Stoppleikhópurinn sýnir glænýtt íslenskt leikrit í Selfosskirkju á Sprengidag, 17. febrúar nk. kl. 20. Það nefnist: “Upp, upp” og er eftir Valgeir Skagfjörð en hann byggir verkið m.a á skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur: “Heimanfylgja” Leikritið byggir á æskusögu Hallgríms Péturssonar. Leikritið er sýnt í vetur í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Nú er fólki boðið að koma til Selfosskirkju á þetta leikrit sem tekur 45 mínútur í flutningi. Höfðað er sérstaklega til fermingarbarna og fjölskyldna þeirra.