Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálm 119.105)
Í Biblíunni er að finna ritningarorð er tjá flest sem okkur liggur á hjarta. Þetta eru orð sem veita trúartraust, huggun, styrk, uppbyggingu og gleði. Þegar þú velur þér ritningarorð fyrir ferminguna þína ert þú að velja þér orð sem tala þín og þú átt eftir að muna alla þína ævi. Þú skalt því í rólegheitum skoða þessa ritningarstaði ásamt foreldrum þínum. Hvaða ritningarstaður talar til þín? Hvaða ritningarstaður lætur þér líða vel eftir að hafa lesið hann yfir eða hugsað um hann? Til eru mun fleiri ritningarorð en eru á þessum lista, kannski hefur þú einhvern tíma lesið ritningarorð sem ekki er hér eða heyrt við guðsþjónustu eitthvað sem höfðaði til þín, ef svo er skulum við finna það og skoða.
1 Ég hef Drottinn ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur. (Sálm 16.8)
2 Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna. (Sálm 17.8)
3 Já, þú lætur lampa minn skína, Drottinn, Guð minn, þú lýsir mér í myrkrinu. (Sálm 18. 29)
4 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm 23.1)
4 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm 23.1)
5 Syngið Drottni lof, þið hans trúuðu, vegsamið hans heilaga nafn. (Sálm 30.5)
6 Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum. (Sálm 34.2)
7 Eins og hindin sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, Ó Guð. (Sálm 42.1)
8 Guð er okkar hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm 46.2)
9 Skapa í mér hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan stöðugan anda. (Sálm 51.12)
10 Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín. (Sálm 62.6)
11 Drottinn, þú hefur verið okkur athvarf frá kyni til kyns. (Sálm 90.1)
12 Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm 107.1)
13 Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig ekki villast frá boðum þínum (Sálm 119.109
14 Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm 121.1-2)
15 Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þín. (Sálm 121.7)
16 Ég vil lofa Drottin meðan ég lifi, lofsyngja Guði mínum, meðan ég er til. (Sálm 146.2)
17 Ég, Drottinn Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga. (Jes 48.17
18 Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, hann öðlast líf, réttlæti og heiður. (Orðskv. 22:21)
19 Sælir eru hógværir, því þeir munu jörðina erfa. (Matt 5.5)
20 Sælir eru miskunnsamir því þeim mun miskunnað verða. (Matt 5.7)
21 Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá. (Matt 5.8)
22 Allt sem þið viljið að aðrir menn gjöri ykkur, það skuluð þið og þeim gjöra. (Matt 7.12)
23 Tvöfalda kærleiksboðorðið: Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og af öllum mætti þínum og náungan eins og sjálfan þig. (Mark 12.30-31)
23 Tvöfalda kærleiksboðorðið: Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og af öllum mætti þínum og náungan eins og sjálfan þig. (Mark 12.30-31)
24 Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það. (Lúk 11.28)
25 Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. (Jóh 1.1)
26 Litla Biblían: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh 3.16)
26 Litla Biblían: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh 3.16)
27 Jesús segir: ,,Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” (Jóh 8.12)
28 Jesús segir: ,,Hjarta ykkar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.” (Jóh 14.1)
29 Jesús segir: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.” (Jóh 14.6)
30 Jesús segir: ,,Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.” (Jóh 6.35)
31 Jesús segir: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyji. (Jóh 11.25)
32 Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (I.Kor 13.7)
33 Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins. (Róm 13.10)
34 Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. (II.Kor 3.17)
35 Í trúnni á Jesú eigum vér öruggan aðgang að Guði. (Ef 3.12)
36 Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig hag annarra. Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. (Fil 2.4-5)
37 Berstu trúarinnar góðu baráttu. (I.Tím 1.12)
38 Stattu stöðugur í þeirri trú og þeim þeim kærleika, sem veitist í Kristi Jesú. (II.Tím 1.13)
39 Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. (Heb 10.24)
40 Sá getur allt sem trúir! (Mark 9.23)
41 Ég mun ekki sleppa af þér hendinni, né yfirgefa þig. (Heb 13.5)
42 Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar. (Kól 3.15a)
43 Treystið Drottni um aldur og ævi því að Drottinn er eilíft bjarg. (Jes 26.4)
44 Þreytumst ekki á að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. (Gal 6.9)
45 Þegar áhyggjur þjaka mig, hressir huggun þín sál mína. (Sálm 94.19)
46 Jesús segir: ,,Verið í mér, þá verð ég í ykkur.“ (Jóh 15.4)
47 Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm 37.5)
48 En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (1Kor 13.13)
49 Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér. (Sálm 23.4)
49 Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér. (Sálm 23.4)
50 Nýtt boðorð gef ég ykkur, að þið elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað ykkur skuluð þið einnig elska hvert annað. (Jóh 13.34)
51 Verið stöðug í bæninni, vakið og biðjið með þakkargjörð. (Kól 4.2)
52 Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar (Sálm 121:2)
53 Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálm 119:105)
54 Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jóh. 15:12)