Í maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. Samtalið samanstendur af fjórum samverum sem allar hefjast með stuttu erindi um sorg og áföll… og síðan er boðið upp á samtal. Umsjón hafa Axel Árnason Njarðvík héraðsprestur og Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir prestar Selfossprestakalls. Athugið að samtalið er öllum opið, ekki aðeins sóknarbörnum í Selfossprestakalli. Komið er saman á baðstofuloftinu í Selfosskirkju fimmtudagana 4., 11., og 18.maí og þriðjudaginn 23.maí kl. 17.30 og stendur samveran í um klukkustund. Skráning fer fram hjá prestunum hjá axel.arnason@kirkjan.is, gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.