Gæludýrablessun og útiguðsþjónusta 5.júní

gæludýr

 

Sunnudaginn 5.júní kl.11 verður útiguðsþjónustua við Selfosskirkju.  Þar verður boðið upp á gæludýrablessun.  Gæludýrin eru vinir okkar og hluti af fjölskyldum okkar og eiga sannarlega skilið að fá blessun líkt og mannfólkið.  Kirkjukórinn syngur létta og sumarlega sálma undir stjórn Edit Molnár.  Að messu lokinni ber kvenfélag kirkjunnar að vanda fram súpu í safnaðarheimilinu og málleysingjarnir fá eitthvað að bíta líka.  Sjáumst í kirkjunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *