Helgihald helgarinnar í Selfosskirkju

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður bænastund í Selfosskirkju kl. 12:30.  Það verður stutt stund inni í kirkjunni svo hengjum við falleg orð á kirkjuhurðina, blásum sápukúlubænir, fáum blessun í lófann og höldum svo af stað í skrúðgönguna sem leggur af stað frá Selfosskirkju kl. 13:00. 

Sunnudaginn 18. júní kl. 11:00 verður skógarmessa í Hellisskógi og kemur í stað hefðbundinnar messu í Selfosskirkju.  Byrjað verður á bílaplaninu við minnismerkið og gengið um skóginn, stoppað á nokkrum stöðum þar sem ritningarorð og bænir verða lesin.  Endað verður við hellinn með hugleiðingu, blessun og skógarkaffi.  Sjáumst sem flest stór sem smá og klædd eftir veðri, umsjón með stundinni hefur Guðbjörg Arnardóttir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *