Kvöldmessa 4.október kl. 20

12048672_10207044436204837_1640684092_n

 

Sunnudagskvöldið 4.október kl. 20 verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem tríóið Sæbrá sér um tónlistina.  Prestur er sr. Ninna Sif. Efni tríósins er fjölbreytt, stíllinn er bæði poppaður og rómantískur, stundum má einnig heyra snefil af rokki í sumum lögum. Hljóðfæraskipanin er oft á tíðum misjöfn en notast þær við hljóðfæri á við gítar, píanó, raf- eða kontrabassa, þverflautu og ásláttahljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Söngur er mikið atriði í tríóinu og lögð áhersla á raddaðan söng.  Kvöldmessur í Selfosskirkju eru afslappaðar og notalegar þar sem skiptist á tónlist og talað mál.  Verum öll velkomin – sjáumst í kirkjunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *