Pílagrímaganga á föstudaginn langa – Golgataganga 2023

Föstudaginn langa, föstudaginn 7. apríl nk, verður gengin pílagrímaganga frá Laugardælakirkju að Selfosskirkju.

Gangan hefst með stuttri helgistund í Laugardælakirkju kl. 9:45.  Gengnir verður síðan þessi 3 km áleiðis að Selfosskirkju. Staldrað verður víða við á leiðinni til stuttra hugleiðinga. Stundum verður gengið í þögn og stundum ekki. Göngustjórar eru sr. Axel Árnason Njarðvík og dr. Guðmundur Brynjólfsson, djákni.  

Allir eru velkomnir að slást í hópinn og svo er líka hægt að sækja helgistundir á báðum stöðum þótt fólk taki ekki þátt í göngunni.  Göngufólk er beðið að koma vel skóað, klætt eftir veðri og með nestisbita. Þessi ganga gæti hent öllum og ekki síst börnum. Verið velkomin.

mynd frá föstudeginum langa 2019 er gengin var svipuð pílagrímaganga