Breyting í Villingaholtssókn

Úr VillingaholtskirkjuÁ fundi sóknarnefndar Villingaholtssóknar 10. nóvember 2014í varð sú breyting á sóknarnefnd að Anna Fía Ólafsdóttir sem verið hefur formaður sóknarnefndar sagði af sér vegna flutnings úr hreppnum. Ákveðið var að Sólveig Þórðardóttir tæki að sér starfsskyldur sóknarnefndarmanns. Ennfremur var ákveðið að Sólveig tæki að sér pöntunum á kirkju vegna viðburða, sjái um bókhald vegna grafa og leiðbeini við val á grafreitum á samt því að panta grafara og skrá inn á gardur.is.

Þórunn Kristjánsdóttir tók að sér að sjá um þrif á kirkju og stjórna hitastigi.
Albert Sigurjónsson varamaður tekur að sér að mæla fyrir gröfum.

Meðhjálpari, Kristín Stefánsdóttir,  mun sjá um að flagga og opna kirkju ásamt sínum hefðbundnu störfum.

Þessi skipan mála mun verða fram að aðalsafnaðarfundi sem haldinn verður í vor.

Önnu Fíu vorðu færðar alúðarþakkir fyrir mikið og gott starf, en hún hefur alfarið séð um kirkju og kirkjugarð s.l. 4 ár.