Krossamessa var haldin 3. maí sl. Þá luku 7 stúlkur söngstarfi sínu með Unglingakór Selfosskirkju og fengu að gjöf krossmen frá kirkjunni. Stúlkunum var þannig það mikla starf sem þær hafa tekið þátt í undanfarin ár og blessun lýst yfir. Á myndinni eru þær Dröfn Sveinsdóttir, Guðrún Lára Stefánsdóttir, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Kristín Hanna Jóhannesdóttir, Sesselja Sólveig Jóhannesdóttir, Sólveig Ágústa Ágústsdóttir og Þórunn Ösp Jónasdóttir ásamt Edit Molnár kórstjóra.