Messa og vísitasía biskups

Um næsta helgi eða dagana 12.-13. mars mun biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vísitera Árborgarprestakall. Vísitasía þýðir að biskupinn heimsækir sóknir og söfnuði landsins og er tilgangurinn m.a. að veita ráðgjöf, stuðning og uppörvun. Heimsækir biskupinn hverja kirkju prestkallsins, þar sem fer fram helgistund og í framhaldinu á sér stað samtal á milli biskupsins, sóknarnefndanna og þeirra sem koma að starfi innan kirknanna. Það er tilhlökkun og fá að taka á móti biskupnum, ræða starfið og hittast öll.

Sunnudaginn 13. mars verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00 þar sem biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir þjónar fyrir altari ásamt prestum kirkjunnar. Kirkjukórinn syngur og er organisti Edit A. Molnár. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 þar sem Sjöfn og leiðtogar hitta krakkana.

Af tilefni heimsóknarinnar verða helgistundir á eftirfarandi tímum í öðrum kirkjum prestakallsins, þessar stundir eru öllum opnar.

Gaulverjabæjarkirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 11:00.

Villingaholtskirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 13:30

Hraungerðiskirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 15:30

Laugardælakirkja
Helgistund laugardaginn 12. mars kl. 17:00

Eyrarbakkakirkja
Helgistund sunnudaginn 13. mars kl. 14:30

Stokkseyrarkirkja
Helgistund sunnudaginn 13. mars kl. 16:30.

Þessi mynd er tekin þegar útvarpsmessa var tekin upp í Selfosskirkju í september á síðasta ári en þá var biskupinn með okkur í messunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *