Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa sr. Guðbjörgu Arnardóttur í embætti sóknarprests í Selfossprestakalli og sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur í embætti prests í Selfossprestakalli frá 1. ágúst n.k. Þetta er ekki í fyrsta skiptið í kirkjusögu Íslands sem sóknarprestur og prestur prestakalls eru konur. Árin 1995 – 1997 gegndu tvær konur samtímis embættum sóknarprests og prests við Seltjarnarneskirkju, þær sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir sem var ráðinn prestur við Seltjarnarneskirkju. Enn fremur í Egilsstaðaprestakalli voru þær sr. Jóhanna Sigmarsdóttir sóknarprestur og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur. Hjá íslenska söfnuðinum í Noregi eru líka tvær konur að starfi en það eru þær sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir.
Sjá á kirkjan.is