Fundargerðir 2015

12. sóknarnefndarfundur haldinn á rislofti safnaðarheimilis 27. janúar 2015. Fundur settur 17:30.

  1. Formaður sóknarnefndar, Björn Ingi Gíslason, setti fund og minntist í upphafi látins starfsmanns, Kristinn Pálmasonar, sem gengdi meðhjálparastarfi í Selfosskirkju.
  2. Starfið í Selfosskirkju : Þorvaldur lagði fram dagskrá um krikjustarfið sem verður aðgengileg á heimasíðu Selfosskirkju. Sr. Þorvaldur sagði frá kirkjustarfinu í desember, aðventutónleikum, aðventuheimsóknum ásamt helgistund á jólanótt sem var með breyttu sniði í ár. Þorvaldur nefndi að mikil eftirspurn hefði verið eftir fjárhagsaðstoð í desember en einnig nokkur í janúarmánuði. Þorvaldur sagði einnig frá starfinu framundan, sunnudagaskóla, kirkjuskóla, mömmumorgnum ásamt öðrum hefðbundnum liðum í kirkjustarfinu. Þá sagði Þorvaldur frá krílasálmum sem er nýr liður í krikjustarfinu og hefjast í byrjun febrúar og verður í boði í 6-8 skipti á föstudögum undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, organista í Fella og hólakirkju. Sr. Axel og sr. Þorvaldur lögðu fram umsókn um styrk uppá 108 þúsund krónur í tengslum við krílasálma en heildarkostnaður við krílasálmana er 268 þúsund krónur.

Gunnþór Gíslason óskaði eftir leyfi fundarins til að  fá sérfræðing til að taka út tæknibúnað krikjunnar. Gunnþór fór einnig yfir viðhaldsóskir, hita í gólfi sem nauðsynlegt er að lagfæra og yfirferð og lagfæringar á orgeli. Frekari upplýsingar um kostnaðarliði í tengslum við það munu liggja fyrir á næsta sóknarnefndarfundi. Þá nefndi Gunnþór að jafnframt þyrfti að fjölga tenglum fyrir jólakrossa í kirkjugarði. Gunnþór mun leita eftir tilboðum vegna verksins í framhaldinu.

  1. Ákvörðun um aðalsafnaðarfund: Tekin var ákvörðun um að halda aðalsafnaðarfund þann mars nk.
  2. Staða reikninga:Guðmundur Búason gjaldkeri lagði fram drög að reikningum kirkjunnar fyrir árið 2014 og fór yfir hina ýmsu liði reikninganna ásamt reikningum kirkjugarðarins.
  3. Ákvörðun um auglýsingu vegna kirkjuvarðar: Kirkjuvörður mun láta af störfum 1.apríl nk. en fyrirhugað er að auglýsa stöðu krikjuvarðar eigi síður en í lok febrúar. Halla Dröfn Jónsdóttir og Jóhann Snorri Bjarnason voru tilnefnd til að gera tillögu að auglýsingu og starfslýsingu.
  4. Fundur með sóknarnefndum Selfossprestakalls: Fyrirhugað er að hafa fundinn þriðjudaginn 3. febrúar nk.Endanleg staðsetning verður ákveðin síðar.
  5. Erindi frá æskulýsfulltrúa : Æskulýsfulltrúi óskar eftir endurnýjun á tölvubúnaði. Samþykkt var að verða við óskum á tölvukaupum.
  6. Erindi frá Jörg Sonderman organista tekið fyrir og tekin ákvörðun um að skoða það frekar. Erindi Editar frá 1.janúar var jafnframt tekið fyrir og í framhaldinu tekin ákvörðun um að hækka starfshlutfall hennar úr 50% í 60%.
  7. Selfosskirkja 60 ára 2016.
  8. Önnur mál:
  • Sr. Axel nefndi að mikilvægt væri að endurnýja kirkjubekki í kirkjunni eða fara í lagfæringar á þeim vegna hættu sem getur stafað að þeim.
  • Björn Gíslason greindi frá því að nú liggji fyrir samþykki á deiluskipulagi kirkjunnar (fleiri bílastæði).

Fundi slitið kl. 20:00. Þórður Stefánsson og Margrét Sverrisdóttir forfölluðust. Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur rituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Björn Ingi Gíslason, sr. Axel Árnason Njarðvík, Guðmundur Búason, Ragna Gunnarsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Gunnþór Gislason, Bára Kristbjörg Gísladóttir og sr. Þorvaldur Karl Helgason.

 

13. fundur sóknarnefndar 2015, haldinn 25. febrúar í rislofti safnaðarheimilis. Hófst kl. 18:40.

Formaður, Björn Ingi Gíslason, setti fundinn.

  1. Viðhaldsmál

Tækjabúnaður kirkjunnar var tekinn út að beiðni Gunnþórs Gíslasonar kirkjuvarðar, málið verður skoðað frekar. Gunnþór fór jafnframt yfir núverandi stöðu viðhaldsmála og viðhaldsóskir.

  1. Fjárhagsáætlun 2015

Guðmundur Búason gjaldkeri lagði fram reikninga kirkju, kirkjugarðs og hjálparsjóðs, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Farið var yfir reikningana og fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Sóknarnefnd samþykkti og áritaði reikningana. Jafnframt var farið yfir viðhaldsóskir fyrir árið 2015 og mat lagt á brýnustu verkefnin. Endanleg ákvörðun verður tekin eftir nánari skoðun.Jafnframt var rætt var um þörf á endurnýjun sálmabóka en Guðmundur Búason gjaldkeri tók að sér að skoða málið frekar.

  1. Aðalsafnaðarfundur 2015

Tekin var ákvörðun um að boða til Aðalsafnaðarfundar 8.mars nk. kl 12:30 strax að aflokinni messu.

  1. Héraðsfundur Suðurprófastsdæmis

Héraðsfundur suðurprófastsdæmis verður 21.mars nk.

  1. Önnur mál

Jóhann Bjarnason greindi frá vinnu hans og Höllu Drafnar í tengslum við auglýsingu á starfi kirkjuvarðar.

Fundi slitið 20:15

Þórður Stefánsson og Margrét Sverrisdóttir Forfölluðust.

Auk fundarritara Höllu Drafnar Jónsdóttur rituðu eftirtaldir fundarmenn fundargerðina: Ragna Gunnarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðný Ingvarsdóttir, Bára Kristbjörg Gísladóttir, Þórður Árnason, Guðmundur Búason og Björn Ingi Gíslason.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar fyrir árið 2014

Haldinn í Selfosskirkju 8. mars 2015 kl. 12.30.

1.Björn Ingi Gíslason setti fundinn og bauð fólk velkomið.

Í upphafi fundar risu fundargestir úr sætum og minntust Kristins Pálmasonar meðhjálpara er lést langt um aldur fram nú í byrjun árs.

  1. Starfsmenn fundarins skipaðir.

Næst var borin upp tillaga að starfsmönnum fundarins.  Björn tilnefndi Valdimar Bragason sem fundarstjóra og Jóhann Snorra Bjarnason Sem fundarritara.  Tillagan var samþykkt.

  1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri síðasta árs.

Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar

Björn flutti skýrslu sóknarnefndar og gerði grein fyrir störfum hennar síðastliðið ár. Hann byrjaði á að nefna mannabreytingar sem urðu óvænt síðastliðið haust.  Grímur Hergeirsson þáverandi formaður sagði af sér og vék úr nefndinni.  Ástæða þess var óánægja með þá stöðu sem við blasti í skipan presta við kirkjuna. Björn tók þá sæti hans sem formaður. Aðrir nefndarmenn sátu áfram, en sóknarnefnd var þannig skipuð: Björn Gíslason formaður, Guðmundur Búason gjaldkeri, Halla Dröfn Jónsdóttir ritari, Ragna Gunnarsdóttir, Guðný Ingvarsdóttir (kom inn sem varamaður fyrir Grím), Bára Gísladóttir, Þórður Stefánsson, Margrét Sverrisdóttir og Jóhann Snorri Bjarnason. Haldnir voru þrettán sóknarnnefndarfundir frá síðasta aðalsafnaðarfundi.  Að auki var fundur með Biskupi og þá var haldinn sameiginlegur fundur Selfoss, Hraungerðis, Laugardæla og Villingaholtssókna.  Allar fundargerðir nefndarinnar má nálgast á heimasíðu kirkjunnar selfosskirkja.is.  Gefin voru út tvö fréttabréf.

Gengið var frá lóðarmörkum umhverfis kirkjuna.  Við það kom svæði sunnan við núverandi bílastæði í hlut kirkjunnar og því mögulegt að fjölga nokkuð stæðum.  Á síðasta ári var undirritaður samningur við Árborg varðandi æskulýðsstarf innan kirkjunnar.  Nokkrar breytingar voru á skipan presta á síðasta ári. Axel Árnason Njarðvík starfaði við kirkjuna allt árið 2014. Ninna Sif Svavarsdóttir æskulýðsprestur fór í barneignarleyfi í byrjun nóvember og var Hugrún Helgadóttir ráðin í hennar stað á meðan.  Kristinn Ágúst átti að koma til baka úr veikindaleyfi 1. september. Þá átti eftir að reikna inn áunnið orlof sem seinkaði komu hans til 1. nóvember.  Óskar Hafsteinn Óskarsson sótti um Hruna og fékk frá og með 1. september.  Ninna Sif fyllti skarð Óskars til 1. nóvember en þá varð ljóst að Kristin tæki að sér starf á biskupsstofu og skipaði biskup Þorvald Karl Helgason sóknarprest.  Þeir Þorvaldur og Axel eru skipaðir út maí 2015.  Fyrirhugað er að auglýsa eftir prestum með vorinu.

Björn sagði starfið inna kirkjunnar gott hvar sem á er litið. Fjármál í góðu jafnvægi og viðhaldi kirkjunnar sinnt eftir því sem kostur er. Síðasta sumar stóð til að malbika og ganga frá stígum í nýjasta hluta kirkjugarðsins.  Í ljós hefur komið að jarðvegur er enn nokkuð að síga .  Hugsanlega verður beðið eitthvað með þær framkvæmdir og bílastæðin tekin fyrst.  Skipa á afmælisnefnd vegna 60 ára afmælis kirkjunnar á næsta ári.  Gunnþór Gíslason kirkjuvörður lætur af störfum 1. apríl næstkomandi og hefur starf kirkjuvarðar þegar verið auglýst laust til umsóknar.

Þorvaldur Karl Helgason sóknarprestur

Í Selfosskirkju er messað alla sunnudaga og flesta helgidaga.  Á síðasta ári voru 62 messur og er áætlað um 6.830 kirkjugestir hafi sótt messu.  Kvenfélag kirkjunnar er með kaffi og súpu í safnaðarheimilinu eftir messur og taldi Þorvaldur það mikilvægan hluta kirkjustarfsins. Nýbreytni var í aftansöng á jólanótt.  Í stað hefðbundinnar messu voru ritningar upplestnar og söngur á milli.  Fyrsta sunndag hvers mánaðar er fjölskyldumessa með barana og unglingakórum kirkjunnar undir stjórn Edit.  Kvöldmessa er mánaðarlega þar sem fram koma tónlistarmenn úr ýmsum áttum.  Um 400 manns sóttu kvöldmessur.  Á síðast ári voru sjö fermingar þar sem fermd voru 76 börn.  88 Skírnir, 17 hjónavígslur og 39 útfarir.  Þriðjudaga til föstudaga er morgunsöngur þar sem að jafnaði mæta 15 – 20 manns auk þess sem gestir frá Grænumörk og vinaminni koma reglulega.  Morgunsöng er stjórnað saman af prestum og leikmönnum.  Aðventuheimsóknir skólanna eru fastur liður í kirkjustarfinu.  Að þessu sinni komu 650 börn í 13 heimsóknum auk 100 starfsmanna.  Föstudaginn langa lásu 16 lesara passíusálmana.

Starfsmannabreytingar hafa verið nokkra síðast ár.  Prestar eru báðir settir út maí.  Hvorugur þeirra býr í prestakallinu sem ekki er heppilegt. Þorvaldur Karl bauð nýjan meðhjálpara Vilhjálm Eggertsson velkominn til starfa.  Þá þakkaði hann fráfarandi kirkjuverði Gunnþóri Gíslasyni samstarfið og góða þjónustu við kirkjuna.

Kirkjukórinn æfir vikulega og syngur við flestar athafnir.  Söngstjóri og organisti kirkjunnar er Jörg Sondermann.  Hann stendur og fyrir listafossi, septembertónleikum og orgelstund einu sinni í mánuði.  Barna og unglingakórar æfa vikulega og syngja við messu fyrsta sunndag hvers mánaðar yfir veturinn.  Kórarnir fara reglulega í æfingabúðir.  Síðasta vor sungu kórarnir ásamt fleiri kórum í Hörpu og hljóðrituðu disk í kjölfarið. Á vortónleikum voru valin atriði úr West side story.  Mjög öflugt og gott starf er í barna og unglingakór og iðkendur tæplega 70.  Stjórnandi er Edit Molnar. Aðventutónleikar voru haldnir í 37. sinn og rann ágóði tónleikanna í tónlistarsjóð kirkjunnar.  Séra Axel Árnason var með biblíunámskeið sem 26 manns sóttu.  Að auki eru hópar starfandi innan kirkjunnar eins og sorgarhópur, kyrrðarhópur, tólf spora hópur ofl. Margar umsóknir um aðstoð bárust á árinu og þá sérstaklega á aðventunni.  Kirkjan í samvinnu við hjálparstofnun kirkjunnar aðstoðaði um hundrað fjölskyldur og einstaklinga.  Þorvaldur Karl þakkaði þeim fjölmörgu leiknum og lærðum sem koma að kirkjustarfinu og leggja sitt af mörkum til að skapa það góða og öfluga starf sem unnið er í Selfosskirkju.

Hugrún Helgadóttir æskulýðsfulltrúi

Hugrún Helgadóttir flutti skýrslu um æskulýðsstarf  innan kirkjunnar.  Hugrún  leysir Ninnu Sif af vegna barneignaleyfis.  Sunnudagaskóli er á kirkjuloftinu samhliða messum yfir veturinn. Foreldramorgnar eru á þriðjudögum.  Þar koma saman 8 – 12 mæður með börnin sín.  Oft er fræðsla eða erindi úr ýmsum áttum. Guðný Einarsdóttir var með átta skipta námskeið í krílasöng.  Kirkjuskóli er starfræktur bæði í Vallarskóla og Sunnulækjarskóla.  Um 20 krakkar sækja kirkjuskólann í hvorum skóla. TTT starf tíu til tólf ára hefur ekki gengið sem skildi og legið niðri í vetur.  Æskulýðsfundir eru öll þriðjudagskvöld hjá æskulýðsfélaginu.  Þar mæta um 20 krakkar ásamt leiðtoga sínum Margréti Arnardóttur.   Tvær ferðir voru farnar.  Sú fyrri var með 25 krakka á Hvammstanga í október og síðan fóru 18 krakkar í Vatnaskóg í febrúar.  Barna og æskulýðsstarfi lýkur formlega með hátíð allra hópa á sumardaginn fyrsta.  Hugrún hefur einnig haft umsjón kyrrðarstund og tólf spora starfi ásamt Þorvaldi Halldórssyni og Margréti Scheving.

  1. Endurskoðaðir reikningar

Guðmundur Búason gjaldkeri sóknarnefndar

Guðmundur Búason lagði fram ársreikninga fyrir árið 2014 áritaða af skoðunarmönnum og sóknarnefnd.

Úrdráttur úr ársreikningi 2014:

Rekstrarreikningur  Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
43.280.321 36.932.862 7.231.701
Efnahagsreikningur  Fastafjármunir Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
320.947.626 17.920.400 338.868.026
Hjálparsjóður Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
378.152 0 378.152
RekstrarreikningurKirkjugarður Tekjur Gjöld Tekjuafgangur
8.083.048 8.056.824 489.071
EfnahagsreikningurKirkjugarður Eigið fé Veltufjármunir Skuldir og eigið fé
13.400.311 17.951.713 17.951.713

 

Efnahags og rekstrareikningar eru mjög svipaðir fyrra ári. Ekki var miklu varið til viðhalds 2014.

Ólafur Ólafsson bar fram spurningu um hvers vegna ekkert framlag hefði verið til tónlistar og menningarsjóðs.  GB svaraði því til að sóknarnefnd hefði lagt sjóðnum til stofnfé en tekjur sjóðsins síðan helstar verið innkoma af aðventutónleikum og styrkir frá fyrirtækjum.

Reikningar bornir upp til atkvæða og samþykktir samhljóða.

  1. Starfsemi héraðsnefndar

Björn Gíslason formaður sóknarnefndar

Björn gerði grein fyrir þessum lið en sat ekki fund héraðsnefndar.  Á fundinum var mest fjallað un Skálholtsstað og framtíð hans.  Næsti fundur héraðsnefndar er 21. mars næstkomandi og verða þar tveir fulltrúar sóknanefndar.

  1. Fjárhagsáætlun

Guðmundur Búason gjaldkeri

Guðmundur Búason kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Sóknarbörn eru 4.294. Greiddar eru 824 krónur á mánuði fyrir hvert sóknarbarn.  Tekjur eru þannig áætlaðar 42.459.072 (4.294*824*12).  Stæðstu útgjaldaliðir eru áætlaðir laun til helgihalds, fræðslu og rekstur kirkju rúmar 18 milljónir og viðhald húsa og búnaðar upp á rúmar sjö milljónir.

Fjárhagsáætlun var borinn upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

  1. Kosning aðal- og varamanna í sóknarnefnd

Fulltrúar í sóknarnefnd eru kosnir til fjögurra ára í senn.  Að þessu sinni eiga að ganga úr sóknanefnd fimm aðalfulltrúar af níu: Bára Gísladóttir, Halla Dröfn Jónsdóttir, Guðmundur Búason, Björn Gíslason, Guðný Ingvarsdóttir.

Guðmundur, Guðný og Björn gefa kost á sér afram en Bára og Halla ekki.

Að auki lýstu Gunnþór Gíslason og Þórður Árnason yfir framboði til sóknanefndar.  Guðmundur, Guðný, og Björn voru kosin áfram ásamt og þeir Gunnþór og Þórður voru kosnir nýjir inn.  Þessir fulltúar voru kosnir samhljóða með lófaklappi.

Aðalmenn í sóknanefnd eru því þessir:

Björn Ingi Gíslason Guðmundur Búason Gunnþór Gíslason
Guðný Ingvarsdóttir Þórður Stefánsson Ragna Gunnarsdóttir
Margrét Sverrisdóttir Þórður Árnason Jóhann Snorri Bjarnason
     

Síðastliðið haust tók Guðný Ingvarsdóttir sem verið hafði varamaður  sæti sem aðalmaður í stað Gríms Hergeirssonar.  Þórður Árnason sem var varamaður hlaut kosningu sem aðalmaður. Því voru tvö sæti laust sem varamaður.  Tillögur komu fram um Margréti Óskarsdóttur og Örn Grétarsson.  Þau voru kosin samhljóða með lófaklappi.

Varamenn í sóknarnefnd eru því þessir:

Sigurður Sigurjónsson Sigríður Bergsteinsdóttir Guðrún Tryggvadóttir
Örn Grétarsson Sigurður Jónsson Erla Rún Kristjánsdóttir
Páll B Ingimarsson Hjörtur Þóarinsson Margrét Óskarsdóttir
     
  1. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara

Skoðunarmenn voru kosnir áfram samhljóða:

Aðalskoðunarmenn Kristín Péturdóttir Guðmundur Theódórsson
Til vara Halldór Magnússon Leifur Guðmundsson

 

  1. Kosning í aðrar nefndir og ráð

Björn Gíslason lýsti hugmyndum að afmælisnefnd sem tæki til starfa í tilefni 60 ára afmælis Selfosskirkju.  Einnig nefndi Björn hugmynd að hollvinasamtökum Selfosskirkju, sem yrði hópur fólks sem jafnvel væri tilbúinn til léttra viðhaldsverka og fegrunar í og við kirkjuna og myndi styðja við kirkjustarfið.  Björn beindi orðum sínum varðandi hollvinafélagsins til Hjartar Þórarinssonar þar sem hann hefur nokkra reynslu af starfi slíkra félaga. Hjörtu taldi málið‘ þess vert að skoða betur og benti á að nú þegar væri öflugt hollvinafélag starfandi við kirkjuna sem er kvenfélag Selfosskirkju.

Fundurinn veitti sóknarnefnd heimild til að vinna áfram að þessum nefndum.

  1. Önnur mál

Úlfar Guðmundsson

Úlfar þakkaði prestum, sóknarnefnd og öðru starfsfólki fyrir vel unnin störf og öflugt kirkjustarf.  Hann lýsti áhyggjum sínum af bágum fjárhag margra sókna og þjóðkirkjunnar. Hann benti á að fjárhagur og fjárhagsleg staða Selfosskirkju væri með því besta sem gerist á suðurlandi enda sóknin stór. Þetta á ekki við um allar sóknir og erfiðleikar miklir við rekstur lítilla sókna.  Prestum hefur fækkað mikið síðastliðin ár og álag á þá presta sem eftir eru aukist mikið.  Svo mikið að margir gefast upp og flytja sig til í starfi.  Til að mynda eru nú 20 íslenskir prestar starfandi í Noregi.

Hjörtur Guðmundsson

Hjörtur benti á að organisti kirkjunnar, kórstjórar á Selfossi og tónlistarfólk mættu skoðast sem hollvinir þar sem aðventutónleikar hafi í gegnum árin skilað umtalsverðum tekjum sem oft renna til verkefna innan kirkjunnar.

Gunnþór Gíslason

Gunnþór þakkaði fyrir hlý orð í sinn garð og samstarfið við presta, sóknarnefnd og annað starfsfólk kirkjunnar í gegnum árin.

Kjartan Björnsson

Kjartan óskaði kjörnum sóknarnefndarfulltúum til hamingju með kjörið og þakkaði fráfarandi fólki fyrir sitt framlag. Hann telur kirkjuna skipa stóran sess hjá mörgum íbúum sveitarfélagsins. Saga vandræða og ólgu er nú að baki og framtíðin björt og full af tækifærum með nýju fólki. Kirkjan stendur vel og mun eflast.  Finna verður stað fyrir framtíðar kirkjugar því nauðsynlegt er að horfa langt fram á vegin hvað þetta varðar.  Kjartan kvað erfitt að horfa upp á tortryggni sem skapast hefur sums staðar í garð kirkjunnar.  Mikilvægt sé að börnin fái áfram að koma í kirkjuna og fræðast.  Bera verður fulla virðingu fyrir ólíkum trúarbrögðum en samt ber að líta til þess að 86% þjóðarinnar tilheyra þjóðkirkjunni.  Kjartan þakkaði söng og góða ræðu í messunni fyrr um daginn en benti á að ef kirkjugestir eiga að vera virkir í söngnum verði sálmar að vera sæmilega þekktir.

Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Magnús var með þrjú hrós:

          Ný heimasíða góð og vel lifandi

Segist oft fara þar inn vinnu sinnar vegna og segir síðuna sérlega aðgengileg og uppfærð reglulega.

          Haldið vel um fermingarfræðslu

Á sjálfur fermingarbarn og finnst undirbúningur og utanumhald til fyrirmyndar.

          Selfosskirkjugarður

Magnús talaði um að Selfosskirkjugarður væri sérlega snyrtilegur og vel hirtur.

Björn Gíslason

Varðandi framtíðar staðsetningu fyrir kirkjugarð sagði Björn að þegar væri búið að taka frá í framtíðar skipulagi svæði við Arnberg fyrir kirkjugarð.

 

Ekki fleira til umræðu og fundi slitið 14:35

 

Jóhann Snorri Bjarnason

 

1. Fundur sóknarnefndar Selfosskirkju, haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju mánudaginn 23. mars 2015

Fundur settur kl 17:00, Björn Gíslason setti fund og afhenti Guðmundi Búasyni fundarstjórn.

  1. Verkaskipting stjórnar. Uppástungur voru eftirfarandi og voru þær samþykktar samhljóða. Formaður Björn Gíslason, gjaldkeri Guðmundur Búason, ritari Ragna Gunnarsdóttir, 1. Varaformaður Margrét Sverrisdóttir, 2. Varaformaður Þórður Árnason, meðstjórnendur Gunnþór Gíslason, Jóhann Bjarnason, Guðný Ingvarsdóttir og Þórður Stefánsson.
  2. Röð varamanna. Dregið um röð varamanna í stjórn og er hún eftirfarandi, 1. Hjörtur Þórarinsson, 2. Páll Ingimarsson, 3. Sigurður Jónsson, 4. Sigurður Sigurjónsson, 5. Erla Rúna Kristjánsdóttir, 6. Guðrún Tryggvadóttir, 7. Örn Grétarsson, 8. Sigríður Bergsteinsdóttir, 9. Margrét Óskarsdóttir.
  3. Starf kirkjuvarðar15 umsóknir bárust um starf kirkjuvarðar. Þar til vibótar bárust 2 eftir auglýstan umsóknarfrest og voru þær ógildar. Stjórn ákvað að taka umsóknir til skoðunar og hittast aftur á aukafundi þriðjudaginn 24. mars til frekari umræðu um málið. Nefndarmenn voru ánægðir með þann fjölda sem sækir um.
  4. Kirkjufréttir eru að fara af stað í prentun. Illa hefur gengið að fá fyrirtæki til að auglýsa og styrkja þar með útgáfuna. Reiknað er með að blaðið fari í póst fyrir helgi.
  5. Morgunkaffi á páskadag. Sú hefð hefur skapast að sóknarnefnd bjóði kirkjugestum í morgunkaffi eftir messu á páskadagsmorgun. Ragna tekur að sér að fá nauðsynlegar upplýsingar frá Báru Gísladóttur fráfarandi sóknarnefndarkonu sem hefur haft aðalumsjón með verkinu.
  6. Héraðsnefndarfundur. Björn sótti héraðsnefndarfund um sl helgi og lagði þar fram skýrslu um starf okkar. Björn upplýsti sóknarnefnd um að það  hefði komið fram í máli Prófasts að nýjir prestar hefji hér störf 1. ágúst nk. Einnig kom fram að Vígslubiskup tjáði fundarmönnum að verið væri að vinna í því að fá leiðréttingu á kirkjugjöldum frá ríkinu. Minni kirkjur eiga í talsverðum erfiðleikum með rekstur sinna kirkna. Kirkjugarðaþing er 8. – 9. Maí nk.
  • Önnur mál
  • Sr Axel finnst vanta á þessi þing umræðu um framtíðarsýn sóknanna
  • Sr Axel vakti athygli á að það væri æskilegt að hafa blöðung með upplýsingum um kirkjuna og starfsmenn sem lægi frammi í kirkjunni. Einnig vakti hann máls á myndatökum í kirkjunni og að vanda þyrfti þar til verka, hvað væri leyft og hvað ekki, þar sem auðvelt væri að skrumskæla saklaust efni. En að sama skapi væru myndir æskilegar í sögulegu samhengi sbr. 60 ára afmæli Selfosskirkju á næsta ári.
  • Björn vakti máls á umboði sóknarnefndar frá aðalfundi til að skipa afmælisnefnd. Jóhann skýrir frá áhuga kirkjukórsins til að koma að einhverri vinnu í sambandi við afmælið. Ákveðið að skipa afmælisnefnd á 3. fundi sóknarnefndar.
  • Gunnþór benti á að leita tilboða með prentun á Kirkjufréttum f. næsta starfsár.
  • Guðný vakti máls á frétt í Sunnlenska þar sem fjallað var um hugsanlega sameiningu sókna á Suðurlandi

Fundi slitið kl 19:05

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfarandi fundargerð: Björn Gíslason, Sr. Þorvaldur Karl Helgason, Jóhann Snorri Bjarnson, Guðný Ingvarsdóttir, Sr. Axel Árnason Njarðvík, Margrét Sverrisdóttir, Þórður Árnason og Guðmundur Búason.

 

2. fundur sóknarnefndar haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju 24. mars 2015

Fundur settur kl 17, Björn setur fund.

Mættir Björn, Ragna, Guðmundur, Hjörtur, Margrét, Guðný, Jóhann og Þorvaldur

  1. Gunnþór óskaði eftir að varamaður taki sæti sitt á þessum fundi sem fjallar um umsóknir kirkjuvarðar.
  2. Almenn ánægja með umsækjendur sem nefndarmenn hafa skoðað síðan í gær.
  3. Guðmundur óskar eftir að ákveðið sé hvernig úrvinnslu verði háttað. Ákveðið að Jóhann, Margrét og Guðný og annað hvort prestur eða sóknarprestur sjái um viðtöl við þá umsækjendur sem valdir verða til viðtala.
  4. Ræddar leiðir til að finna hæfasta umsækjandann. Ákveðið að birta ekki nöfn umsækjenda.

Farið yfir umsækjendur og fjallað um umsóknir. Þórður Árnson skilaði skriflega tillögu um umsækjendur til viðtals, þar sem hann er forfallaður.  5 umsækjendur valdir til viðtals. Hinum 10 verður svarað skriflega og þakkaður sýndur áhugi.

  1. Ákveðið að Björn athugi við Gunnþór að fresta sumarfrí til að páskaathafnir fari vel fram.
  2. Fundi slitið kl 18:20

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfarandi fundargerð: Björn Gíslason, Sr. Þorvaldur Karl Helgason, Jóhann Snorri Bjarnson, Guðný Ingvarsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson og Guðmundur Búason.

 

  1. fundur sóknarnefndar haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju 8. apríl 2015,
  1. Fundur settur kl 18 af Birni formanni sóknarnefndar.
  2. Gunnþór Gíslason hefur samþykkt að gegna starfi kirkjuvarðar til 1. maí nk.
  3. Auglýsingar biskups v. Selfossprestakalls. Sóknarnefnd fagnar að auglýsingar um embætti prest og embætti sóknarprests í Selfossprestakalli skulu vera komnar fram. Sóknarnefnd veltir vöngum um kosti og galla þess að auglýsa embættin á sama tíma. Sóknarnefnd telur æskilegt að viðkomandi prestar búi í prestakallinu. Umsóknarfrestur er til 19. maí og þar kemur fram að Selfossprestakall er í samstarfssvæði með Eyrarbakka, Hveragerði og Þorlákshafnarprestakalli.
  4. Bréf frá Kirkjukórsfélaga barst, umræða um það.
  5. Umræða um starf kirkjuvarðar. Þriggja manna nefnd tók 6 umsækjendur til viðtals um starfið og skilað áliti til sóknarnefndar. Sóknarnefnd samþykkti að bjóða Guðnýju Sigurðardóttur stöðuna.
  6. Kaffinefnd þökkuð störf á páskadagsmorgun.
  7. Fundi slitið 20:45

Auk fundarritara Margrétar Sverrisdóttur og Rögnu Gunnarsdóttur (kom um kl 19) rituðu eftirfarandi fundargerð: Björn Gíslason, Guðmundur Búason, Hjörtur Þórarinsson, Sr Axel Árnason Njarðvík (vék af fundi kl 19:45), Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason og Sr Þorvaldur Karl Helgason

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 28. apríl 2015.

 

  1. Fundur settur. Björn setur fund kl 17:35 og býður gesti velkomna, nýjan kirkjuvörð Guðnýu Sigurðardóttir og 2 fulltrúa frá kvenfélagi Selfosskirkju, þær Guðbjörgu Ólafsdóttir og Ingveldi Guðbjörnsdóttir

 2. Afmælisnefnd valin. Kirkjan verður 60 ára, kirkjukórinn 70 ára og kvenfélagið 50 ára árið 2016. Hugmynd að hefja störf sem fyrst og leggja drög að hvað eigi að gera á afmælisárinu, sýningar og/eða uppákomur. 17. mars stofndagur kórsins, 22. Mars stofndagur kvenfélagssins og kirkjan var vígð 25. mars á Pálmasunnudag. Samþykkt að velja 2 fulltrúa frá hverjum aðila, kirkjunni, kirkjukórnum og kvenfélaginu og búa til 6 manna afmælisnefnd.

Hugmynd að útbúa skjöld með nafni þess er hannaði kirkjuna og byggði og tilheyrandi ártölum.

Stungið upp á Birni Gíslasyni og Hirti Þórarinssyni sem fulltrúum sóknarnefndar og Þórður Árnason og Guðný Ingvarsdóttir verða til vara. Kvenfélagið og kórin velja sína fulltrúa

Þar með er afmælið komið í hendur nefndar sem getur hafið störf um leið og hún er fullmönnuð. Sr Axel bendir á að leggja áherslu á að finna leið til að sem flestir af sóknarbörnum komi til kirkjunnar á afmælisárinu.

3. Valnefnd staðfest. Embætti sóknarprest og prest við Selfossprestakall hafa verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út 19. maí nk. Í valnefnd voru skipuð 18. Mars 2014 Grímur Hergeirsson, Bára Gísladóttir, Margrét Sverrisdottir, Guðmundur Búason, Torfi Sigurðsson og Sigrún Magnúsdóttir. Grímur og Bára gefa ekki kost á sér til starfa og voru valin í nefndina sem 1. og 2. varamaður Björn Ingi Gíslason og Kristín Vilhjálmsdóttir. Varamenn eru einnig; nr 3 Garðar Einarsson, nr 4 Ragna Gunnarsdóttir, nr 5 Eysteinn Jónasson og nr 6 Guðný Ingvarsdóttir.

 4. Viðhald og framkvæmdir í sumar. Ýmislegt sem þarf að gera. Gunnþór kominn með tilboð í viðgerð á pípulögnum í forstofu. Nauðsynlegt talið að ráðast í viðgerð. Tilboðið hljóðar upp á að leggja utaná veggi. Sett spurning um útlit og frágang og hvort ekki eigi að fá fagmann til að meta hvernig sé smekklegt að gera þetta, þannig að frágangur sé til sóma. Samþykkt að fá faglegt mat á framkvæmdinni.

Þarf að keyra möl í stíga í kirkjugarði til að stilla garðinn í rétta hæð og mold þar sem við á. Oddur Hermannsson hafði umsjón með verkinu á sínum tíma og ætlar að fylgja málinu eftir. Gunnþór setur sig í samband við hann sem fyrst.

Þórður fór upp á þak og kannaði aðstæður. Þakið á kirkjunni er farið að tærast og þarf að mála ásamt turni og vinna vel undir. Járnið á safnaðarheimili orðið lélegt. Víða farið að sjá á kirkjunni að utan, eitthvað sem þarf að skoða. Matsmaður fenginn til að meta hvað þarf að gera.

Klára þarf að fylgja eftir kaupum á hljóðkerfi í kirkjunni, þar sem það er orðið ansi lélegt. Gunnþór fær umboð til að skoða málið frekar.

Bílastæði á túninu sem liggur fyrir vestan aðalbílastæði kirkjunnar. Kirkjan á þar land og klárlega er þörf á fleiri bílastæðum við kirkjuna. Spurning um kostnað og ákveðið að bíða aðeins með þá framkvæmd og láta annað ganga fyrir.

 5. Tilboð símans. Verið að afleggja það kerfi sem er í notkun og síminn býður nýtt símakerfi kirkjunni án stofnkostnaðar. Ákvörðun frestað, Guðmundur kynnir sér málið.

 6. Önnur mál.

  • Þarf að fá lás á skáp á risloftinu til að geyma gögn sóknarnefndar.
  • Guðný vakti máls á vöntun á viðbót við sálmabókina. Guðmundur athugði málið og var bókin ekki til, en er komin út núna og kostar 1490 kr á sérstöku tilboði. Þarf að kaupa 100-200 bækur fyrir kórfélaga og kirkjugesti. Ákveðið að kaupa 150 bækur.
  • Gunnþór spyr um tölvuna sem hann hefur unnið á, hvort hann fái að halda henni við starfslok. Það er samþykkt.
  • Þorvaldur Karl þjónar til 1. Júní og Sr. Axel til 15 júlí.
  • Hugrún æskulýðsfulltrúi óskar eftir styrk fyrir rútukostnaði í vorferð vegna æskulýðsstarfsins að upphæð ca 50.000 sem var samþykkt.
  • Sóknarnefnd þakkar þeim Gunnþóri og Hugrún vel unnin störf, en þau hætta bæði störfum um næstu mánaðarmót.
  1. Fundargerð upplesin.
  1. Fundi slitið kl 20:00

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfandi fundargerð; Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Hjörtur Þórarinsson, Gunnþór Gíslason, Sr. Axel Árnason Njarðvík, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason ,Guðný Sigurðardóttir og

Sr. Þorvaldur Karl Helgason.

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 26. maí 2015.
    1. Fundur settur. Björn setur fund kl 18:05 og býður Pál velkominn að nýju
    2. Yfirlit embættismanna. Sr. Þorvaldur er að ljúka störfum um mánaðarmótin. Starfið hefur gengið vel og verður hann með síðustu messu sína nk sunnudag. Hann skilaði inn greinagerð frá Hugrúnu æskulýðsfulltrúa um hennar starf.

Sr. Axel verður að störfum til 15. júlí við Selfossprestakall og verður eini starfandi presturinn. Er að vinna að frágangi á ýmsum sviðum til að nýjir prestar komið að hreinu borði.

Starfandi prestar eru búnir að taka við skráningu fermingarbarna og ákveða fermingardaga og fermingarnámskeið vegna ferminga 2016.

Sr. Axel áréttar að sóknarnefnd bjóði í tíma biskupi og vígslubiskupi í afmælismessu þegar tímasetning er ákveðin.

  1. Afmælisnefnd. Vantar að fá endanlega fulltrúa í nefndina þannig að hægt sé að hefja störf. Björn búin að biðja Glúm að taka saman sögu organistana.
  2. Staða framkvæmda í sumar. Leki í anddyri. Björn talaði við Pál Bjarnason og Magnús hjá Lagnaþjónustunni vegna málsins

Guðný kirkjuvörður hefur verið í sambandi við Lagnaþjónustuna og er þar allt á bið þangað til að sóknarnefnd tekur ákvörðun í málinu. Þarf að leggja mat á hversu langt á að ganga í viðgerðum.

Kristbjörn Guðmundsson byggingatæknifræðingur hjá EFLA mat skemmdir og kom með hugmyndir að úrlausnum.

Ákveðið að velja þá leið að fara með nýjar stofnlagnir í lofti tengibyggingar yfir í aðstöðu kirkjuvarðar og svo áfram þaðan skv hugmyndum Kristbjarnar. Sú leið þykir vænlegri til framtíðar.

Einnig þarf að laga í anddyrinu múr ofl. Jafnframt þarf að laga til og endurbæta salernisaðstöðu í anddyri. Guðný kirkjuvörður tekur að sér að fylgja því eftir.

Mat á stígum í kirkjugarði vegna malbikunar. Steinn Þórarinsson mun hefja vinnu við að setja stíga í rétta hæð skv punktum frá fulltrúum frá Landformi, Oddi og Svanhildi. Stígar verða jafnaðir og jarðvegur jafnaður að og gert snyrtilegt.

Þarf að athuga með viðhald á kirkjunni að utan. Veggir orðnir illa farnir og þarf að fá faglegt mat á ástandi útveggja. Kirkjuvörður leitar tilboða í skýrslu um ástandi kirkjunnar og leiðir til úrbóta.

  1. Tilboð símans. Guðmundur fór yfir málið með Guðnýju kirkjuverði. Það er verið að leggja niður eldra kerfið og því ekki annað að gera en að taka upp nýtt kerfi. Nýtt kerfi verður sett upp í júní.
  2. Önnur mál
  • Jörg hefur spurt um leiðréttingu á starfshlutfalli organista. Málinu frestað
  • Kirkjuvörður spyr um hljóðkerfið. Hefur samband við Gunnþór um stöðu mála.
  • Kirkjuvörður vill láta athuga með kant á bílastæði sem þarf að láta laga. Bent á að hafa samband við áhaldahús.
  • Kirkjuverði finnst vanta að laga aðstöðu í sambandi við ruslalosun í kirkjugarði. Ruslapokar hengdir á tré. Fær umboð til að láta laga þetta.
  • Guðmundur kynnir reikning frá Björgvin orgelsmið fyrir 2. hluta af 3 vegna viðgerðar á orgeli. Búið er að vinna 2 hluta af 3 á hreinsun orgelsins. Reikningur sem var búið að semja um að borga síðar. Ákveðið að Guðmundur leysi það mál.
  • Guðmundur kynnir drög að ráðningasamningi kirkjuvarðar. Guðný kirkjuvörður víkur af fundi á meðan málið er rætt. Guðmundur fær umboð til að bera samninginn undir Guðnýju kirkjuvörð.
  • Kirkjugarðurinn, elsti hlutinn er 70 ára í ár.
  • Í dag voru kynnt nöfn þeir 3 hafa sótt um stöðu sóknarprests og 9 sem sóttu um stöðu prest. Valnefnd tekur nú til starfa og fer yfir umsækjendur.
  • Kaþólski söfnuðurinn hefur haft aðstöðu í kirkjunni til helgihalds og hefur óskað eftir að fá að messa hálfsmánaðrlega. Ekki hefur náðst saman um gjald fyrir afnot af kirkjunni. Kirkjuverði falið að ljúka samningum.
  • Sr Þorvaldur Karl þakkar kynnin og samstarfið
  • Björn þakkar Sr. Þorvaldi Karli sömuleiðis gott samstarf og kynni.
  1. Fundargerð lesin upp.
  2. Fundi slitið kl 20:30

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfarandi fundarmenn fundargerð: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Páll Ingimundarson, Sr. Axel Árnason Njarðvík, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Þorvaldur Karl Helgason ogMargrét Sverrisdóttir.

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 13. júní 2015.

 

  1. Fundur settur. Björn setur fund kl 18:15.
  2. Valnefnd hefur lokið störfum og sent tillögur til biskups um þær Sr. Guðbjörgu Arnardóttur sem sóknarpest og Sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur sem prest. Biskup hefur síðan skipað þær í þau embætti til prestakallsins.
  3. Funda með nýjum prestum. Nýir prestar Sr Guðbjörg og Sr Ninna Sif boðnar velkomnar. Björn stingur upp á að halda samverustund með sóknarnefndum prestakallsins með nýjum prestum til að leggja línur. Allir sammála um að stefna að því að hitta hinar sóknarnefndirnar og stefnt að því með haustinu. Björn setur sig í samband við hinar sóknarnefndirnar eftir sumarið.
  4. Innsetning presta í Selfossprestakall. Rætt um tímasetningu og áhugi á því hjá bæði prestum og sóknarnefnd að stefna á að gera það í ágúst. Björn og Sr Guðbjörg hafa samband við Halldóru prófast til að ákveða tímasetningu. Sóknarnefnd Selfosskirkju ætlar að bjóða í kaffi á eftir athöfn.
  5. Æskulýðsfulltrúi. Talið er eðlilegt að ráða æskulýðsfulltrúa til kirkjunnar. Þarf að gera starfslýsingu og meta starfshlutfall til að hægt sé að auglýsa. Brýnt að prestarnir séu vel tengdir inn í æskulýðsstarfið. Prestum falið að útbúa lista yfir verkefni sem væri á höndum æskulýðsfulltrúa, þar sem starfið er undir þeirra væng. Sóknarnefnd sammála um mikilvægi starfsins.
  6. Þorvaldur Karl Helgason mun annast helgihald fram að því að nýr sóknarprestur og prestur taka við.
  7. Önnur mál
  • Guðný kirkjuvörður sagði frá því að búið er að leggja nýjar lagnir, heitt og kalt vatn. Á eftir að klára frágang sem verður klárað í haust.
  • Leitaði tilboða í ástandsmat á ytra byrði kirkjunnar og gluggum. Fékk verð frá 4 stöðum.
  • Tekin verður afstaða í haust með mat og framkvæmdir
  • Guðný bendir á það sjálboðastarf sem Eygló Gunnarsdóttir vinnur við kirkjuna.
  • Hjörtur færir kirkjuverði kærar kveðjur frá Ekko kórnum.
  • Sr Axel var kvaddur með blómvendi sl sunnudag.
  • Hugað að því að kveðja fráfarandi embættimenn og starfsfólk með einhverjum hætti. Jóhann ítrekar að kórin myndi vilja koma þar að.
    1. Fundargerð lesin.
    2. Fundi slitið kl 20:50

 

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfarandi fundarmenn fundargerð: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Hjörtur Þórarinsson, Páll Ingimundarson, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason, Guðný Sigurðardóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Sr Ninna Sif Svavarsdóttir.

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 18. ágúst 2015.

 

  1. Fundur settur. Björn setur fund kl 19:40
  2. Æskulýðsfulltrúi. Kynntar umsóknir um starf æskulýðsfulltrúa við Selfosskirkju. 6 aðilar hafa sótt um starfið og voru kynntir fyrir nefndarmönnum.
  3. Sóknarnefnd kom sér saman um að leita til þess aðila sem þótti hæfastur og tekur Björn það að sér. Þórður Árnason sat hjá. Starfslýsing rædd. Prestarnir fara nánar yfir hana og útfæra.
  4. Fundargerð lesin.
  5. Fundi slitið kl 20:50

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfarandi fundarmenn fundargerð: Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Margrét Sverrisdóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason og

Sr. Guðbjörg Arnardóttir

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 22. september 2015.
    1. Fundur settur. Björn setur fund kl 17:40 og býður fólk velkomið.
    2. Vetrarstarfið kynnt.

-Sr Guðbjörg kynnti fermingarundirbúning sem hófst í ágúst. Nýjung í fermingarfræðslu verða fræðslukvöld með foreldrum. 1. Sunnudag í mánuði verða fjölskyldumessur og einnig kvöldmessur. Starfið verður í föstum skorðum í samræmi við það sem verið hefur undanfarin ár. Sólrún meðhjálpari hefur þjónað í sinni síðustu messu, og þ.a.l. vantar meðhjálpara.

Sóknarprestur sr Guðbjörg og prestur sr Ninna Sif hafa gert með sér starfsskiptasamning sem er undirritaður af þeim og Sr Halldóru Þorvarðardóttur prófasti. Samningurinn var kynntur sóknarnefnd.

-Edit kynnir sitt starf. 50-60 börn í kórunum. Kórarnir syngja í fjölskyldumessum og hinum ýmsum uppákomum. Barnakórin fékk styrk frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Verkefnið felst í því að halda kórnámskeið fyrir söngelskandi börn á aldrinum 7-10 ára undir handleiðslu Kolbrúnar Berglindar Grétarsdóttur, Magneu Gunnarsdóttur og Editar Molnár með aðstoð frá Barnakór Selfosskirkju. Kórin kemur víða fram á aðventunni og undirbýr sig fyrir þáttöku í afmælishátíð kirkjunnar.

Unglingakórin fer erlendis í vor og er fjáröflun í fullum gangi. Æfingabúðir f. Unglingakórinn verða á Laugalandi í Holtum í nóvember skv venju. Unglingakórinn fékk einnig styrk frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga fyrir verkefnið ,,Þjóðlífsmyndir“. Það er til athugunar að reyna að safna saman fyrrum unglingkórsmeðlimum í tengslum við afmælishátíð kirkjunnar.

Æskulýðsfulltrúinn Jóhanna Ýr er komin til starfa að hluta, þar sem hún er ekki laus úr sínu fyrra starfi. Sunnudagaskólinn og æskulýðsstarfið var sett í forgang og er komið af stað.

  1. Yfirlit kirkjuvarðar

-Búið er að endurnýja þær lagnir og ofna sem áður var samþykkt  að laga. Grindverk máluð, hresst upp á salernisaðstöðu, nýtt símkerfi og kirkjugarður tilbúin til malbikunar.

-Búið að skipta um skamtara f. pappír og sápur á öllum salernum.

-Guðný er búin að vera að skoða snúningsvagna f. kistur.

-Ekki er hægt að nota nema að hluta þau tæki sem kirkjan fékk að gjöf til að hressa upp á tæknimálin.

-Frágang á ruslapokum þarf að laga og bæta.

-Með tilkomu malbiks þarf að finna lausn á því hvar á að setja mold.

-Minningarreitur var hannaður út frá ákveðnum forsendum á frágang á skjöldum. Hefur orðið misbrestur á því og skildir settir upp í leyfisleysi og án samráðs við starfsfólks kirkjunnar. Spurning hvernig sé hægt að útfæra og hvar eigi að setja reglur þannig að fólk geti kynnt sér.

-Guðný sló því fram hvort væri hægt að útbúa brúðarstóla til að nota í brúðkaupum.

-Kynnt tilboð í ástandsmat á viðgerðum á ytra byrði kirkjunnar. Ákveðið að fresta ákvörðun um það til næsta fundar. Björn stingur upp á því að Þórður, Guðmundur og Guðný kirkjuvörður skoði málið sérstaklega

-Edit og Gunnþór viku af fundi og Jóhanna Ýr kom stuttlega á fund.

 

  1. Nýr starfsmaður boðin velkomin til starfa. Jóhanna æskulýðsfulltrúi boðin velkomin til starfa. Kynntur ráðningasamningur æskulýðsfulltrúa og síðan var ráðningasamningur við Jóhönnu samþykktur og undirritaður.
  2. Skipulagsbreyting á starfi organista. Vegna skipulagsbreytinga hefur sóknarnefnd ákveðið að organisti láti af stöfum. Hefur samist um að hann ljúki störfum 1. október. Edit mun taka yfir alla kórstjórn frá og með 1. október.
  3. Afmælisundirbúningur. Jóhann Bjarnason er formaður afmælisnefndar, búið að funda einu sinni og næsti fundur í byrjun október. Margar hugmyndir komnar fram og unnið að því að skipuleggja og gera ramma utan um framkvæmdir og kostnað. Margar hugmyndir að viðburðum þar sem hátíðarmessa verður lokapunkturinn. Búið að ákveða formlegan afmælisdag 20. mars, Pálmasunnudag og þá verður hátíðarmessan.
  4. Önnur mál

-Björn fékk bréf frá einum umsækjenda um æskulýðsstarfið sem bað um röksemdarfærslu fyrir ráðningunni. Björn svarar umsækjenda og skýrir rök sóknarnefndar.

-Danskur kirkjukór kom í heimsókn í kirkjuna og fengu að syngja í kirkjunni.

-Sr Guðjbörg fékk bréf frá Hrafnhildi Schram, en hún er að vinna bók um Nínu Sæmundsen og er jafnframt að halda sýningu í Listasafni Íslands og bað um að fá Maríumyndina eftir Nínu sem kirkjan á að láni til að sýna. Það var samþykkt.

-Kirkjugarðsnefnd Keflavíkur ásamt sóknarpresti kemur í heimsókn nk laugardag.

-Guðmundur vekur athygli á skráningu á gjöfum til kirkjunnar ásamt skráningu á bókum kirkjunnar. Það er eitthvað sem þarf að vera í lagi.

-Guðmundur bendir á hvort það væri ekki rétt að klára að klæða loftið í tengibyggingu og ganga frá þar. Guðný kirkjuvörður hefur samband við Anne hjá Verkfræðiskrifstofu Suðurlands vegna málsins.

-Hittingur starfsfólks kirkjunnar, stefnt að 16. okt.

  1. Fundargerð lesin
  2. Fundi slitið kl 20:05

Auk fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur rituðu eftirfarandi fundargerð:

Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason,  Margrét Sverrisdóttir, Páll Ingimundarsson, Gunnþór Gíslason, Sr. Guðbjörg Arnardóttir,

Sr Ninna Sif Svavarsdóttir,  Edit Molnár og Guðný Sigurðardóttir

 

 

 

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 27. október 2015.

Björn setur fund kl 17:30

  1. Starfið í kirkjunni. Sr Guðbjörg segir starfið vera á fínu róli, fermingarundirbúningur á fullu og gott samstarf með nýjum organista. Jóhanna æskulýðsfulltrúi mætir 13. nóvember til starfa að fullu, en hún var á æskulýðslandsmóti í Vestmannaeyjum sl helgi ásamt 30 unglingum í æskulýðsstarfi Selfosskirkju. Sr Ninna Sif segir frá sameiginlegum fundi með fermingarbörnum og foreldrum. Þar var fundarefnið sorg og sorgarviðbrögð. Sr Axel er með biblíulestra. Kvenfélagið býður upp á leiksýninguna Hafdís og Klemmi, verður sýnt í safnaðarheimilinu á messutíma sunndudaginn 8.nóv. Styttist í að leikskóla- og grunnskólabörnum verður boðið í aðventuheimsókn. Kvöldmessa nk sunnudag.
  2. Staða fjármála. Guðmundur kynnir stöðuna á rekstri kirkjunnar og kirkjugarðsins eins og hann stendur 30.sept.
  3. Kirkjufréttir. Stefnt að undirbúningi fyrir útgáfu kirkjufrétta í nóvember. Efnisöflun liggur í höndum presta, æskulýðsfulltrúa og ritnefndar. Sóknarnefnd samþykk útgáfu og því semja við Prentmet um prentun eins og gert hefur verið áður.
  4. Afmælisundirbúningur. Þær hugmyndir sem fram eru komnar eru:
  • Kirkjufréttir koma út í byrjun mars með afmælisdagskránni.
  • Útbúa veggplatta með sama texta og er í skrúðhúsi, þar sem koma fram helstu upplýsingar varðandi byggingu kirkunnar.
  • Mars, messa kl 11 og kvöldmessa,
  • mars, sýning opnuð, saga kirkjunnar (Valdimar Bragason og kirkjugarðsins (Sigurjón Erlingsson)
  • Mars, æskulýðsdagskrá í umsjón Jóhönnu æskulýðsfulltrúa
  • mars, dagskrá tileiknuð Sr. Sigurði Pálssyni og frú Stefaníu. Hugmynd að fá Gunnlaug Jónsson fræðimann og heimamann til að segja frá þeim hjónum.
  • 17 mars, dagskrá í umsjón Kvenfélags Selfosskirkju, hugmynd að bjóða eldri borgurum í kaffi og samverustund.
  • mars, Barna- og unglingakórar Selfosskirkju frá upphafi þ.e. frá 1988 til dagsins í dag. Umsjón Edit og Glúmur.
  • mars, Afmælisdagur kirkjukórs Selfosskirkju, 70 ára.
  • mars, fermingarmessa kl 11, Hátíðarmessa kl 14, hugmynd að halda kaffisamsæti á Hótel Selfoss e messu.
  • Næsti fundur í afmælisnefnd er 10.nóv. Spurning frá afmælisnefnd hvort hún fái styrk frá sóknarnefnd vegna fjárútláta eða afli sjálf tekna. Mælt með að afmælisnefnd geri kostnaðaráætlun.
  1. Önnur mál.
  • Ef einhver hefur hug á að gefa kirkjunni gjafir, þá þarf að gera upp brúðarstóla sem kirkjan á. Búið að fá tilboð í verkið þar sem áætlun hljóðar upp á 44.000 kr stk, en stólarnir eru fjórir. Kirkjuvörður kannar verð á nýjum stólum áður en nokkuð er ákveðið um framhaldið.
  • Árgangur ´46 á Selfossi ætla að gefa kirkjunni snúningsgrind fyrir kistur til að nota við útfarir. Valdimar Friðriksson smíðar.
  • Guðbjörg og Guðný kirkjuvörður eru að leitast við að finna samfellda eignaskrá Selfosskirkju. Eitthvað vantar upp á að finna gögn og einnig vantar upp á skráningu á bókakosti kirkjunnar.
  • Edit kom að máli við formann fyrir fund og spurði hvort standi til að að hylja að einhverju leyti glerið á millibyggingunni. Kirkjuvörður og gjaldkeri eru þegar farin að skoða málið og velta upp hugmyndum að því hvað sé best að gera.
  • Varðandi viðhald kirkjunnar, Það sem þarf að gera er að háþrýstiþvo kirkjuna og gera við sprungur. Þórður og Guðmundur skoða málið áfram og leyta ráða.
  • Plan fyrir mold í kirkjugarði, Guðný hefur skoðað að fá hleðslusteina til að afmarka reit til að geyma mold
  • Guðný kynnir hugmynd frá konum í sókninni sem langar að koma saman á safnaðarloftinu og vinna voðir sem þær ætla að gefa áfram. Hafa óskað eftir að fá að setja sófa á loftið. Guðný skoðar málið.
  • Guðný óskar eftir upplýsingum um kirkjuklukkurnar, Sr Guðbjörg skoðar það
  • Búið að skipta um forhitara í kirkjunni , þar sem sá eldri hrundi. ÞH blikk skipti um síjur í rakatæki kirkjunnar.
  • Guðbjörg spyr hvort hægt væri að hljóðeinangra betur á milli skrifstofanna hjá Sóknarpresti og presti, þar sem hljóð berst á milli. Búið er fyrir nokkru að bæta gifsi inn á veggi og setja þröskulda, en hljóð berst en óþarflega á milli.
  • Kirkjuvörður óskar eftir fríi 2. til 17. Febrúar.
  • Kristbjörn og Anný komu til að mæla upp klæðningu í loftið á safnaðarheimili.
  • Edit óskar eftir skjalasáp, Hjörtur ætlar að athugar málið, hvort hægt sé að fá slíkan grip gefins.
  • Björn nefndi við Stein Þórarinsson sem malbikaði í garði í sumar, hvort kæmi til greina að jarðvegsskipta í haust fyrir væntanlegt bílastæði SV við kirkjuna.
  • Þórður dásamaði síðust kvöldmessu, hversu notaleg hún hefði verið. Rætt hvort megi klappa í kirkjunni. Allir sammála um að aðalatriðið sé að fólki líði sem best og upplifunin sé jákvæð.
  1. Fundargerð upplesin.
  2. Fundi slitið kl 19:50

Fundargerð rituðu ásam fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur; Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Ingvarsdóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir og Sr Ninna Sif Svavarsdóttir

 

 

 

 

10. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 24. nóvember 2015.

  1. Björn setur fund kl 17:30
  2. Starfið í kirkjunni. Sr Ninna Sif tekur á móti skráningu grunn- og leikskólanna í aðventuheimsóknir. Mikið sótt í að fá prestana til að flytja jólahugvekjur hjá félagasamtökum. Starfið farið að taka lit af jólahaldi. Barnakórarnir taka þátt í öllum messunum í kirkjunni á aðventunni og jafnvel börn úr tónlistaskólanum fengin til að spila á hljóðfæri. Jóhanna Ýr er komin á fullt með æskulýðsstarfið.

Á þriðjudögum í hádeginu koma saman hér konur að prjóna og búa til vinavoðir, sjöl og trefla sem prestarnir munu gefa þeim sem þurfa ásamt fallegum boðskap.

Prestarnir tóku þátt í lifandi kirkju á Facebook og fengu mikla athygli og mörg ,,like“ fyrir.

Kirkjugarðurinn er tilbúin f. jólaljós og jólatré sett upp í vikunni. Kveikt á jólaljósum nk laugardag. Þarf að laga aðstöðu rafvirkja í garði 1, þar sem rafvirkinn þarf að troðast ofaní brunn. Þarf að útbúa læstan skáp til að tengja í.  Þórður vekur athygli á kostnaðarhlutanum, hvort ætti að skoða verð til þeirra sem eru með fleiri en 1 leiði. Gjaldkeri telur gjaldið rétt standa undir kostnaði.

Þarf að athuga með trén f. framan sem eru skreytt með ljósum hvort eigi að fella annað eða kaupa fleiri seríur. Sóknarprestur hyggst fá faglegt mat á trjánum.

Kirkjuvörður lenti í hrossasmölun í garðinu, fékk aðstoð lögreglu.

  1. Nýtt bílastæði. Kirkjan á rönd með innkeyrslunni að kirkjunni, vestanvert. Á að vera hægt að koma 20 bílastæðum fyrir með því að fara 5 metra inn í túnið. Björn er búinn að vera í sambandi við Verkfræðistofuna og Sigurgeir landeiganda, sem gefur leyfi sitt f. 0,5 – 1 mtr aukalega. Steinn Þórarinsson verktaki var búinn að bjóða fram vinnu sína við að moka upp úr þessu og ganga frá í framhaldi af annarri vinnu í garðinum. Það er búið að jarðvegsskipta að hluta. Björn setur sig í samband við verktakann og samþykkt að fara í undirbúningsvinnu.
  2. Afmælisundirbúningur. Nefndin hefur hittst nokkrum sinnum og er komin beinagrind af dagskrá sem hefst 13. mars með kvöldmessu (sjá fundagerð 9. fundar sóknarnefndar). Kirkjukórin er búin að bjóða nágrannakórum til sín 19. mars. Búið að fá mæta menn og konur til að segja frá og koma að dagskránni og er fólk jákvætt gangvart því að taka þátt. Landsbankinn ætlar að styrkja kórinn og sóknarnefnd um möppur, merktar kirkjunni.

Sóknarnefnd hyggst bjóða öðrum sóknarnefndum prestakallsins formlega til hátíðarmessu.

  1. Önnur mál
  • Tímasetning á aðalsafnaðarfundi, talið best að halda hann 6. mars eftir messu skv. venju.
  • Kirkjufréttir koma út fljótlega, komið tilboð frá Prentmeti miðað við að prenta í lit. Ekki sambærilegt útlit og ákveðið að ganga að því.
  • Brúðkaupsstólar – allt í vinnslu hjá Guðnýju kirkjuverði. En einnig var búið að fá verð í að yfirdekkja stóla sem eru til. Verður skoðað.
  • Skráning á bókum og eignum kirkjunnar. Sú skráning sem var til, virðist vera glötuð. Talað við Heiðrúnu Eyvindsdóttur starfsmann bókasafnsins og Ragnhildi Bragadóttir frá biskupstofu til að leita ráða. Biskupstofa bendir á forritið filemaker, sem þarf að fá leyfi til að nota. Verður skoðað, en talið mikilvægt að skrá safnið og það sem fyrst.
  • Guðný kirkjuvörður óskar eftir fríi 2. – 16 febrúar og er það veitt.
  • Ninna Sif leggur til að sóknarnefnd sendi starfsfólki sínu einhverja jólakveðju/gjöf. Það var samþykkt að sr Ninna Sif og Ragna taki verkið að sér
  • Sprunguviðgerðir á kirkjunni. Þórður fékk múrara til að skoða kirkjuna með sér og taldi hann að kostnaður væri um 2.000.000 kr. Þórði falið að fá nákvæmara tilboð og tekin ákvörðun um málið í síðasta lagi í janúar nk.
  • Guðmundi falið að ganga frá ráðningasamningi við Edit sem organista og kórstjóra.
  1. Fundargerð lesin, fundaritari Ragna Gunnarsdóttir les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 19:20

Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður Árnason, Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Ingvarsdóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Guðný Sigurðardóttir, Sr Ninna Sif Svavarsdóttir, Jóhann Snorri Bjarnason og Gunnþór Gíslason

 

 

  1. fundur Sóknarnefndar Selfosskirkju haldinn á rislofti safnaðarheimilis Selfosskirkju þriðjudaginn 2. febrúar 2016
  1. Björn setur fund kl 17:35 og býður fólk velkomið.
  2. Starfið í kirkjunni

Sr Guðbjörg, starfið í föstum skorðum. Nýtt námskeið var haldið í kirkjunni, sjálfstyrkinganámskeið f. konur, konur eru konum bestar og mættu 18 konur. Mikil ánægja með námskeiðið og von um áframhald þar á.

Helgihald gengur vel og kirkjusókn góð. Grunnsskólar 1. – 6. bekkur og flestir leikskólar komu í heimsókn í desember. Æskulýðsstarfið gengur vel og mæting með ágætum. TTT komið á laggirnar aftur og góður stígandi í starfinu.  Sóknarnefnd er ánægð með kvöldmessurnar. Hjörtur lýsir ánægju með aðventutónleikana og þá upphæð sem safnaðist. Kórfélagar í sóknarnefnd lýsa ánægju með störf Editar með kirkjukórinn.

 

  1. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 6. mars kl 12:30 að lokinni messu. Engar kosningar til sóknarnefndar eru þetta árið.

Ársreikningur – Guðmundur Búason kynnir drög að ársreikningi fyrir árið 2015. Þórður gerir athugasemd við að færa viðhald orgelsins í sérlið en ekki undir viðhaldi kirkjunnar. Ákveðið að færa það undir rekstri kirkjunnar.

Guðmundur ætlar að talar við ráðamenn hjá Selfossbæ vegna samtarfssamnings sem á eftir að uppfylla frá bæjarins hálfu. Umræður um lýsingu í kirkjugarði, tímalengd fram á kvöld og fjölda daga.

Farið yfir ábendingar frá kirkjuverði um komandi verkefni, m. a. nýjan forhitara og stilliloka sem vantar á hitaveituna. Einnig farið yfir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti með ábendingum um sitthvað sem má betur fara og þarf að laga.

Hlutir sem hefur verið rætt um að fjárfesta í

-Brúðkaupsstólar, plast undir bæklinga, hjólagrindur undir stóla, tappa undir stólana í safnaðarheimilinu. Samþykkt að kaupa hjólagrindur undir stóla sem fyrst.

Áæltaður kostnaður við afmælishátíð er 600-800.000 kr.

Virkilega þarf að gera bragabót á hljóðkerfi kirkjunnar. Talið nauðsynlegt að byrja á að skipta um magnara og svo í framhaldi hljóðkerfið í heild sinni.

Beðið eftir verðáætlun í hreinsun og málun á kirkjunni.

Nefndin sammála um að fara varlega í fjárfestingar þar sem reksturinn sé erfiður.

En er óskráð bókasafn kirkjunnar. Skv eldri fundagerðum er til bókun um að skráningu sé lokið, en sú skráning finnst ekki. Til boða stendur að fá starfsmann frá Héraðsbókasafninu til að sjá um skráninguna, gegn gjaldi. Til er þónokkuð af bókum sem bæði hafa verið keyptar og eins borist sem gjafir. Umræða um til hvers og hvernig eigi að hátta málum við geymslu og flokkun.

Athuga þarf að sækja um um stuðning í héraðssjóð fyrir æskulýðs- og kórastarfinu. Eitthvað sem prestarnir eru beðnir um að fylgja eftir ásamt formanni kirkjukórsins.

 

  1. Afmælisundirbúningur – Jóhann kynnir dagskrá 60 ára afmælisviku Selfosskirkju13. – 20. mars.
  2. 13. Fjölskyldumessa kl 11 og kvöldmessa ásamt sýningu á munum kirkjunnar.
  3. Tileinkaður kirkjunni og kirkjugarði, saga kirkjunnar, Valdimar Bragason. Saga kirkjugarðsins Sigurjón Erlingsson.
  4. Æskulýðsdagskrá – Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  5. Dagskrá til heiðurs Sr Sigurði Pálssyni og frú Stefaníu Gissuradóttur. Erindi Óli Þ. Guðbjartsson, Gunnlaugur Jónsson, Gissur Sigurðsson og Gissur Páll söngvari.
  6. Tileinkaður eldri borgurum, kvenfélagið býður í kaffi í Hótel Selfoss í tilefni 50 ára afmælis kvenfélagsins.
  7. Tileinkaður barna- og unglingakór Selfosskirkju frá upphafi til dagsins í dag
  8. Tileinkaður kirkjukórnum 70 ára. Tónleikar með þátttöku sjö kirkjukóra úr nágrannabyggð, Eyrabakka-, Stokkseyrar-, Gaulverjabæjar-, Villingaholts-, Hraungerðis-, Hveragerðis- og Þorlákshafnarkirkju.
  9. Ferming kl 11 og svo hátíðarmessa kl 14 og hátíðarkaffi kl 15:30

 

  1. Önnur mál

Borist hefur fyrirspurn frá Organistafélagi Íslanda vegna þess að ekki var auglýst eftir nýjum organista í haust. Búið var að svara því til að sóknarnefnd var með 2 kórstjóra í vinnu og ákveðið var að hægræða og færa starfið á eina hendi með breytingum á starfshlutfalli. Gjörningur sem var gerður í samráði við Guðmund Þór Guðmundsson lögfræðing Biskupstofu.

-Kirkjufréttir verða gefnar út í hátíðarútgáfu í byrjun mars með nöfnum fermingarbarna og dagskrá afmælisvikunnar.

-Björn hafði samband við Biskupstofu vegna jöfnunarsjóðs sókna. Þangað er hægt að sækja um styrki.

-sóknargjöld hækkuðu úr 824 kr í 894 kr.

-Prestarnir hafa áhuga á að bæta við fermingarfræðsluna. Hafa hug á að fara í 1 sólarhring í Vatnaskóg. Kostnaður er 12.500 á barn fyrir utan rútu. Beiðni til sóknarnefndar að styrkja fermingarbörnin til fararinnar!

 

  1. Fundargerð lesin, fundaritari Ragna Gunnarsdóttir les upp fundargerð.
  2. Fundi slitið kl 20:25

_Fundargerð rituðu ásamt fundarritara Rögnu Gunnarsdóttur, Björn Ingi Gíslason, Guðmundur Búason, Þórður G. Árnason,         Margrét Sverrisdóttir, Hjörtur Þórarinsson, Guðný Ingvarsdóttir, Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Páll Ingimundarson, Sr Ninna Sif Svavarsdóttir og Jóhann Snorri Bjarnason