Vegna jólaljósa í kirkjugarðinum

Laugardaginn 30.nóvember og sunnudaginn 1.desember næstkomandi verður kveikt á jólaljósunum í Selfosskirkjugarði.
Að því gefnu langar okkur að minna á að rafmagnskrossar í Selfosskirkjugarði og svo flestum öðrum görðum eru að keyra á 32v rafmagni. Það þýðir að það má ALLS EKKI setja krossa í samband heima við þar sem þeir geta skemmst við það. Hægt er að koma með krossa til okkar í prófun að kostnaðarlausu.

Helgihald í Árborgarprestakalli 17.11.2024

Selfosskirkja
Sunnudagaskóli sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00.  Umsjón Katrín, Anna Rut og leiðtogar.
Kvöldmessa sunnudaginn 17. nóvember kl. 20:00.  Sunnlenskar raddir sjá um tónlistina, stjórnandi Stefán Þorleifsson.  Sungin verða lög eftir Stefán Þorleifsson við texta ýmissa höfunda.  Einsöng syngja Halla Marinósdóttir og Hermundur Guðsteinsson.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Eyrarbakkakirkja
Messa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 11:00.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Vegna jólaljósa í kirkjugarðinum

Laugardaginn 30.nóvember og sunnudaginn 1. desember næstkomandi verður kveikt á jólaljósunum í Selfosskirkjugarði. Að því gefnu langar okkur að minna á að rafmagnskrossar í Selfosskirkjugarði og svo flestum öðrum görðum eru að keyra á 32v rafmagni. Það þýðir að það má ALLS EKKI setja krossa í samband heima við þar sem þeir geta skemmst við það. Hægt er að koma með krossa til okkar í prófun að kostnaðarlausu í Árvirkjann eða á þessa auglýstu daga.

Erindi fyrir þau sem hafa misst

Miðvikudaginn 23. október kl. 20:00 verður Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni með erindi í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Erindið er ætlar þeim sem hafa misst ástvin og verður fjallað um sorg og sorgarviðbrögð.
Fyrirlesturinn er öllum opinn óháð búsetu.

Næstu fjóra miðvikudaga á eftir eða 30.10., 6.11, 13.11 og 20.11. kl. 18:00 verður boðið upp á samtalshópa um sorg og missi. Það getur gert þeim sem hafa misst gott að hitta aðra í sömu stöðu og ræða í trúnaði um sorgina og það að missa. Umsjón með hópunum hefur Guðbjörg Arnardóttir og ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband við Guðbjörgu í tölvupósti gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is eða í síma 865 4444.

Söngstund kirkjukórsins

Sunnudaginn 13. október býður Kirkjukór Selfosskirkju til söngstundar í Selfosskirkju kl. 17:00.
Barna- og unglinakórinn syngur einnig og sérstakir gestir eru Sönghópur Hraungerðis- og Villingaholtssókna.

Það verða á dagskránni sálmar, gamlir sem allir þekkja og nýjar sem er gott að kynnast.
Við hvetjum alla til að mæta, taka undir í söngnum og eiga um leið notarlega stund í kirkjunni okkar.

Verið innilega velkomin til stundarinnar.

Helgihald sunnudaginn 6. október

Sunnudaginn 6. október verður nóg um að vera í Árborgarprestakalli.

Í Selfosskirkju verður sunnudagaskólinn á sínum stað með Sjöfn og leiðtogum kl. 11:00
Kl. 20:00 verður kvöldmessa í Selfosskirkju. Félagar í Kirkjukór Selfosskirkju annast tónlistina sem verður með óhefðbundnum hætti, gítarleikur, létt dægurlög og sálmar.  Organisti Edit A. Molnár.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Stokkseyrarkirkja
Messa sunnudaginn 6. október kl. 11:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Villingaholtskirkja
Þjóðbúningamessa sunnudaginn 6. október kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Guðmundur Eiríksson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.
Kirkjugestir eru hvattir til að koma í þjóðbúningum til messunnar.  Eftir messuna verður kirkjukaffi eða pálínuboð í Þjórsárveri.

Helgihald sunnudaginn 15. september

Selfosskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11:00, umsjón Sjöfn og leiðtogar.*
Kvöldmessa kl. 20:00, hljómsveitin Slow Train spilar lög eftir Bob Dylan.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Eyrarbakkakirkja
Messa sunnudaginn 15. september kl. 11:00.  Kammerkór Eyrarbakkakirkju syngur, organisti Pétur Nói Stefánsson, prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Gaulverjabæjarkirkja
Messa sunnudaginn 15. september kl. 14:00.  Kirkjukórinn syngur, organisti Haukur Arnarr Gíslason, prestur Guðbjörg Arnardóttir.