Guðsþjónusta sunnudaginn 9. ágúst 2020

Guðsþjónusta er sett á kl. 11 sunnudaginn 9. ágúst. Prestur er Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur og Ester Ólafsdóttir er organisti, kórfólk leiðir söng. Að þessu sinni er fólk ekki beint hvatt til að koma til kirkjunnar. Sóttvarnir þarf að hafa í huga og að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Þessir tveir metrar eru nefndir í dag mannhelgi en í ólíkri merkingu frá því sem var í einkunarorði sem lýðveldinu Íslandi var sett í júní 1944.