Sóknarnefnd Selfosssóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Selfosskirkju í fullt starf.
Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.
Í starfinu felst dagleg umsjón með kirkju og kirkjugarði, móttaka gesta, símavarsla, bókanir o.fl. Þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi, létt viðhaldsvinna, umhirða ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu.
Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun, ásamt tölvu- og enskukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika. Hann / hún þarf að búa yfir ríkri þjónustulund.
Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem þeir óska að taka fram. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar, bjossirak@simnet.is eða í síma 898 1500.
Umsóknarfrestur er til 15. mars 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsókn sendist til Selfosskirkju:
Sóknarnefnd Selfosssóknar
Selfosskirkju
800 Selfoss