Finnski karlakórinn Sirkat eða Engispretturnar heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 20. Kórinn kemur frá háskólabænum Jyväskylä en í honum eru einnig félagar frá Savonlinna, sem er vinabær Árborgar, og óskaði kórinn því að koma fram á Selfossi, en hann heldur aðra tónleika í Langholtskirkju í Reykjavík 16. júní. Sirkat er einn elsti og helsti karlakór Finna, stofnaður árið 1899 og heldur því upp á 115 ára afmæli sitt um þessar mundir. Stjórnandi kórsins er Nikke Isomöttönen sem er einnig þekktur hljómsveitarstjóri. Á efnisskránni eru bæði klassísk og nútímaleg karlakórslög auk laga sem hafa sérstaklega verið samin fyrir kórinn.