Verðandi fermingarbörn vorsins 2017 komu til okkar á námsekið á fimmtudag og föstudag. Virkilega gaman að kynnast þessum flottu krökkum sem koma aftur til okkar á mánudaginn eftir skólasetningu.
Á sunnudaginn 21. ágúst er messa í Selfosskirkju kl. 11:00 og voru fermingarbörnin boðin sérstaklega velkomin í hana en nú fara þau að hamast við að safna tíu stimplum en þau þurfa að mæta í tíu messu fyrir fermingardaginn sinn.
Meðfylgjandi myndir eru af hópnum með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa. Síðan er hin myndin frá leiklistartúlkun fermingarbarna á miskunnsama Samverjanum sem er einmitt guðspjall komandi sunnudags.
Sjáumst í kirkjunni!