Frá æskulýðsfulltrúa

Nú er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir komin að fullu til starfa í Selfosskirkju og er það sannarlega gleðiefni fyrir okkur.  Hér er stutt yfirlit yfir það starf sem hún sinnir og bendum við sérstaklega á 6-9 ára starfið og TTT starfið sem hefst í næstu viku:

Sunnudagaskóli alla sunnudaga kl. 11:00
Æskulýðsfundir á þriðjudögum kl. 19:30
Kirkjuskóli Sunnulækjarskóla 1.- 4.bekkur hefst:
24. nóv. kl. 14:45-15:45
Kirkjuskóli Vallaskóla 1. – 4. bekkur hefst:
26. nóv. kl. 13:50-14:50
TTT starf (10-12 ára) í Selfosskirkju hefst:
25. nóv. kl. 15-16.
Foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10:30 – 12:00

Kveðja,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *