Kirkjukrakkar (1.-4. bekkur)

Selfosskirkja býður öll börn í 1. – 4 . bekk velkomin í Kirkjukrakka-starf kirkjunnar á þriðjudögum frá kl. 14:30-15:45.

Á fundum er markmiðið fyrst og fremst að hafa gaman. Við vinnum með tónlist og söng, förum í leiki, vinnum skemmtileg verkefni, föndrum og margt fleira. Áhersla er lögð á að mæta krökkunum þar sem þau eru og við styðjumst við jákvæða sálfræði og sjálfeflingu í starfinu.

Þátttaka er ókeypis og frístundavagninn stoppar við kirkjuna fyrir þátttakendur.

Skráning fer fram hér:

Skráning í kirkjukrakka veturinn 2024-2025

Kl. 16:00 hefst kóræfing barnakórs Selfosskirkju, og börnin geta farið beint úr kirkjukrökkum á kóræfingu.

Sjöfn æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju heldur utanum starfið.
Netfangið hennar er sjofn@selfosskirkja.is.