu 100 ára.

4.      Sigurjón lagði fram fundargerð verkfundar um nýja kirkjugarðinn dags. 17. des 2008 en þar er ákveðið að fresta lokafrágangi þannig að honum verði lokið 15. júní nk.

5.      Lagt fram minnisblað frá Sigurjóni um lóðir kirkju og kirkjugarðs á Selfossi. Er þar tekið upp úr hreppsbók Sandvíkurhrepps frá 1944 bókun um kaup hreppsins á lóð fyrir kirkju og kirkjugarð. 14.493m2 fyrir 3 kr. pr. m2 eða kr. 43.480,-kr.

6.      Eysteinn sagði frá því að eftir jólamessu sr. Guðbjargar sem hennar síðasta messa í afleysingarstarfinu, hefði Björn Gíslason (í fjarveru formanns) fært henni blómvönd fh. sóknarnefndar. Einnig fékk hún gjöf frá kirkjukórnum.

Fundi slitið kl. 1910 Eftirfarandi undirrituðu fundargerð: Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Sigríður Bergsteinsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir. Farin voru af fundi: Sólrún Guðjónsdóttir, Valdimar Bragason, Jörg Söndermann. Magnús Jónsson, Herdís Styrkársdóttir og Eygló Jóna Gunnarsdóttir.

Fundarritari: Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 1. febrúar 2009 í skrifstofu sóknarprests að aflokinni messu. Hófst kl. 12:30.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund.

1.         Rætt var um starfið sem framundan er. Herdís Styrkársdóttir sagði frá því sem framundan er í æskulýðsstarfinu og einnig Eygló Gunnarsdóttir djákni.

2.         Þá sagði Edith Molnár frá áætlun Barnakóra Selfosskirkju fyrir vorið 2009 en þar er m.a. fyrirhuguð ferð kóranna til Vestmannaeyja 1. – 3. maí og tónleikar þar.

3.         Jörg Sondermann sagði frá því sem varðar starf kirkjukórsins og því helsta sem fyrirhugað er.

4.         Rætt var um útgáfu næsta fréttabréfs fyrir næsta vor. Björn Gíslason hafði framsögu um það.

5.         Eysteinn sagði frá vinnu við húsnæði kirkjunnar bæði vegna jarðskjálfta ofl. Gunnþór kirkjuvörður lagði fram lista um „Viðhaldsóskir“ fyrir næsta – eða næstu ár þar á meðal kostnað við eldvarnarkerfi áætlað 1.900 þús. Þá las Eysteinn upp bréf frá Elfu – verkfræðistofu um brunamál Selfosskirkju. Rætt var um að taka brunavarnarmál kirkjunnar til frekari athugunar.

6.         Eysteinn kynnti tvö bréf frá kirkjuráði um kosn. sóknarnefnda – bréf dagsett 23. janúar 2009 og bréf um sameiningu prestakalla dags. 27. jan. 2009 þar sem fram kemur að rætt var á síðasta kirkjuþingi 2008 að „Hraungerðis- og Selfossprestakall sameinist í eitt prestakall með tveimur prestum“. Óskað er eftir umsögn um tillöguna.
Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá hugmynd sem rædd hefir verið að skipan yrði óbreytt, en stefnt að samstarfssamningi milli allra sókna í prófastdæminu um samstarf prestanna og gagnkvæmar afleysingar.

7.         Lögð fram ósk frá Drífanda ehf. um hækkun fyrir grafartöku og frágang, en Drífandi er með samning til næsta vors. Samþ. að fela Gunnþóri kirkjuverði að kanna kostnað annarsstaðar – til samanburðar.

8.         Guðm. Búason lagði fram mat Viðlagatryggingar á jarðskjálftatjóni8 á kirkjunni kr. 9.684.800,- Sóknarnefnd samþykkir tjónamat þetta.

9.         Sigurjón Erlingsson kynnti kostnaðaráætlun frá Landform ehf. um lokafrágang í nýja kirkjugarði eftir að Drífandi ehf. hefir skilað sínu verki 15. júní n.k. Þarna er um að ræða malbikun, hellulagning og hlaðinn veggur á norðurkanti. Kostn. áætlun um 12 millj.

10.          Sr. Óskar kynnti komu guðfræðinema 14. – 15. febrúar í Selfosskirkju. Samþ. að bjóða þeim í léttan hádegisverð að lokinni messu. Þeir munu vera 15 – 20.

11.          Samþ. að stefna að aðalsafnaðarfundi 8. mars nk.

12.          Björn Gíslason ræddi um þörf á að setja handrið á miðjar aðaltröppur kirkjunnar. Samþ. að fela Gunnþóri kirkjuverði að ræða við Valdimar Friðriksson járnsmíðameistara um smíðina.

Fundi slitið kl. 15:30. Eftirfarandi undirrituðu fundargerðina:

Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Sondermann, Hjörtur Þórarinsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir og Eygló J. Gunnarsdóttir.

Fundinn sátu varamennirnir Hjörtur Þórarinsson og Guðný Ingvarsdóttir í forföllum Sigríðar Bergsteinsdóttur og Þórðar Stefánssonar.   Fundarritari : Sigurjón Erlingsson

Eins og fram kemur í fundargerð sátu Herdís Styrkársdóttir og Edit Molnár byrjun fundar. (EÓJ).

Sóknarnefndarfundur 1. mars 2009
að aflokinni messu. Fundurinn haldinn í skrifstofu sóknarprests og hófst kl.12:15.

Formaður Eysteinn setti fund.

1.     Herdís Styrkársdóttir sagði frá því að hópur danskra ungmenna komi til Íslands 6. – 18. júlí nk. KFUM og K. Þau óska eftir að fá að gista í húsakynnum Selfosskirkju. Samþ.   Þá kynnti Herdís fyrirhugað námskeið um málefni ungmenna sem óskað hafa eftir aðstöðu í kirkjunni. Herdís verður aðili að þessum dagskrárliðum. Samþykkt.

2.      Björn Gíslason sagði frá fyrirhuguðu fréttabréfi Selfosskirkju.

3.      Rætt um fyrirhugaða athöfn 22. mars nk. um afhjúpun minnisvarða um sr. Sigurð Pálsson og konu hans, sem verður að aflokinni messu þar sem sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup sonur þeirra hjóna mun predika.

4.      Eysteinn formaður kynnti bréf sem Sigurjón Erlingsson hafði tekið saman skv. heimildum um upphafleg kaup Sandvíkurhrepps á kirkju- og kirkjugarðslóð ásamt heimildum um síðari viðbætur.

5.      Þá las Eysteinn formaður upp gjafabréf frá landeigendum á Selfossjörðinni þar sem gefin er viðbót við upprunalegan kirkjugarð, stærð er 3.856,4 m2. Gjafabréfið er dagsett í nóvember 1984. Gjafabréf þetta hefur legið á skrifstofu Árnessýslu þar til nú. Samþ. að færa gefendum þakkir fyrir.

6.      Guðmundur Búason gjaldkeri las upp og kynnti ársreikninga kirkjunnar fyrir árið 2008. Sóknarnefnd samþykkti og áritaði reikningana

7.      Rætt var um kostnaðaráætlanir fyrir árið 2009 bæði á núverandi húsakynnum og einhvern hönnunarkostnað til verkfræðistofu vegna hugsanlegrar viðbyggingar þar sem tengt er saman turn og safnaðarheimili. Guðmundur Búason taldi þörf á heildarskoðun á brunavörnum kirkjunnar sem gerð yrði með tengslum við hugsanlega nýbyggingu.

8.      Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá ferðum fermingarbarna í Skálholt 11. – 12. mars og óskaði eftir að bílkostnaður hópferðabifreiða yrði greiddur af Selfosskirkju. Samþ.

9.      Sr. Óskar bar fram ósk frá sr. Jakobi Ronland fh. kaþólsku kirkjunnar um athafnir í kirkjunni. Samþykkt að verða við þessari beiðni.

10.      Samþ. að bjóða út kostnað við grafartöku og frágang

11.      Erla Rúna Kristjánsdóttir ræddi um leiðréttingar á heimasíðu kirkju, svo og hönnun á minningarkorti teiknuðu af Sólrúnu Guðjónsdóttur. Henni falið að fylgja því máli eftir. Einnig var rætt um sölu á geisladiskum með Unglingakór Selfosskirkju og svo Kirkjukórnum. Ákveðið að stilla verði í hóf og kom upp tillaga um 500 kr. á disk.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 1420.

Eftirtaldir sátu fundinn . Í byrjun fundar var Herdís Styrkársdóttir sbr. 1. lið en fór að því loknu.

María Kjartansdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir, Guðmundur Búason, Björn I. Gíslason, Guðný Ingvarsdóttir, Þórður Stefánsson, Erla R. Kristjánsdóttir, Sigurjón Erlingsson, Eysteinn Ó. Jónasson, sr. Óskar Óskarsson, Eygló J. Gunnarsdóttir djákni og Gunnþór Gíslason kirkjuvörður.

Aðalsafnaðarfundur fyrir árið 2008, haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju
8. mars 2009 að aflokinni messu. Hófst klukkan 1230.

Formaður sóknarnefndar Eysteinn Jónasson setti fund. Fundarstjóri var Hjörtur Þórarinsson en fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Aðalfundarstörf:

1.      Sigurjón Erlingsson las fundargerð síðasta aðalsafnaðarundar frá 2. mars 2008. Var hún samþykkt samhljóða.

2.      Skýrsla formanns Eysteins Jónassonar. Hann sagði frá atburðarás, þegar biskup Íslands setti sóknarprestinn í leyfi frá störfum vegna málshöfðunar unglingsstúlkna um kynferðislegra áreitni hans. Í leyfi sr. Gunnars leysti sr. Guðbjörg Jóhannsdóttir hann af fram að síðustu áramótum, en sr. Óskar H. Óskarsson leysir af frá áramótum og fram í maí nk. Þá sagði Eysteinn frá stækkun kirkjugarðs, jarðskjálftatjóni sem varð á sl. vori ásamt ýmsu öðru í starfi kirkjunnar frá síðasta starfsári. Þá sagði hann frá áformum um stækkun safnaðarheimilis og undirbúningsvinnu um þá framkvæmd. Fumkostnaðaráætlun liggur fyrir: Ýmsar breytingar á núverandi húsnæði 23.000.000,- kr.   Nýbygging milli turns og safnaðarheimilis 53.300.000,- kr. og Hönnun og eftirlit 8.200.000,- kr.

Þá flutti Herdís Styrkársdóttirskýrslu um æskulýðsstarfið.

Eygló Gunnarsdóttir djákni sagði frá starfi sínu á sl. ári, en samstarf er mikið milli þeirra Herdísar og Eyglóar, en þær eru m.a. með kirkjuskóla fyrir 6 – 9 ára börn í báðum grunnskólum á Selfossi, sunnudagaskóla, æskulýðsfélag o.fl.

         Sr. Óskar H. Óskarsson flutti skýrslu um starf sitt sem settur sóknarprestur frá sl. áramótum og las upp samantekt á fjölda hinna ýmsu athafna á liðnu ári, úr kirkjubókum Selfosskirkju (innsk.EÓJ)

         Edit Molnár sagði frá starfi sínu við kóra barna og unglinga við Selfosskirkju og lagði fram bækling sem hún hefur unnið um kórastarfið en 75 krakkar eru í kórunum á þessu vormisseri.

Jörg Sondermann organisti sagði frá starfi kirkjukórsins en 37 kórfélagar eru nú í starfi.

3.      Guðmundur Búason gjaldkeri og bókhaldari kirkjunnar, dreifði, las og skýrði reikningana fyrir árið 2008.
Selfosskirkja: Rekstrarreikningur: Tekjur krónur 55.020.453,- . Gjöld 42.702.180,-. Tekjuafg.: 17.167.680,- .
Efnahagsreikn.: Eignir alls kr. 313.876.097,- . Handbært fé í árslok 37.169.879,- .
Hjálparsjóður Selfosskirkju Tekjur 150.078,- Gjöld 200.000,-
Eigið fé: 3.528.027,-
Kirkjugarður Selfosskirkju:  Tekjur 7.759.898,- Gjöld: 23.053.566,- þar af er búið að greiða vegna stækkunar kirkjugarðs 13. 626.543,- . Efnahagsreikningur kirkjugarðs: Eignir alls 35.766.866,- .
Umræður um reikninga: Þórður Árnason óskaði eftir að reikningar væru lagðir fram í upphafi fundar. Árni Valdimarsson lýsti ánægju með útfærslu reikninganna og uppsetningu þeirra. Reikningar samþykktir samhljóða.

4.      Eysteinn sagði frá síðasta héraðsfundi Árnesprófastdæmis þann 29. mars, s.l. en hann sótti fundinn ásamt Maríu Kjartansdóttur og Margréti Steinu Gunnarsdóttur. Fundurinn var í Félagsheimili Hrunamanna.
Sr. Eiríkur Jóhannesson prófastur sagði frá ýmsu í kirkjustarfinu í prófastdæminu.

5.      Ákvörðun um framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar. Guðmundur Búason kynnti áætlun fyrir árið 2009. Í þeirri áætlun eru 50 millj. kr. í fyrirhugaðar endurbætur á núverandi húsnæði og fé til nýbyggingar. Þá kynnti Guðmundur fumtillögur að þessum framkvæmdum.

Tillaga: „Aðalsafnaðarfundur 2009 heimilar sóknarnefnd að vinna að breytingum á núverandi húsnæði kirkjunnar og hugsanlegri nýbyggingu, eftir því sem aðstæður og fjárhagur leyfir.
Samþykkt samhljóða.

6.      Önnur mál: Eysteinn Jónasson las upp bréf frá Kirkjuráði um sameiningu prestakalla. Sr. Eiríkur Jóhannesson prófastur sagði frá umræðum innan þjóðkirkjunnar um samstarf, presta ofl. Hann ræddi um þá hugmynd að í stað sameiningar prestakalla hér yrði gerð tilraun til samstarfs þeirra þriggja presta sem nú eru í Selfoss- Eyrarbakka- og Hraungerðisprestaköllum etv. með sameiginlegum þjónustusamningi til að jafna störfin.

Björn Gíslason ræddi um þessa stöðu mála og var hlynntur samstarfi, frekar en breytingu á prestaköllum.

Baldur Róbersson taldi ekki tímabært að taka afstöðu til þessa máls nema það yrði kynnt betur.

Sr. Óskar H. Óskarsson tók undir hugmyndir um samstarf.

Björn Gíslason lagði fram tillögu í málinu.

Sólrún Guðjónsdóttir lagði til að boðað yrði til sérstaks fundar um þetta mál.

Tillaga Björns Gíslasonar lögð fram svohljóðandi. : „Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar haldinn sunnudaginn 8. mars 2009 í Selfosskirkju ályktar að taka undir þau sjónarmið að skipan prestakalla verði óbreytt en stefnt að samstarfssamningi sókna í prófastdæminu um starf prestanna og gagnkvæmar afleysingar.“ „Samþ. samhljóða“.

Greinargerð með tillögu Björns: Á biskupafundi 31. júlí 2008 var rætt um þann möguleika að sameina Hraungerðis- og Selfossprestakall í eitt prestakall með tveimur prestum. Hugmyndin var kynnt sóknarnefnd og öðrum hlutaðeigendum. Á fundi sóknarnefndar 24. ágúst er tekið jákvætt í málið og aftur á fundi 21. okt. 2008 samþykkir sóknarnefnd ályktum svohljóðandi. „Sóknarnefnd Selfosskirkju fer þess á leit við Kirkjuþing að ræddar verði á þinginu 2008 fyrirhugaðar breytingar á kirkjulegri þjónustu hér á svæðinu sem boðaðar voru í bréfi frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs dagsettu 5. ágúst 2008“. Á kirkjuþingi 2008 var tillagan samþykkt og vísað til umsagnar prófastdæmanna. En á kirkjuþingi 2009 er fyrirhugað að taka málið fyrir og staðfesta. Þegar málið er skoðað og þær hugmyndir sem prestar í Árnesprófastsdæmi eru að vinna, teljum við best að fara þessa leið sem hér er lagt til. Undirskr. Björn Ingi Gíslason.

Þórður Árnason lagði til að haldnar yrðu 4 „poppmessur“ á ári. Sr. Óskar H. Óskarsson taldi ekki rétt að binda slíkt með samþykkt.

Hjörtur Þórarinsson fundarstjóri sleit fundi með eftirfarandi vísu:

Áföngum er áfram náð
enn sem fyrr er mikil þörfin
þökk og blessun þýðleg tjáð
til þeirra er vinna kirkjustörfin.        Hj. Þ.

Fundarritar Sigurjón Erlingsson.

Á fundi sóknarnefndar 15. mars 2009 var fundargerðin, sem send hafði verið fundarmönnum, borin undir fundinn til samþykktar og kom þá fram athugasemd frá Guðmundi Búasyni sem var skráð þannig: „Guðmundur Búason gerir þá athugasemd við fundargerðina að hann lagði til að tillögu Björns Gíslasonar – 6. mál, yrði vísað til sóknarnefndar. Fundarstjóri bar ekki þá tillögu upp.“

Þar sem þetta hafði heldur ekki komið fram í fundargerð var þessu bætt við hér. (EÓJ)

Ofangreint samþykkt með undirskrift eftirfarandi: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Sigríður Bergsteinsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson og Sigurjón Erlingsson.


Fundur sóknarnefndar 15. mars 2009 að lokinni messu
í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1220.

1.    Eysteinn formaður setti fund og ræddi um hátíðamessuna n.k. sunnudag þegar afhjúpaður verði minningarsteinn um sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu konu hans. Kynnti hann tillögu að boðskorti til ýmissa aðila.

2.    Eysteinn ræddi um fyrirhugaðar framkvæmdir við húnæði kirkjunnar sbr. lið 5 í síðustu fundargerð. Stungið var upp á 3. fulltrúum að sinna þessu máli í umboði sóknarnefndar, þeim Sigurjóni Erlingssyni, Guðmundi Búasyni og Þórði Stefánssyni. Samþ. samhljóða.

3.    Eysteinn rifjaði upp umræður og bréf um sameiningu prestakalla. Selfoss- og Hraungerðisprestakalla, þ.e. sóknir Villingaholts, Hraungerðis og Laugardælasóknar. Umræður voru um þetta mál. Eysteini falið að leita eftir fundi með áðurnefndum sóknarnefndum. Samþ. samhljóða.

4.    Rætt um héraðsfund í Þingborg 28. mars n.k. Formaður Eysteinn mun mæta ásamt Birni Gíslasyni.

Fundi slitið kl. 1400.   Undir fundargerð skrifuðu: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Stefánsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson. Þess ber að geta að sr. Óskar H. Óskarsson sat mestallan fundinn, en þurfti frá að hverfa vegna skyldustarfa.

Fundur sóknarnefndar 24. mars 2009
í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1930.

Formaður Eysteinn Jónasson setti fund, sem er haldinn vegna þess að komin er niðurstaða í hæstarétti í máli sr. Gunnars Björnssonar sem er sýknudómur í máli tveggja unglingsstúlkna gegn honum. Samþykkt að fela Eysteini að koma á fundi með fulltrúum biskupsstofu sem allra fyrst.

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson Fundi var slitið kl. 2030.


Fundur sóknarnefndar 26. mars 2009.
haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 1800.

Gestir fundarins eru Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri biskupsskrifstofu og Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri kirkjuráðs.

Eysteinn formaður sóknarnefndar setti fund og kynnti bréf frá biskupsstofu dags. 23. mars þar sem fram kemur sú ákvörðun biskups að sr. Gunnar Björnsson taki aftur við embættinu frá og með 1. maí nk. Staða mála var rædd.

Fundi slitið kl. 1930.   Sigríður Bergsteinsdóttir, María Kjartansdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Björn Ingi Gíslason. Auk þess sat Guðmundur Búason fundinn og fundarritari var Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 6. apríl 2009 í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 18:30

1.      Eysteinn Jónasson formaður setti fund. Á dagskrá var trúnaðarmál.

2.      Formanni var falið að taka saman frásögn af athöfninni þegar afhjúpaður var minnisvarðinn um sr. Sigurð Pálsson og Stefaníu konu hans og færa hér í fundargerðabók.

Fundi slitið kl. 19:30.

Undirritun: Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Vígsla minnisvarða um heiðurshjónin sr. Sigurð Pálsson og frú Stefaníu Gissurardóttur,
sunnudaginn 22. mars 2009.

Sóknarnefnd Selfosskirkju ákvað á fyrri hluta ársins 2008 að fá Odd Þ. Hermannsson hjá Landformi til að vinna að hugmynd um minnisvarða um fyrstu presthjónin á Selfossi, en þá hafði málið verið alllengi í umræðu og nefndin sammála um að reistur yrði minningarsteinn sem staðsettur yrði fyrir framan kirkju. Á haustdögum var komin fullmótuð tillaga að minnisvarða sem sóknarnefnd samþykkti að unnið yrði eftir í samráði við Odd. Stefnt var að því að vígsla steinsins myndi tengjast 100 ára fæðingarafmæli frú Stefaníu, þ.e. 9. febrúar. Þar sem sr. Sigurður var einnig fyrsti heiðursborgari Selfoss var ákveðið að bjóða bæjarstjórn að taka þátt í minnisvarðanum, sem þeir samþykktu fúslega.

Að morgunmessu lokinni flutti forseti bæjarstjórnar Þorvaldur Guðmundsson ávarp um þau heiðurshjónin þar sem fram komu ástæður þess að sr. Sigurður Pálsson var kjörinn fyrsti heiðursborgari Selfoss.   Rakti hann hin ýmsu störf þeirra hjóna í okkar samfélagi og þakka sóknarnefndinni fyrir að hafa átt frumkvæði að því merka framtaki að reisa þeim minnisvarða við kirkjuna „…til að undirstrika þakklæti fyrir þeirra mikilvæga starf í þágu samfélagsins hér.“ eins og hann orðaði það. Því næst rakti hann stofnun Selfosshrepps frá 1947 sem þá átti enga kirkju og þróun þess að kirkjubygging hófst hér 1952 og var vígð 1956. Einnig kom fram í máli hans þörfin á félagslegri þjónustu sem við þekkjum í dag, og nefndi í því sambandi „Má því segja að prestsheimilið hafi verið nokkurs konar félagsmálastofnun þess tíma þar sem fólk fékk úrlausn sinna mála bæði í sorg og í gleði.

Varðandi samstöðu þeirra hjóna sagði hann: „Það er ekki hægt að ræða störf sóknarprestsins á Selfossi án þess að störf prestsfrúarinnar fylgi þar með svo stórt var hlutverk hennar.“ ..og kom þar inn á hina ótrúlega sterku samvinnu þeirra hjóna, gestrisni, fórnfýsi í öllu því sem takast þurfti á við. Einnig minntist hann á eftirminnilega söngfegurð Stefaníu, stjórnun sunnudagaskólans með maka sínum, sem naut mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni. Einnig að hún var aðalhvatamaður að stofnun Kvenfélags Selfosskirkju og varð fyrsti formaður þess og sagði í framhaldi af því að varðandi samkomur eldri borgara: „Með þessu starfi Kvenfélags Selfosskirkju undir forustu Stefaníu Gissurardóttur má segja að fyrstu skrefin í félagsstarfi eldri borgara á Selfossi hafi verið stigin.

Rakti hann síðan kynni sín af sr. Sigurði Pálssyni í gegnum fermingarfræðslu sína sem hann rómaði mjög og sagði síðan : „Góðir gestir sr. Sigurður Pálsson var gerður að að heiðursborgara Selfossbæjar þann 8. júlí 1981 en þann dag varð hann áttræður. Hann var fyrsti íbúi sveitarfélagsins sem hlaut slíkan heiður en það sem lagt var til grundvallar var að það væri sannur heiður fyrir sveitarfélagið að einn virtasti fræðimaður íslensku kirkjunnar byggi þar og hefði helgað byggðarlaginu krafta sína til margra ára.

Flutti hann að lokum hamingjuóskir og kveðju bæjarstjórnarinnar í Árborg til fjölskyldu og aðstandendum Stefaníu og sr. Sigurðar með von um: „…að minnisvarðinn muni geyma minningu Stefaníu Gissurardóttur og sr. Sigurðar Pálssonar um langa framtíð og bera komandi kynslóðum vitni um þeirra mikilvæga og góða starf í þágu samfélagsins hér á Selfossi og reyndar miklu víðar“.

Að lokinni ræðu forseta bæjarstjórnar tók formaður sóknarnefndar, Eysteinn Ó. Jónasson til máls og rakti í grófum málum frá aðdraganda þess að sóknarnefnd tók ákvörðun um að reisa þeim hjónum minnisvarða við Selfosskirkju. Benti hann á að auk alls þess sem Þorvaldur hafði rakið um störf þeirra hjóna við Selfosssöfnuð að þá hefði sr. Sigurður átt stóran þátt í hönnun kirkjunnar ásamt Bjarna Pálssyni skólastjóra Iðnskólans á Selfossi sem teiknaði hana. Einnig um þátt hans í hönnun mynda sem skreyta kirkjuskipið, en þar eru 12 myndir gerðar af Grétu Björnsson sem ásamt manni sínum Jóni Björnssyni voru fengin til að mála kirkjuna og var hún höfundur mynda og flúrs en þar var leitast við að fylgja kirkjuárinu. Benti hann á bæklinga í forstofu kirkju þar sem fram koma nákvæmar lýsingar á verki hennar svo og Höllu Haraldsdóttur sem gerði glugga kirkjunnar.

Einnig benti hann fróðleiksfúsum gestum á að allar fundargerðir frá því í ágúst 1953 til dagsins í dag mætti lesa á heimasíðu selfosskirkju selfosskirkja.is undir liðnum sóknarnefnd, einnig upplýsingar um myndir og um steinda glugga kirkjunnar, sögu kirkju, kirkjugarðs, presta og kirkjukóra svo eitthvað sé nefnt. Síðan sagði hann: „Ég get ekki endað þessa umfjöllun án þess að nefna það sem sr. Sigurður Pálsson mun eflaust lengst verða minnst fyrir, en það var barátta hans fyrir endurnýjun sígildrar guðsþjónustu. Í grein Gunnlaugs A. Jónssonar er mjög góð grein um Litúrgísku hreyfinguna og þar segir m.a. að „Hreyfingin vill endurvekja hina sígildu messu og tíðargjörð vesturkirkjunnar með gregoríönsku tónlagi. Í hinni sígildu messu er altarissakramentið þungamiðjan.
Og ekki má gleyma baráttu sr. Sigurðar Pálssonar fyrir endurreisn Skálholts. Af mörgum er honum þakkað að sú endurreisn tókst.

Fram kom í máli sóknarnefndarformanns að arkitekt og prestur hafi ekki fengið því ráðið að kirkjan snéru öfugt á sínum stað, en þar tóku aðrir ráðin. Svo hefði einnig orðið með minnisvarðann sem snúið var um 180° þegar hann var settur niður, en þar réð bakgrunnurinn endanlegri niðurstöðu hjá hönnuði verksins, Oddi Þ. Hermannssyni landslagsarkitekti.

Formaður bauð síðan gestum til málsverðar í safnaðarheimili að vígslu lokinni fyrir framan kirkju en þar flutti sr. Óskar H. Óskarsson bæn, formaður sóknarnefndar og forseti bæjarstjórnar afhjúpuðu minnisvarðann og Kirkjukór Selfosskirkju söng sálminn „Indælan blíðan blessaðan fríðan“ sem var fyrsti sálmurinn sem hljómaði í fyrstu helgiathöfn í selfosskirkju að kvöldi 30. ágúst 1953.

Mikið fjölmenni var saman komið í safnaðarheimili að athöfn lokinni og þurfti því einnig að leggja á borð í efri sal til þess að koma öllum fyrir. Kvenfélag kirkjunnar sá um veitingar sem voru ríkulegar að vanda. Margir tóku þar til máls og voru Selfosskirkju færðar gjafir m.a. af afkomendum þeirra heiðurshjóna. Ingveldur Sigurðardóttir afhenti gjafarbréf fyrir stórri mynd sem er tákn heilagrar þrenningar, tekin af silfurpatínu í Þjóðmynjasafni sem líklega er frá fyrri hluta 14. aldar. Verk þetta höfðu börn Sigurðar Pálssonar gefið honum í tilefni sjötugsafmælis hans. Ólafur Sigurðsson afhenti einnig gamlar ljósmyndir sem höfðu tilheyrt þeim hjónum. Bryndís Brynjólfsdóttir færði kirkjunni gjafarbréf frá fermingarbörnum sr. Sigurðar fyrir 50 árum, upp á 50.000,-kr. sem renna skuli upp í kostnað minnisvarðans.   Einnig gaf einn ættingi sem ekki vildi láta nafn síns getið 40.000,-kr. í sama tilgangi. Þá steig móður eins þessara fermingarbarna í pontu, Ólöf Árnadóttir frá Oddgeirshólum, en hún hafði verið meðal fyrstu fermingarbarna sr. Sigurðar Pálssonar fyrir 75 árum. Færði hún einnig kirkjunni peningagjöf af því tilefni.

Voru allir á einu máli um að athöfn þessi hefði farið fram eins og best hefði verið á kosið og ekki spillti veðrið fyrir athöfn útidyra.

Skráð í apríl 2009
Eysteinn Ó. Jónasson

Fundur sóknarnefndar 21. apríl 2009. Haldinn í skrifstofu sóknarprests.
Hófst klukkan 18:33.

1.      Formaður Eysteinn Jónasson setti fund og ræddi stöðu mála varðandi sr. Gunnars Björnssonar, en leyfi hans frá starfi hefir verið framlengt til 1. júní nk.

2.      Guðmundur Búason sagði frá stöðu mála í byggingarnefnd kirkjunnar. Lagðar voru fram fyrstu þrjár fundargerðir byggingarnefndar en hún hefir þegar átt fund bæði með hönnuðinum Anne B. Hansen og Kristbirni Guðmundssyni á Verkfræðistofu Suðurlands, og einnig hefir nefndin átt fund með Bygginga- og listanefnd þjóðkirkjunnar. Guðmundur sagði frá því að þegar hefðu verið teknar prufuholur til að kanna jarðvegsdýpt og virðist dýpt á fyrirhuguðum kjallara geta verið sú sama og dýpt á núverandi kjallara undir safnaðarheimili.
Sóknarnefnd samþykkir framlagðar fundargerðir og felur byggingarnefnd að halda áfram með það markmið að gerð verði á árinu fokheld bygging milli kirkjuturns og safnaðarheimilis. Áætlaður kostnaður er um 45 millj. kr.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 19:10

Auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar undirrituðu eftirtaldir fundargerð: Þórður Stefánsson, Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir.

Fundur sóknarnefndar 14. maí 2009 haldinn í skrifstofu sóknarprests
hófst kl. 18:30

 1. Eysteinn formaður setti fund og gaf Herdísi Styrkársdóttur æskulýðsfulltrúa orðið. Herdís sagði frá því að áhugi væri fyrir því að halda sumarnámskeið fyrir börn á vegum kirkjunnar. Þetta gætu verið milli 20 og 30 börn í 1. – 3. bekk í ca. 2 vikur í lok júnímánaðar. Herdís myndi standa fyrir þessu námskeiði með 1 – 2 aðstoðarmönnum (eða einum aðstoðarmanni og svo starfsmönnum frá vinnuskóla bæjarins ef um það gæti samist. Innsk. EÓJ.).   Samþykkt samhljóða að fela Herdísi að halda námskeiðið.
 2. Edit Molnár sagði frá starfi barna og unglingakóranna, en rúmlega 80 eru nú í kórunum.
 3. Jörg Sonndermann sagði frá starfi kirkjukórsins.
 4. Eysteinn ræddi um hvort sóknarnefnd og starfsfólk gæti komið saman í lok vetrar, t.d. í safnaðarheimili kirkjunnar. Einnig var rætt um sameiginlega máltíð annarsstaðar. (Gunnþóri og Birni Inga falið að kanna hvenær best hentaði að fara í slíkt. Innsk. EÓJ.)
 5. Samþykkt var að fela formanni að óska eftir því við biskup Íslands að sr. Óskar H. Óskarsson gegni starfi sóknarprests áfram um tíma.
 6. Lögð fram greinargerð frá Landform ehf. um framtíðarkirkjugarð í Mógili – utan Ölfusár ca. 10 ha. svæði, sem bæjaryfirvöld hyggjast auglýsa við næstu aðalskipulagsbreytingu.

Fundi slitið kl. 20:02

Undirritaðir auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar, sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Guðmundur Búason, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Þórður Stefánsson og Sigríður Bergsteinsdóttir. Áður höfðu yfirgefið fundinn: Herdís Styrkársdóttir, Edit Molnár og Jörg Sondermann.

 

Fundur sóknarnefndar 20. júlí 2009 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 19:30

 1. Eysteinn formaður setti fund og Sigurjón las fundargerð síðasta fundar.
 2. Guðm. Búason sagði frá gangi mála hjá byggingarnefnd en Umhverfis og skipulagsnefnd Árborgar hefir nú samþykkt að deiliskipulagstillaga að lóð kirkjunnar verði sett í auglýsingu, en auglýsingatími er 4 vikur og athugasemdartími síðan 2 vikur.
 3. Anne B. Hansen lagði fram og skýrði uppdrátt að viðbyggingu milli kirkjuturns og safnaðarheimilis dags. 29. júní ´09, en í tillögunni eru einnig sýndar fyrirhugaðar breytingar innanhúss í safnaðarheimili, skrifstofuhluta og kirkju. Ýmsar fyrirspurnir komu frá fundarfólki, en þau Anne og Guðmundur skýrðu þau atriði sem um var spurt.
  Eysteinn þakkaði Anne fyrir sína vinnu og vék hún af fundi.

 

 1. Ráðning æskulýðsfulltrúa. Sr. Óskar H. Óskarsson sagði frá 6 umsóknum um starfið. Þessir sóttu:
  1.              Ninna Sif Svavarsdóttir guðfræðingur.
  2.              Unnar Reynisson. Tómstunda- og fél. málafr. próf 3 ár frá KHÍ.
  3.              Sjöfn Þórarinsdóttir. Nám í sálfræði við H.Í. 2 ár.
  4.              Gunnar Kristinn Þórðarson. B.A. í guðfræði frá H.Í. í 3 ár.
  5.              Kristrún Helga Marinósdóttir. Nám í félagsfræði við H.Í. í 2 ár.
  6.              Guðmundur Brynjólfsson. Djáknapróf frá H.Í. í 3 ár. M.A. próf 5 ár í bókmenntafræði frá H.Í. og University of London.

Sr. Óskar hefir farið yfir þessar umsóknir ásamt sr. Eiríki Jóhannssyni (prófasti) og Eygló djákna. Fyrir lá tillaga frá þeim um að Ninna Sif Svavarsdóttir yrði ráðin í starfið til eins árs, með 60% á Selfossi og 40% í prófastdæminu utan Selfoss. „Tillagan samþykkt samhljóða“.

 1. Eysteinn kynnti bréf frá Hótel Selfoss / Ásbjörn Jónsson hótelstjóri, þar sem óskað er þátttöku Selfosskirkju í malbikun á lóð norðan við hótelið. Lagt er til að Selfosskirkja greiði ca. 360m2 af malbiki á 23 bílastæði. „Eysteini falið að ræða þetta frekar við Ásbjörn hótelstjóra.“
 2. Sigurjón lagði fram tilboð frá Drífanda ehf. í hellulögn á gangstígunum norður eftir kirkjugarðinum, 96m2 ásamt steyptum kantsteini. Tilboðið er dagsett 22. júní 2009 og er kr. 688.400, efni og vinna. „Samþykkt samhljóða“.
 3. Sigurjón lagði fram og dreifði „Úttekt v. lóðarframkvæmda við Selfosskirkju“ dags. 3/7 2009, þ.e. nýi kirkjugarðurinn. Verktakinn Drífandi ehf. lauk verkinu um 25. júní sl. fyrir utan smá frágang.
 4. Eysteinn lýsti sérstakri ánægju með útimessu þá sem fram fór sl. sunndagsvöld 19. þ.m. í bakgarði kirkjunnar. Eftir messu gengu kirkjugestir út í nýja kirkjugarðinn þar sem Sigurjón Erlingsson sagði frá framkvæmdum. Boðið var síðan upp á kaffisopa í safnaðarheimili, sr. Óskar messaði.
 5. Sr. Óskar H. Óskarsson ræddi um sína stöðu við Selfosskirkju. Hann hyggst óska eftir launalausu leyfi frá Akureyrarkirkju til næstu áramóta og starfar því áfram á Selfossi um sinn. Sóknarnefnd veitir sr. Óskari fyllsta traust sitt til áframhaldandi starfa.

Fundi slitið kl. 22:17.

Eftirtaldir undirrituðu fundargerðina: Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eystein Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Jörg E. Sondermann, Þórarinn Stefánsson, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritarinn Sigurjón Erlingsson.
Einnig sat Eygló J. Gunnarsdóttir djákni fundinn en þurfti að hverfa af fundi áður en honum var slitið.   E.Ó.J.

 

Fundur sóknarnefndar 10. sept. 2009 í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 18:15

Eysteinn formaður setti fund.

 1. Eygló Gunnarsdóttir djákni lagði fram áætlun: „Kirkjustarf í Selfosskirkju á haustmisseri 2009 – drög. Þar kemur fram áætlun um messur, fjölskylduguðsþjónustur, sunnudagaskóla, barna- og æskulýðsstarf, fermingarstörfin, kórastarf, tónleika og aðra starfsemi. Áætlunin er unnin af starfsfólki og settum sóknarpresti.
  Ninna Sif Svavarsdóttir nýráðinn æskulýðsfulltrúi sagði frá byrjun í sínu starfi, en hún hóf störf um síðustu mánaðarmót. Edith Molnár kórstjóri sagði frá sínu starfi, en um 90 börn og unglingar eru nú í 3 kórum.
  Jörg Sondermann organisti sagði frá ýmsu í sínu starfi.
  Sr. Óskar H. Óskarsson ræddi um þá áætlun um starfið, sem áður er nefnd og þakkaði samstarfsfólki fyrir góða samvinnu.
 2. Gunnþór kirkjuvörður kynnti „bókunarskrá“ sem tekin verði upp í Selfosskirkju eftirleiðis. Í hana verða færðar allar athafnir sem framundan eru í hverjum mánuði.
 3. Björn Gíslason kynnti útkomu fréttabréfs um næstu mán. mót.
 4. Sr. Óskar óskaði eftir að áform yrði haldið að styrkja fermingarbörn við kaup á fermingarkveri. Þá var samþykkt að greiða kostnað við komu Ellenar Kristjánsdóttur söngkonu sem væntanleg er í október nk. til söngs við messu. Hvorutveggja samþ. samhljóða.
 5. Sr. Óskar setti fram hugmynd um að stofnaður yrði menningarsjóður Selfosskirkju.
 6. Björn Gíslason sagði frá fundi með formönnum sóknarnefnda í Árnesprófastdæmi, með prófasti og nýráðnum æskulýðsfulltrúa. Fundurinn var á Borg í Grímsnesi 3. sept. sl.
 7. Eysteinn form. sagði frá för sinni með Sigurði Sigurjónssyni lögmanni til biskups, en þeir hittu hann í morgun. Eysteinn dreifði á fundinum plaggi sem þeir lögðu fyrir biskup og hefir, yfirskriftina: „Hugleiðingar um næstu skref vegna prestamála í Selfosskirkju“. Þar kemur fram samantekt á því helsta sem gerst hefur í þessu máli á sl. 16 mánuðum.
  Úrskurður frá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar um mál sr. Gunnars Björnssonar kom 3. sept. sl. Áfríunarfrestur er 3 vikur þar frá.
  Sóknarnefnd staðfestir áðurnefnda framlagða „Hugleiðingu um næstu skref vegna prestamála í Selfosskirkju“ og lýsir fyllsta stuðningi við það sem þar kemur fram. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 19:40 en Eygló Jóna, Ninna Sif, Jörg og Edith Molnár yfirgáfu fundinn eftir sínar kynningar í 1. lið, en aðrir undirrituðu fundargerð: Eysteinn Ó. Jónasson, Óskar Hafsteinn Óskarsson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Gunnþór Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Þórður Stefánsson, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 20. sept. 2009 kl. 12:30

Eysteinn setti fund og las fundargerð síðasta fundar. Kynnti efni síðasta fundar fyrir sr. Eiríki Jóhannssyni prófasti.

Prófastur og sr. Óskar H. Óskarsson sáu um messu í dag. Prófastur sagði frá fyrirhuguðu námskeiði fyrir sóknarnefndarfólk.

Mál kirkjunnar rædd.

Fundi slitið kl. 13:00   Auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar sátu fundinn:

Óskar Hafsteinn Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Eiríkur Jóhannsson, Jörg E. Sondermann, Eygló Jóna Gunnarsdóttir og Sigríður Bergsteinsdóttir.

Fundur sóknarnefndar 18. okt. 2009 að aflokinni messu. Hófst kl. 12:30

 1. Eysteinn Jónasson formaður setti fund og fagnaði því að nú liggur fyrir ákvörðun biskups að færa sr. Gunnar Björnsson úr starfi sóknarprests á Selfossi í sérverkefni hjá Biskupsstofu. Fær hann þá starfsheitið sérþjónustuprestur.
 2. Lagt fram bréf frá kirkjuráði dags. 16. okt. 2009 þar sem kynnt er tillaga: „Hraungerðis- og Selfossprestaköll Árnesprófastdæmi sameinist. Hið nýja prestakall nefnist Selfossprestakall. Prestakallinu verði þjónað af sóknarpresti og presti“.
  Í bréfinu er óskað eftir því að málið verði kynnt á aukahéraðsfundi (að kveldi 20. okt. nk. innsk. EÓJ) og umsögn skilað til biskupafundar fyrir 20. okt. nk.
  Að loknum umræðum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Sóknarnefnd telur afar brýnt að embætti sóknarprests í Selfossprestakalli verði auglýst hið fyrsta. Sóknarnefnd ítrekar mikilvægi þess að Selfosssöfnuður fái sem fyrst að velja sér nýjan prest til að hefja uppbyggingu í söfnuðinum og skapa traust. Aðeins á þeim grunni verður hægt að hefja umræður um mögulega sameiningu prestakallsins síðar meir.Samþ. samhljóða.
  Eysteini og sr. Óskari falið að fylgja þessari samþykkt eftir á héraðsfundi.
 3. Lagðar fram 8. 9. og 10. fundargerð byggingarnefndar Selfosskirkju. Í framhaldi af því lagði Guðmundur Búason fram þá tillögu bygg. nefndar að byggingaframkvæmdum verði frestað um sinn – Samþykkt samhljóða.
 4. Lögð fram „Lokaúttekt“ lóðarframkvæmda við Selfosskirkjugarð sem fram fór 2. október 2009.   Verksamningur við Drífanda ehf. var uppá 17.625.150,-kr.
  Aukaverk og magnaukning var 1.786.083,-kr. eða um 10% af heildarverki.
 5. Hjörtur Þórarinsson kynnti aðventutónleika í Selfosskirkju 6. des. nk. og lagði fram dagskrá tónleikanna.

Fundi slitið kl. 14:20 en þá hafði Sigríður Bergsteinsdóttir yfirgefið fundinn vegna útkalls svo og sr. Óskar H. Óskarsson. Eftirfarandi undirrituðu fundargerð.:

Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Þórður Stefánsson, Hjörtur Þórarinsson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar í skrifstofu sóknarprests 4. nóv. 2009 Hófst kl. 18:15

Eysteinn formaður setti fund.

 1. Eysteinn kynnti bréf frá biskupsembættinu þar sem kynnt eru drög að auglýsingu um embætti sóknarprests í Selfossprestakalli en auglýsingin hefir þegar verið send Lögbirtingablaðinu og mun nú birtast í blöðum. Starfið verður veitt frá 1. febr. 2010. Umsóknarfrestur rennur út 14. des. 2009. Undir bréfið ritar Ragnhildur Benediktsdóttir fh. biskups.
 2. Eysteinn kynnti bréf frá Óskari H. Ólafssyni Dælengi 2 þar sem hann óskar eftir að víkja sæti úr valnefnd prestakallsins.
 3. Sr. Óskar H. Óskarsson sagði að fréttabréf kirkjunnar komi út í næstu viku. Þá sagði hann frá því að fermingarfræðsla stæði nú yfir. Þá sagði hann frá því að ágóði af fyrirhuguðum aðventutónleikum myndi að ¾ hlutum fara í sjóðinn sem er samstarfsverkefni kirkjunnar og Rauða krossins, en ¼ hluti færi í hjálparsjóð Selfosskirkju. Samþykkt samhljóða.
 4. Samþ. að leggja 1% af tekjum kirkjunnar í áðurnefndan hjálparsjóð (óháð lið 3) sbr. samþ. frá 18. nóv. 2008 lið 10. Áætlað er að þessi upphæð sé nú 400 – 500 þús. kr. og jafnhá upphæð í hjálparstarf kirkjunnar.
 5. Gunnþór Gíslason kirkjuvörður lagði til að gjaldið fyrir ljósakrossa í kirkjugarði hækki til samræmis við raunkostnað. Samþ. samhljóða.
 6. Samþ. að gjald fyrir leigu á kirkjunni t.d. til tónleikahalds verði kr. 15.000,- eins og verið hefir að undanförnu, eða sem næst fyrir útlögðum kostnaði við þrif ofl.
 7. Gunnþór sagði frá ýmsum framkvæmdaratriðum við rekstur kirkju og kirkjugarðs.
 8. Jörg Sondermann organisti fékk heimild til að fá tilboð frá Björgvin Tómassyni orgelsmið í viðgerð á hljómborði pípuorgelsins.
 9. Samþ. að auka starfshlutfall Eyglóar Gunnarsdóttur djákna úr 85% í 100% frá 1. nóv.
 10. Erla Kristjánsdóttir kynnti tillögu að minningarkortum sem gefin yrðu út af Selfosskirkju. Teikning Sólrún Guðjónsdóttir. Samþ. að fela Erlu að semja við Prentnet um prentun en tilboð liggur fyrir frá fyrirtækinu.

Fundi slitið kl. 19:38 en eftirtaldir undirrituðu fundargerð.

Óskar H. Óskarsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir,
Guðmundur Búason, Gunnþór Gíslason, Jörg E. Sondermann, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

 

Fundur sóknarnefndar 8. nóv. 2009 í skrifstofu sóknarprests Hófst kl. 17:00

Eysteinn formaður sagði frá því að vegna frétta af Kirkjuþingi sem nú stendur yfir þar sem fram er komin tillaga frá sr. Kristjáni Björnssyni um sameiningu Selfoss- og Hraungerðisprestakalls, en sú frétt barst sóknarnefndarmönnum í gærkvöldi 7. nóv., þá ákváðu Eysteinn Jónasson, Guðmundur Búason og sigurjón Erlingsson að fara á Kirkjuþing um hádegi í dag að ítreka ósk sóknarnefndar um kosningu sóknarprests nú. Eftirfarandi áskorun var samþykkt á fundi sóknarnefndar (birt eins og bréf til Kirkjuþings var orðað. EÓJ.):

Áskorun til kirkjuþings 2009.

„Fundur sóknarnefndar Selfosskirkju 8. nóv. 2009 skorar á Kirkjuþing að hafna framkominni breytingartillögu um sameiningu Hraungerðis- og Selfossprestakalla.“

Samþ. samhljóða.

Fundur sóknarnefndar 8. nóv. 2009 ítrekar samþykkt sína frá 18. okt. sl. um „..að embætti sóknarprests í Selfossprestakalli verði auglýst hið fyrsta. Sóknarnefnd ítrekar mikilvægi þess að Selfosssöfnuður fái sem fyrst að velja sér nýjan sóknarprest til að hefja uppbyggingu í söfnuðinum og skapa traust.

Í fjölmiðlum og samfélaginu á Selfossi var öllum orðið ljóst að embættið yrði auglýst, nýr sóknarprestur yrði valinn fyrir jól og skipaður frá 1. febrúar 2010.

Eftir tæplega tveggja ára erfiðleika- og óvissutímabil í Selfosssókn væri einstaklega óheppilegt að knýja söfnuðinn í sameiningu prestakalla á þessum viðkvæma tímapunkti. Gríðarlega þýðingarmikið er að Kirkjuþing 2009 leggi ekki stein í götu þess auglýsingaferils, sem farinn var af stað af hálfu biskupsembættisins og er fyrsta skrefið til að skapa sátt í söfnuðinum og byggja upp traust að nýju.

Sóknarnefnd lýsir þeim vilja sínum að á þessum grunni verði hægt að hefja umræður um breytta skipan prestakalla.

Fundi slitið kl. 18:45

Fundarritari Sigurjón Erlingsson

Þessir sátu fundinn.:

Sigurjón Erlingsson, Eysteinn Ó. Jónasson, Hjörtur Þórarinsson, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Guðmundur Búason, Sigríður Bergsteinsdóttir og Þórður Stefánsson.

Fundur sóknarnefndar 15. nóv. 2009 í skrifstofu sóknarprests að aflokinni messu. Hófst kl. 12:35 í skrifstofu sóknarprests.

Eysteinn formaður setti fund og ræddi ásamt sóknarnefndarfólki stöðu mála eftir kirkjuþing.

Á nýafstöðnu kirkjuþingi var samþykkt sameining 8 prestakalla þar á meðal eftirfarandi tillaga: „Selfoss- og Hraungerðisprestaköll Árnesprófastdæmi sameinist, tveir prestar þjóni prestakallinu, sóknarprestur og prestur. Prestsetur verða ekki í hinu nýja prestakalli“.
Ákvæði til bráðabirgða um að þessi sameining taki ekki gildi fyrr en 1. júlí 2010 var fellt með 11 atkv. gegn 10. Í fréttum er nú fullyrt að þessi niðurstaða þýði að sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson verði sóknarprestur í þessu sameinaða prestakalli, en auglýst verði eftir presti sem starfi með sr. Kristni og undir hans stjórn.

Samþykkt sóknarnefndarfundar 15. nóvember 2009:
Í ljósi frétta sem birst hafa í fjölmiðlum um að fyrirhugað sé að Hraungerðisprestur verði sóknarprestur í sameinuðu prestakalli – Selfossprestakalli, óskar sóknarnefnd eftir um, við hvaða reglur verður stuðst ef það er ætlun kirkjuyfirvalda að svo verði“.

Sóknarnefnd ítrekar enn og aftur þann eindregna vilja sinn sem fyrir lá á Kirkjuþingi, að sóknarfólk á Selfossi fái að velja sér sóknarprest áður en sameining tekur gildi.“
Samþykkt samhljóða.

Fundinn sátu Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Þórarinn Stefánsson, Sigríður Bergsteinsdóttir auk fundarritara Sigurjóns Erlingssonar.

Sr. Óskar H. Óskarsson sat fyrri hluta fundarins, en fundi var litið kl. 13:45 .

Fundur sóknarnefndar 6. des. 2009 að lokinni messu
Haldinn í skrifstofu sóknarprests. Hófst kl. 12:30.

 1.      Eysteinn Ó. Jónasson form. setti fundinn. Fundarefni er að ganga frá bréfi frá sóknarnefnd til fundar kirkjuráðs sem verður 10. des. nk. þar sem fjallað verður um málefni Selfosskirkju og kosningu sóknarprests eða prests. Eysteinn kynnti hugmyndir að bréfi frá fundinum. Rætt var um texta bréfsins, sem samþykktur var og verður bréfið fært í fundargerðabók næst á eftir þessari fundargerð.

Fundi slitið kl. 13:15 og undir hana rituðu: María Kjartansdóttir, Eysteinn Ó. Jónasson, Friðsemd Eiríksdóttir, Þórður Stefánsson, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar sunnud. 13. des. 2009 haldinn í skrifstofu sóknarprests.
Hófst kl. 12:10

Formaður Eysteinn Ó. Jónasson setti fund. Fundarefni er niðurstaða fundar kirkjuráðs 10. – 11. des. sl. Fréttatilkynning þess fundar fer hér á eftir:

Fréttatilkynning

„Á fundi kirkjuráðs 10. og 11. desember var rætt um breytta prestakallaskipan sem samþykkt var á kirkjuþingi 2009 m.a. hvað varðar Selfossprestakall.

Fyrir fundinum lágu ályktanir sóknarnefndar Selfosskirkju, kirkjukórs, bréf einstaklinga og undirskriftir 1800 sóknarbarna sem krefjast þess að embætti sóknarprests verði auglýst og efnt til almennra kosninga.

Kirkjuþing 2009 samþykkti starfsreglur um að sameina Hraungerðisprestakall og Selfossprestakall í eitt prestakall. Starfsreglur kirkjuþings eru bindandi og því er ekki unnt að verða við ósk sóknarbarna um að auglýsa embætti sóknarprests og almenna kosningu. Við sameininguna fækkaði prestaköllum um eitt þannig að nýtt prestakall varð ekki til og af þeim sökum hvorki skylt né heimilt að auglýsa embætti sóknarprests. Sóknarprestur Hraungerðisprestakalls er því sóknarprestur í hinu sameinaða prestakalli.

Biskup Íslands hefur ákveðið að auglýsa eftir presti til starfa í Selfossprestakalli með sérstakar skyldur við Selfosskirkju. Samkvæmt starfsreglum kirkjuþings geta sóknarbörn óskað eftir almennri kosningu um embætti prests innan tveggja vikna frá því að auglýsing birtist. Ella mun valnefnd prestakallsins velja prestinn.“

Eftir umræður á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Ályktun sóknarnefndar Selfosskirkju 13. des. 2009. Sóknarnefnd lýsir vonbrigðum yfir þeirri niðurstöðu kirkjuráðs frá 10. og 11. desember s.l. þar sem hafnað er þeirri kröfu sóknarfólks að fá að velja sér sóknarprest í almennri prestkosningu. Með því staðfestir kirkjuráð þá ákvörðun kirkjuþings að taka hagsmuni embættismannsins fram yfir vilja sóknarfólks hjá kirkju sem heitir þjóðkirkja. Hins vegar lítur sóknarnefnd svo á að með því að biskup Íslands hefir ákveðið að auglýsa eftir presti til starfa í Selfossprestakalli „með sérstakar skyldur við Selfosskirkju“- sé stigið skref til móts við söfnuðinn. Sóknarnefnd álítur að þar verði valinn prestur, sem hafa muni afgerandi stöðu og starfssvið við Selfosskirkju. Mun sóknarnefnd beita sér fyrir því af fullum þunga að fylgja því eftir við kirkjuyfirvöld að svo verði, enda liggja fyrir eindregnar kröfur í þá átt frá ríflega 1800 sóknarmönnum auk krafna sóknarnefndar og kirkjukórs, bréfa einstaklinga og greinaskrifa í blöðum.   Sóknarnefnd telur að með samstarfsvilja þeirra aðila sem málið varðar, kunni að fást viðunandi niðurstaða“.

Samþykkt samhljóða.

Þá var ennfremur lögð fram eftirfarandi ályktun sem samþykkt var samhljóða. :

„Fundur í sóknarnefnd Selfosskirkju 13. desember 2009 krefst þess að tímabundin ráðning sr4. Óskars H. Óskarssonar verði framlengd til 1. mars 2010 – eða þar til nýr prestur hefur verið skipaður við Selfosskirkju“.

Fundi slitið kl. 13:10 og undir fundargerð skráðu sig: Sigurður Sigurjónsson, Eysteinn Ó. Jónasson, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Björn Gíslason, Guðmundur Búason, Sigríður Bergsteinsdóttir, Erla Rúna Kristjánsdóttir og fundarritari Sigurjón Erlingsson.

Fundur sóknarnefndar 14. desember 2009 í skrifstofu sóknarprests,
hófst kl. 17.

Gestir fundarins eru Ragnhildur Benediktsdóttir og Þorvaldur Karl Helgason.

Eysteinn Ó. Jónasson formaður setti fund. Fyrst var rætt um tillögu að auglýsingu prests sem sóknarnefnd hafði fengið í hendur. Samkomulag var um endanlega gerð auglýsingar og falli þar út nokkur orð og verði setningin þannig: „Embætti prests hefir sérstakar skyldur við Selfosskirkju.“ 

Miklar umræður voru um stöðu mála nú og komu fram skýrar kröfur sóknarnefndarmanna um að sá prestur sem kosinn (valinn) verður hafi forræði yfir Selfosskirkju.

Ragnhildi og Þorvaldi voru afhentar þær samþykktir sem gerðar voru á fundi sóknarnefndar í gær og eru skráðar í síðustu fundargerð.

Undir þetta skrifuðu: Þórður Stefánsson, Hjörtur Þórarinsson, Erla Rúna Kristjánsdóttir, María Kjartansdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Björn Ingi Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, Eysteinn Ó. Jónasson og fundarritari Sigurjón Erlingsson.