Messa 4. sunnudag eftir páska- 18. maí

IMG_0154Messa verður í Selfosskirkju sunnudaginn 18. maí kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík og organisti Jörg Sondermann. Súpa í hádeginu gegn vægu gjaldi. Guðspjallstexti er tekinn úr Jóhannesarguðspjalli þar sem Jesús talar um hjálparann. Tilvalið tækifæri til að huga að andlegri uppbyggingu sinni. Pistillinn er úr Jakobsbréfi áhugaverð sýn birtist þar til „…Vitið þetta, elskuð systkin. Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði. Því að reiði manns ávinnur ekki það sem rétt er í augum Guðs. Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði er frelsað getur sálir ykkar.“