Sunnudaginn 23. september verður messa í Selfosskirkju kl. 11:00. Kirkjukórinn syngur, stjórnandi er Edit A. Molnár, prestur Guðbjörg Arnardóttir. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu á eftir messuna.
Á sama tíma byrjar sunnudagaskólinn, börnin koma inn í messuna en fara svo í sunnudagskólann þar sem þau hitta þau Rebba ref, Vöku skjaldböku og fleiri vini, syngja, heyra biblíusögu og fá svo límmiða. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir ásamt leiðtogum.
Velkomin í Selfosskirkju