Samverustund verður í Selfosskirkju í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna miðvikudaginn 14. september kl. 20:00.
Fulltrúi Pieta samtakanna flytur ávarp.
Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Hugljúf tónlist.

Nú hefst allt safnaðarstarf í ný í Selfosskirkju
Morgunbænir alla þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 9:15 og kaffisopi eftir stundina.
Barnastarf á þriðjudögum:
6-9 ára barnastarf kl. 14:30-16:00
TTT (10-12 ára) barnastarf 17:00-18:30
Kórastarf á þriðjudögum og fimmtudögum:
Unglingakór (6.-10.bekkur) kl. 14:30-16:00 þriðjudögum
og fimmtudag kl. 15-16
Barnakór (3.-5.bekkur) kl. 16:00-16:45 á þriðjudögum
Kyrrðarstund miðvikudaga kl. 17-17:30.
12 spora starf hefst með kynningarfundi mándaginn 12. september kl. 18:00.
Æskó-fundir á mánudögum kl. 20:00-21:30
Nú fer safnaðarstarf í Selfosskirkju að hefjast að nýju eftir sumarfrí.
Fermingarfræðslan hefst í vikunni og eiga ferminarbörn að mæta báða þessa daga í Selfosskirkju:
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 14-16: Vallaskóli og BES
Miðvikudagur 24. ágúst kl. 16-18: Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 14-16: Vallaskóli og BES
Fimmtudagur 25. ágúst kl. 16-18: Sunnulækjarskóli og Flóaskóli
Þau sem ekki eru skráð í fræðsluna eiga að skrá sig hér:
Skrámur – Selfosskirkja (skramur.is)
Sunnudaginn 28. ágúst verður fjölskyldumessa í Selfosskirkju kl. 11:00 og eftir messuna verður kynning á safnaðarstarfinu í vetur.
Ekki verður messa í Selfosskirkju sunnudaginn 17. júlí en við bendum fólki á að heimsækja Skálholt og við hittumst á Skálholtshátíð. Þar verður hátíðarmessa kl. 14:00.
Dagskrá hátíðarinnar má finna hér:
Skálholtshátíð 16. – 17. júlí: “Kliður af köllun friðar” | skalholt