Fermingar og viðtöl

Nú dregur hratt  að fyrstu fermingum. Börnin þurfa að velja sér eitt vers úr Biblíunni sem fermingarvers og koma því til okkar –axel.arnason@kirkjan.is– hvað valið er. Einnig þarf að senda okkur hvaða dag barnið var skírt. Versins eru mörg í Biblíunni en á http://kirkjan.is/ferming/fraedsla/ritningarvers/ er að finna nokkur sígild vers.

Æfing fyrir fermingu á skírdegi, 2. apríl  verður þriðjudaginn 31. mars  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Æfing fyrir fermingu, sunnudaginn 12. apríl  verður fimmtudaginn 9. apríl  kl. 17. Rétt er að mæta eitthvað fyrir tímann til að finna réttan kyrtil. Síðan verður farið inn í kirkjuskipið og rennt yfir helstu þætti.

Síðan viljum við biðja börnin að koma til fundar við okkur prestana til viðtals í kirkjunni og til að standa skil á utanaðbókarlærdómi sem settur var fyrir og er að finna á https://selfosskirkja.is/?page_id=44

þriðjudaginn 31. mars kl 14-16 og miðvikudaginn 1. apríl  kl 14-16 fyrir börnin sem fermast  á skírdegi  2. apríl.

Þriðjudaginn 28.apríl kl 14-16 og miðvikudaginn 29. apríl fyrir börnin sem fermast 9. og 10. maí.

Börnin mega koma aðra daga en nefnda ef þurfa þykir.