Aðventukvöld í Selfosskirkju

Sunnudagskvöldið 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður aðventukvöld í Selfosskirkju.

Ræðumaður kvöldsins er Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur.  Allir kórar kirkjunnar koma fram undir stjórn Edit Molnár.  Gísli Stefansson syngur einsöng og Sellóhópur TÁ leikur.  Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Helgihald sunnudaginn 10.nóvember

Sunnudaginn 10.nóvember verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju.  Barnakórinn syngur, biblíusaga, söngur og gleði.  Umsjón hafa Edit Molnár, Jóhanna Ýr og sr. Ninna Sif.  Ljúffeng súpumáltíð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Kl. 13.30 verður guðsþjónusta í Hraungerðiskirkju.  Söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngurog leiðir almennan söng undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar organista, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Að guðsþjónustu lokinni verður “pálínuboð” í Þingborg þar sem Ingi Heiðmar Jónsson fyrrum organist verður kvaddur og honum þökkuð vel unnin störf.  Allir hjartanlega velkomnir!

Bleik messa 6.október

Sunnudaginn 6.október kl. 11 er bleik messa í Selfosskirkju í tilefni af bleikum október sem helgaður er baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Guðmunda Egilsdóttir flytur erindi og fjallar um mikilvægi þess að standa saman og að nýta stuðninginn hvert frá öðru þegar fólk gengur í gegnum krabbameinsferli. Félagar úr Krabbameinsfélagi Árnessýslu lesa ritningarlestra. Unglingakór og Kirkjukór Selfosskirkju syngja fallega tónlist. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.

Á sama tíma er fjölskyldusamvera í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.

Að messu lokinni verður borin fram súpa í safnaðarheimilinu og rennur allur ágóði af henni í Krabbameinsfélag Árnessýslu. Prestur er sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Sýnum samstöðu og sjáumst í kirkjunni!

Tónlistarveisla í Selfosskirkju 22.september

Sunnudaginn 22.september verður tónlistarveisla í Selfosskirkju!

Í messunni kl. 11 syngur Kristín Anna Guðmundsdóttir sópran, auk þess sem kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa í kirkjunni.  Þá leggjum við hið hefðbundna messuform algjörlega til hliðar og tónlist og talað orð fléttast saman á ljúfan og þægilegan hátt.  Unnur Birna Bassadóttir, Sigurgeir Skafti og Tómas Jónsson sjá um tónlistina en sr. Ninna Sif annast prestþjónustuna.

Verum öll hjartanlega velkomin í Selfosskirkju!

Pílagrímaganga á föstudaginn langa – Golgataganga.

Föstudaginn langa, föstudaginn 19.apríl, verður gengin pílagrímaganga frá Selfosskirkju í Laugardælakirkju.

Gangan hefst með stuttri helgistund í Selfosskirkju kl. 9:45.  Gengið verður til Laugardælakirkju og þar hefst helgistund kl. 11.45.  Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.   Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni.  Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nesti.

Pálmasunnudagur í Selfosskirkju

Sunnudaginn 14.apríl, pálmasunnudag, er fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11.  Prestar eru þær sr. Guðbjörg Arnardóttir og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.

Á sama tíma er sunnudagaskóli á baðstofuloftinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.  Allir hjartanlega velkomnir!

Helgihald sunnudaginn 24.febrúar

Sunnudaginn 24.febrúar er messa í Selfosskirkju kl. 11.  Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoganna.  Súpa og brauð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi að messu lokinni.

Kl. 13.30 er guðsþjónusta á Fossheimum.  Þar syngur Hörpukórinn undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar og sr. Ninna Sif þjónar.

Tvær messur í Selfosskirkju

Sunnudaginn 27.janúar verða tvær messur í Selfosskirkju.  Kl. 11 er messa og sunnudagaskóli.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.  Um sunnudagaskólann sjá leiðtogarnir Katrín og Bjarki.  Að messu lokinni er borin fram súpa í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi.

Kl. 20 er kvöldmessa þar sem Magnús Þór Sigmundsson sér um tónlistina.  Afslöppuð og notaleg kvöldstund þar sem fléttast saman tónlist, bænir og ritningarorð.  Prestur sr. Ninna Sif.

Messa 25.nóvember

Sunnudaginn 25. nóvember er messa í Selfosskirkju kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kór kirkjunnar syngur, organisti Ester Ólafsdóttir.

Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón æskulýðsleiðtoga.

Súpa og brauð að messu lokinni gegn vægu gjaldi.

Allra heilagra messa

Sunnudaginn 4. nóvember, á Allra heilagra messu, verður guðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11.  Við komum saman til að minnast og til að þakka og tendrum ljós í minningu látinna ástvina.  Kór kirkjunnar syngur, prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.  Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu í umsjón Jóhönnu Ýrar og leiðtoga í æskulýðsstarfinu.  Að messu lokinni er borin fram súpa og brauð gegn vægu gjaldi.