Messa kl. 11 – 5. júlí

tengja við orkunaAlla sunnudaga kl. 11 er messað í Selfosskirkju. Næsti sunnudagur er 5. júlí. Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Kirkjukór Selfoss syngur og organisti er Jörg E Sondermann. Kaffi og súpa í hádeginu í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Verið velkomin. Guðspjallstextinn og hugleiðingarefni nýrrar vikur er úr 16. kafla Matteusarguðspjalls en þar spyr Jesús lærisveinanna: „En þið, hvern segið þið mig vera?“
Símon Pétur svararaði: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Síðar í þessu texta mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?