Breyting á helgihaldi vegna samkomutakmarkana

Breytingar á jólamessum vegna sóttvarnartakmarkanna.

Messað verður í Selfosskirkju á aðfangadegi kl. 18 og 23:30. Öðrum messum er aflýst.

Kæru sóknarbörn!

Með auknum smittölum og hertum sóttvarreglum næstu þrjár vikurnar er ljóst að svigrúm fyrir áður auglýstar hátíðarmessur í kirkjum Árborgarprestakalls er verulega skert þessi jólin.

Við höfðum lengi horft til jólanna með mikilli tilhlökkun yfir því að geta nú opnað dyrnar að kirkjunum okkar. Við teljum það hins vegar ábyrgt, eins og staðan er nú, að aflýsa öllum áformuðum messum öðrum en aftansöng kl. 18 í Selfosskirkju og miðnæturmessu kl. 23:30 í Selfosskirkju 24. desember.  Verða stundirnar lágstemmdar með fallegum jólasálmum og almennum safnaðarsöng.

Í Selfosskirkju getum við boðið upp á tvö sóttvarnarhólf þar sem við höfum einnig rými til að halda tveggja metra fjarlægð á milli óskyldra aðila.  Eru þau sem vilja og geta komið hjartanlega velkomin á meðan rými leyfir. Mega 50 vera saman í hvoru hólfi. Minnum við einnig á grímuskyldu.

Áfram verður hægt að hlýða á aftansöng á Rás 1 á aðfangadag sem og aðrar jólamessur í útvarpi og sjónvarpi yfir hátíðirnar.

Við óskum ykkur kæru sóknarbörn öllum friðar og helgi yfir jólahátíðina og vonum að þið eigið gefandi og góðar stundir með ykkar nánustu.

Það er ómögulegt að sjá hvað bíður á nýju ári, en við vonum að með hækkandi sól bíði okkar margar gleðilegar og gefandi stundir í kirkjum Árborgarprestakalls.

Með jóla- og nýársóskum,

Sr. Guðbjörg, sr. Gunnar, sr. Arnaldur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *