Fimmtudaginn 1.desember kl.10 verður boðið upp á leiksýninguna Aðventu í uppsetningu Möguleikhússins. Um er að ræða leikgerð samnefndrar sögu eftir Gunnar Gunnarsson. Pétur Eggerz leikur vinnumanninn Benedikt sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum eftirlegukindum til byggða fyrir hátíðirnar. Söguna byggir höfundur á frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mývatnsöræfum og einkum þó eftirleitarferð sem hann fór í desember 1925. Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi í vetrarhörkum íslenskra öræfa. Sýningin tekur um 60 mínútur, það kostar ekkert inn og það eru allir velkomnir!