Nætkomandi sunnudag verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11:00. Þar mun barna- og unglingakór Selfosskirkju hefja vetrarstarf sitt og syngja, stjórnandi er Edit Molnár. Umsjón með guðsþjónustunni hafa prestarnir Ninna Sif og Guðbjörg ásamt Jóhönnu Ýr nýjum æskulýðsfulltrúa. Eftir guðsþjónustuna verða samlokur og ávextir í safnaðarheimilinu og kynning á vetrarstarfinu. Um kvöldið verður svo létt-guðsþjónusta þar sem hljómsveitin Slow Train mun spila Bob Dylan lög og prestarnir Guðbjörg og Ninna Sif leiða stundina. Þetta verður eðal sunnudagur í kirkjunni og þau sem vilja hita upp fyrir sunnudagaskólann í vetur geta byrjað að læra lagið Í sjöunda himini sem verður sungið í sunnudagaskólanum í vetur.