Helgihald í Selfossprestakalli þriðja sunnudag í aðventu

Nk. sunnudag 11. desember verður guðsþjónusta í Selfosskirkju.  Þar mun barnakór kirkjunnar flytja helgileik og unglingakór kirkjunnar syngja undir stjórn Edit Molnár.  Sunnudagaskólabörnin fá líka að sjá helgileikinn en fá að sjálfsögðu einnig mynd að lita og límmiða.  Súpa og brauð að guðsþjónustu lokinni.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Í Hraungerðiskirkju verður aðventustund kl. 13.30 þar sem söngkór Villingaholts – og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar.  Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar barnakórinn flutti helgileikinn Fæðing frelsarans eftir Hauk Ágústsson á jólasamveru Félags eldri borgara á Selfossi.20161208_145541

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *