Helgihald sunnudaginn 7. febrúar

Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa í Selfosskirkju 7. febrúar

Sunnudaginn 7. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Selfosskirkju kl. 11:00.  Þar mun Barnakór Selfosskirkju og nokkrar raddir úr Unglingakórnum syngja, einnig kemur fram Suzuki fiðluhópur 4 frá tónlistarskólanum kennari hans er Guðmundur Pálsson.

Æskulýðsfélagið Kærleiksbirnirnir er að safna sér fyrir því að fara á febrúarmót í Vatnaskógi og verða krakkarnir með kökubasar og bænasteina til sölu eftir messuna

12625959_10208141010260262_1789391813_n

Um kvöldið er kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00, eru þessar messur notalegar stundir með öðruvísi tónlist.  Að þessu sinni mun Ragnheiður Blöndal syngja og undirleikari með henni er Hafsteinn Viktorsson.

1505452_10205372390774123_769988618853554588_n (00000002)

 

Það er því nóg í boði um helgina í Selfosskirkju.  Verið hjartanlega velkomin.  Kveðja Guðbjörg Arnardóttir

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *