Nú strax eftir áramót fær safnaðarheimili kirkjunnar andlitslyftingu þar sem það verður málað og parketið pússað. Þess vegna falla morgunbænir í kirkjunni niður á meðan og þær hefjast á ný þriðjudaginn 16.janúar nk. Þá falla hefðbundnir viðtalstímar presta einnig niður dagana 2.-5.janúar en prestarnir svara að sjálfsögðu í síma og allri þjónustu er sinnt.