Barna- og unglingakór Selfosskirkju mun halda tónleika laugardaginn 15. mars kl. 15:00 í Selfosskirkju ásamt Strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga.
Um er að ræða Söngleikjatónleika, vinsælustu perlur úr söngleikum Mary Poppins, West Side Story, Fiðlarinn á þakinu og Sound of Music. Fallegar kórútsettningar, einsöngvar og dúettar.
Eftir spennandi undirbúning, fjölda æfinga, samæfingar og æfingabúðir er bara eitt eftir, að flytja fyrir framan fullt hús.
Það er svakalega ánægjulegt fyrir okkur að stíga á svið ásamt strengjasveit sem er skipuð meðlimum á sama aldri og kórfélagar. Á sviðinu verða í kringum 90 ungir söngvarar og hljóðfæraleikarar.
Við píanóið verður Miklós Dalmay, stjórnendur eru Edit Molnár og Guðmundur Kristmundsson. Tónleikarnir hlutu styrk Menningarráðs Suðurlands.
Við lofum frábærri skemmtun!