Uppstigningardagur – Dagur aldraðra

 

móður og ömmu

móður og ömmu

Uppstigningardagur er fjörutíu dögum eftir páska. Með honum hefst undirbúningstími þriðju stórhátíðarinnar, hvítasunnu. 

Kirkjan hefur haldið hátíð uppstigningar Drottins á sérstökum degi síðan um 400. Frá því á 6. öld var dagurinn haldinn hátíðlegur með mikilli viðhöfn í Róm og breiddust söngvar hans og siðir þaðan út um alla kristnina.
 
Það var í tíð hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups Íslands, að ákveðið var að tileinka öldruðum daginn. Víða er því öldruðum sérstaklega boðað til helgihalds á þessum degi. Í Selfosskirkju verður messa þar sem Margrét Steina Gunnarsdóttir flytur hugvekju. Kirkjukórinn syngur. Kórstjóri og organisti Jörg Sondermann. Prestur sr. Þorvaldur Karl Helgason.
Súpa og kaffi eftir messu í boði héraðssjóðs Suðurprófastsdæmis. Aldraðir eru sérstaklega boðnir velkomnir.