Að vanda er sunnudagsskóli og messa í Selfosskirkju á sama tíma kl. 11 sunnudaginn 24. mars nk. Tækifæri gefst þá til að taka sálarinnar æfingar og stilla streng sinn tilverunni. Eldri nemendur Tónlistaskóla Árnesinga spila í messunni. Súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu. Þú ert velkominn.