Leiksýningin Aðventa í Selfosskirkju 1.desember

Fimmtudaginn 1.desember kl.10 verður boðið upp á leiksýninguna Aðventu í uppsetningu Möguleikhússins.  Um er að ræða leikgerð samnefndrar sögu eftir Gunnar Gunnarsson.  Pétur Eggerz leikur vinnumanninn Benedikt sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið.  Það er köllun hans að koma þessum eftirlegukindum til byggða fyrir hátíðirnar.  Söguna byggir höfundur á frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mývatnsöræfum og einkum þó eftirleitarferð sem hann fór í desember 1925.  Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi í vetrarhörkum íslenskra öræfa.  Sýningin tekur um 60 mínútur, það kostar ekkert inn og það eru allir velkomnir!

Aðventa Möguleikhúsið

Aðventa
Möguleikhúsið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *