Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar

Aðalsafnaðarfundur Laugardælasóknar er boðaður og verður haldinn að lokinni messu á skírdag 6. apríl 2023. Messan hefst kl. 15 og fundurinn því laust fyrir kl. 16.

Sóknarnefnd boðar til aðalsafnaðarfundar með minnst viku fyrirvara og skal greina frá
dagskrá fundarins í fundarboði. Sóknarnefnd skal í samráði við starfandi sóknarprest og/eða
starfandi prest boða til aðalsafnaðarfundar sóknarinnar. Fundinn skal auglýsa með þeim hætti
sem venja er til um messuboð.
Þar skal taka fyrir eftirfarandi:

Gera grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
Gera grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og
varamanna þeirra til árs í senn.
Kosning sóknarnefndar, sbr. 6. gr. starfsreglna þessara.
Kosning í aðrar nefndir, ráð og trúnaðarstörf.
Önnur mál.

Hjálagt eru starfsreglur um söfnuði og sóknarnefndir