Fermingarstörfin

IMG_2704

Á morgun föstudag lýkur 5 daga upphafsnámskeiði fermingarstarfanna. Börnin eiga að vera mætt kl. 9 í kirkjuna og fara síðan til skólasetningar en koma aftur kl. 12 í Selfosskirkju. Kl.  kl. 12:15 og þá er boðið í pizzu.

Á sunnudaginn er síðan messa kl. 11 í Selfosskirkju og rétt að mæta þar með börnum og hefja þannig messugöngur vetrarins. Kl. 10:30 á sunnudagsmorgun verður farið yfir messuna þannig að hún nýtist betur til uppbyggingar en ella. Reiknað er að börnin sæki messur 10 sinnum yfir veturinn og skiptir þá ekki höfuð máli hvaða kirkja og söfnuður verður fyrir valinu.

Vikan sem er að líða hefur verið viðburðarrík í Selfosskirkju og það er von okkar sem að standa að allir haft gagn og gaman af. Við minnum á Facebook síðuna sem við höfum stofnað til, til samskipta.

kveðja prestarnir Axel, Óskar, Ninna Sif, Sigurður og Sveinn