Samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju
Nú í október fer að stað fræðsla og samtal um sorg og sorgarviðbrögð í Selfosskirkju. Það gerir mörgum gott sem gengið hafa í gegnum sorg eða önnur áföll að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum. Við byrjum samverurnar á opnum fyrirlestri sem verður í Safnaðarheimili Selfosskirkju miðvikudaginn 23. október kl. 20:00. Til okkar kemur Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri hjá sorgarmiðstöðinni. Viku síðar förum við af stað með samtalshópa sem verða svo fjóra miðvikudaga kl. 18:00 eða 30.10, 6.11, 13.11 og 20.11. Í hópnum gefst þátttakendum færi á að ræða í einlægni og trúnaði um líðan sína, deila reynslu sinni og hlusta á aðra.
Umsjón með hópunum hefur Guðbjörg Arnardóttir, hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is .
Fyrirlesturinn og samtalið er öllum opinn óháð búsetu og styrkt af Hérðassjóði Suðurprófastdæmis.