Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli

Helgihald í dymbilviku og um páska í Selfossprestakalli
Skírdagur 18. apríl
Fermingarmessa í Selfosskirkju kl. 11:00
Fermingarmessa í Laugardælakirkju kl. 13:30

Föstudagurinn langi
Pílagrímaganga á föstudaginn langa –  Golgataganga.  Gangan hefst með stuttri helgistund í Selfosskirkju kl. 9:45.  Gengið verður til Laugardælakirkju og þar hefst helgistund kl. 11.45.  Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.   Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni.  Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nesti.

Páskadagur
Hátíðarmessa í Selfosskirkju kl. 08:00.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, prestur Guðbjörg Arnardóttir.  Morgunverður í boði og umsjón sóknarnefndar Selfosskirkju í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Hátíðarmessa í Villingaholtskirkju kl. 11:00.  Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Annar páskadagur
Hátíðarmessa í Hraungerðiskirkju kl. 11:00.  Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónassonar.  Prestur Guðbjörg Arnardóttir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *