Á aðventunni er yndislegt að næra andann og styrkja trúnna í samfélagi kirkjunnar. Næsta sunnudag 6.desember er messa og sunnudagaskóli í Selfosskirkju kl. 11. Kveikt verður á aðventukransinum. Í messunni syngur bæði Unglingakór og Kirkjukór Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólanum stýra æskulýðsleiðtogar. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu að messu lokinni í umsjón Kvenfélags Selfosskirkju.